Fréttablaðið - 26.04.2007, Síða 24

Fréttablaðið - 26.04.2007, Síða 24
hagur heimilanna Verð í sjoppum og söluturn- um á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki lækkað í sam- ræmi við lækkun virðis- aukaskatts sem tók gildi 1. mars. Samkvæmt nýrri könnun Neytendasam- takanna hafa aðeins sex sjoppur af 64 lækkað verð að fullu. Neytendasamtökin könnuðu verð í 64 sjoppum og söluturnum á höfuð- borgarsvæðinu í febrúar. Verðið var kannað á ný í apríl og þá kom í ljós að í aðeins sex sjoppum hafði verð verið lækkað að fullu. Í fimm verslunum hafði engin verðlækk- un orðið og á sjö stöðum var full- trúum samtakanna meinað að kanna verð í seinna skiptið. Jóhannes Gíslason, formaður Neytendasamtakanna, segir að nið- urstöðurnar séu vonbrigði. „Þessir aðilar vissu að það var fylgst með þeim. Mér finnst hreinlega að sumir þeirra ulli beinlínis framan í neytendur. Að meirihluti söluturna skuli fá ófullnægjandi einkunn er afar dapurlegt,“ segir Jóhannes. Söluturninn Vikivaki á Lauga- vegi er einn fárra söluturna þar sem verð hefur lækkað að fullu. Anna Dóra Ármannsdóttir, eigandi Vikivaka, segir að sér hafi þótt sjálfsagt að lækka verðið og er hissa á því hve fáir hafa lækkað. „Við sjáum okkur auðvitað hag í því að vera með sem lægst vöru- verð,“ segir Anna. Söluturninn Aðalhornið er einnig í eigu Önnu Dóru en það er einn þeirra staða sem fengu falleinkunn í könnun- inni. „Við keyptum Aðalhornið á þessu tímabili sem könnunin er gerð og sá sem átti verslunina á undan okkur hafði ekki lækkað verðið enda var hann svo ódýr fyrir,“ segir Anna. Sigurður Rúnar Gíslason, eig- andi Grandakaffis, tekur í sama streng en hann er einn þeirra sem ekki hafa lækkað verð. „Ég hef alltaf verið lægstur í bænum og hef ekki hækkað verð þrátt fyrir hækkanir birgja. Ég sá því ekki ástæðu til þess að lækka verðið. Það var svo lágt fyrir,“ segir Sig- urður. Jóhannes hjá Neytendasamtök- unum segir að rök af þessu tagi dugi skammt. „Verðlækkunin átti að ganga yfir alla, líka þá sem voru ódýrir fyrir. Virðisaukaskatt- urinn hefur lækkað og með því að lækka ekki verðið í samræmi við það er verið að hækka álagning- una,“ segir Jóhannes. Hann vonast til þess að eigendur söluturna hugsi sinn gang. „Við krefjumst þess að þeir aðilar sem koma illa út úr þessari könnun endurskoði sína verðlagningu og skili neyt- endum því sem þeim ber,“ segir Jóhannes. Ullað framan í neytendur Black and blue-flugan skilaði laxi Elín Kristbergsdóttir verslunar- maður mælir með þrifum á ísskáp og eldavél á hálfsmánaðarfresti. Kraftmiklar ryksugur fyrir öll heimili Verð frá kr.: 15.990 Miele ryksugur – litlar og liprar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.