Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.04.2007, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 26.04.2007, Qupperneq 44
fréttablaðið útivist 26. APRÍL 2007 FIMMTUDAGUR8 Júlíus Ívarsson fann sig í fjöll- unum á Íslandi og fagnar nú fimmtugsafmælinu með ferð á Mont Blanc. „Ég byrjaði að fara á fjöll fyrir alvöru fyrir um tíu árum. Ég fer mest á fjöllin hérna í kringum Reykjavík, bæði dags- og helgar- ferðir. Síðan reyni ég að fara eina eða fleiri stærri ferðir á ári og hef farið bæði á Strandir og Hvanna- dalshnjúk,“ segir Júlíus Ívars- son fjallamaður. Í fyrra tók Júlí- us af skarið og skipulagði fimmtíu manna hópferð á Hvannadals- hnjúk í samvinnu við íslenska fjallaleiðsögumenn og endurtek- ur nú leikinn. „Hópurinn samanstendur af samstarfsfélögum, fjölskyldu og vinum. Æfingar hófust tveimur mánuðum áður en ferðin var farin og markmiðið var að allir kæmust á toppinn. Það tókst og nú endur- tökum við leikinn,“ segir Júlíus. Í ár verður ferðin farin 18. maí og æfingar því löngu hafnar. Að sögn Júlíusar notar hópurinn bæði Helgafellið og Esjuna til æfinga og fer þá gjarnan óhefðbundnar leiðir til dæmis frá Mosfellsdal. „Fæstir í hópnum höfðu fjall- areynslu og litu jafnvel á þessa ferð sem síðbúið áramótaheit til að koma sér í form,“ segir Júlí- us og mælir eindregið með því að fólk fari hægt af stað áður en haldið er í lengri fjallaferðir. „Ég sé stundum fólk sem fjár- festir í útbúnaði fyrir hundruð þúsunda, fer of geyst og gefst upp. Það borgar sig að labba á striga- skónum til að byrja með og fara styttri ferðir. Það þarf að vera ákveðinn stígandi eins og í fjall- inu sjálfu,“ segir Júlíus. Fjallamennskan er að sögn Júlí- usar hin besta líkamsrækt, sér- staklega fyrir fólk sem vinnur innivinnu. Sjálfur segist hann fá gífurlega orku frá náttúrunni og fríska loftinu. Fram undan eru strangar æf- ingar hjá Júlíusi enda stefnan tekin á Mont Blanc seinna á árinu. Ferðin verður farin með íslensk- um fjallaleiðsögumönnum og að sögn Júlíusar er ferðin farin í stað afmælisveislu. „Ég varð fimmtugur nýlega og ferðin á Mont Blanc er svona mín veisla. Konan mín lét þau boð út ganga að ég væri að fara þessa ferð og ég fékk mikið af útbúnaði í tilefni afmælisins og ferðarinn- ar,“ segir Júlíus að vonum ánægð- ur. Markmiðið er að komast sí- fellt hærra og að sögn Júlíus- ar er ákveðin áskorun í að sigra fjall. „Mont Blanc er bara byrjun- in. Næst fer ég enn hærra og von- ast til að sigra Kilimanjaro,“ segir Júlíus. rh@frettabladid.is Fagnar fimmtugu á Mont Blanc Fram undan eru strangar æfingar hjá Júlíusi Ívarssyni enda stefnan tekin á Mont Blanc seinna á árinu. Þar mun hann fagna fimm- tugsafmælinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Íslenskir fjallaleiðsögumenn hafa stutt dyggilega við bakið á Júlíusi í ferðum hans. Júlíus ásamt göngugörpum eftir ferð á Standir í góðu yfirlæti. Markmiðið er alltaf að komast hærra og hærra. Fram undan er ferð á Mont Blanc. Á grænum hól úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur stend- ur hjólhýsi, sem minnir einna helst á geimskutlu úr kvik- mynd frá sjötta áratugnum. Silfurlitað, bjöllulaga og ekki nema 2 sinnum 4 metrar að stærð og 550 kíló að þyngd. Að sögn Björgvins Barðdal, fram- kvæmdastjóra hjá Seglagerð- inni Ægi, sem hefur hjólhýs- ið til sölu, er það góður vitn- isburður um aukið framboð hjólhýsa hérlendis þar sem þau smáu eru að ryðja sér til rúms. „Hjólhýsi af þessari gerð kallast T@B hjólhýsi og er frá framleiðandanum Tabbert, sem kalla mætti Rolls Royce í hjólhýsageiranum,“ útskýr- ir Björgvin. „Töffaralegu útliti hjólhýsisins og smæð þess var ætlað að höfða til yngri kyn- slóða. Stærðin hentar þeim vel sem vilja hafa nett farartæki í innkeyrslunni og ferðast létt.“ Þótt T@B sé lítið að utan er það stórt að innan og búið sams konar búnaði og stærri hjólhýsi að sögn Björgvins. „Það rúmar tvo fullorðna einstaklinga og eitt barn. Svo fylgir því rúm, bekkur, borð, ísskápur, vatns- tankur, gaseldavél, gaskútur og hitamiðstöð með hitastilli frá fyrirtækinu TRUMA, sem er viðurkennt merki á Evrópu- markaði.“ Björgvin segir eina raun- verulega muninn á T@B og öðrum hjólhýsum vera þann að klósett vanti. Hins vegar megi hæglega bæta úr því með kaup- um á ferðaklósetti. „En þótt klósett vanti í þessi hjólhýsi er ekki þar með sagt að þau vanti í aðrar smærri gerðir hjólhýsa,“ útskýrir hann. „Hin eru öll út- búin klósettum.“ Stutt er síðan farið var að selja minni hjólhýsi á borð við T@b á Íslandi og hafa við- tökurnar verið góðar að sögn Björgvins. „Þau eru nýjung hérlendis. Þetta hófst allt saman með tjaldvögnum fyrir tuttugu árum. Því næst felli- hýsum fyrir tíu árum. Loks komu hjólhýsin fyrir um það bil þremur árum. Fyrst í stað virtist fólk bara kaupa það sem fékkst, en núna veltir það miklu meira fyrir sér hvað hentar því best. Sumir vilja stór aðrir smá. Smærri hjólhýsin eru þó ekki að ýta þeim stærri til hliðar. Möguleikarnir eru bara orðnir fleiri.“ roald@frettabladid.is Lítil, létt og þægileg Travel Bird á 13“ dekkjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Björgvin Barðdal segir fólk farið að velta meira fyrir sér hvað henti því best varðandi hjólhýsi. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Útgáfufélagið Heimur stóð fyrir vali á Ferðafrömuði árs- ins 2007 á ferðasýningunni í Fífunni sem fram fór á dögun- um. Þetta er í fjórða sinn sem Heimur velur ferðafrömuð og að þessu sinni var það Jón Ei- ríksson Drangeyjarjarl sem varð fyrir valinu. Í viðurkenningarskjali segir: Í mati sínu lagði dóm- nefnd til grundvallar einstaka athafnasemi, þrautseigju og metnað við að byggja upp og reka ferðaþjónustu þar sem sagnaarfinum er miðlað á eft- irminnilegan og persónuleg- an hátt, svo og þátttöku hans í uppbyggingu og stefnumót- un ferðaþjónustunnar í heima- byggð. Ottó Schopka, ritstjóri ferðabóka Heims, kynnti val dómnefndar. Drangeyjarjarlinn ferðafrömuður ársins Otto Schopka afhendir Jóni Eiríks- syni Drangeyjarjarli viðurkenning- arskjal.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.