Fréttablaðið - 26.04.2007, Page 46
26. APRÍL 2007 FIMMTUDAGUR10 fréttablaðið útivist
LEIÐSÖGUSKÓLINN
ICELAND TOURIST GUIDE SCHOOL
www.mk.is
Starfslýsing:
Ferðalög um fegurstu staði Íslands.
Upplifun náttúru og sögustaða ásamt
miðlun fróðleiks um land og þjóð til
erlendra og innlendra ferðamanna.
Ef þetta hljómar eins og eitthvað sem þú vilt
starfa við getur þú sótt um í Leiðsöguskólanum
því þetta er lýsing á starfi leiðsögumanns.
Í Leiðsöguskólanum getur þú valið
um fjórar námsleiðir:
Afþreyingarleiðsögn
Almenn leiðsögn
Gönguleiðsögn
Leiðsögn með Íslendinga - NÝ NÁMSLEIÐ!
Hafðu samband og
fáðu nánari upplýsingar!
Grasið er orðið grænt, sólin hækk-
ar á lofti og vindurinn blæs hlýjum
andvara um menn og dýr. Þetta er
því rétti tíminn til að hrista af sér
vetrarslenið og koma sér út undir
beran himin. Stíga út úr líkams-
ræktarstöðinni og nýta það sem
náttúran hefur upp á að bjóða.
Innan borgar- og bæjarmarka eru
fjölmargir staðir sem nýta má til
útivistar. Heiðmörk, Elliðaárdal-
ur auk margra annarra fallegra
staða eru vel útbúnir göngustíg-
um fyrir skokkara, göngugarpa,
hjólamenn og þá sem vilja renna
sér á línuskautum. Nú er ekkert að
vanbúnaði að fara út því sólin kall-
ar á þig.
Útivist innan bæjarmarka
Elliðaárdalurinn er fagur og þar er skemmtilegt að hjóla með-
fram ánni og innan um há og stæðileg tré. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Skokkarar eiga úr mörgum góðum hlaupaleiðum að velja. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Nú fer veiðin að hefjast. Nokkur vötn má finna í nágrenni
höfuðborgarinnar, líkt og Elliðavatn, Hafravatn og Vatns-
endavatn. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Fjölmörg hestamannafélög eru í Reykjavík og nágrenni. Sums
staðar má leigja hest til að ríða á í náttúrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Golfið er vinsælt bæði innan borgarmarka og utan. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Línuskautar henta bæði fullorðnum og börnum. Margir góðir
göngustígar henta vel til að renna sér á. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM