Fréttablaðið - 26.04.2007, Side 82

Fréttablaðið - 26.04.2007, Side 82
 Jóhannes Karl Guðjóns- son hefur verið orðaður við upp- eldisfélag sitt, ÍA, þessa dagana. „Mér finnst alltaf gaman að spila á Skaganum. Ég gæti alveg eins leikið með liðinu fram í júní en ég efa að ég fengi leyfi frá fé- laginu þannig að ég sé það ekki gerast,“ sagði Jóhannes Karl, sem er samningsbundinn enska 1. deildarliðinu Burnley til næstu þriggja ára. Tímabilið hjá Jóhannesi Karli er búið 6. maí og hann kemur heim hinn ellefta. Daginn eftir spilar ÍA sinn fyrsta leik í deild- inni gegn FH. Jóhannes mun æfa með ÍA-liðinu eftir að hann kemur heim enda ætlar hann sér að vera í toppformi með landslið- inu sem mun leika 2. og 6. júní. Í maí eru spilaðar fjórar um- ferðir í Landsbankadeildinni og margir Skagamenn ala þá von í brjósti að Jóhannes spili þessa leiki. „Ég var spurður að þessu í gríni um daginn og ég hugsaði með mér að ég væri alveg til í að gera þetta, koma og hjálpa liðinu, en eins og ég segi sé ég það ekki gerast. Auðvitað væri gaman að leika með bræðrum mínum og það er ekkert óeðlilegt að fólk velti þessu fyrir sér þar sem möguleikinn er alltaf fyrir hendi í raun og veru,“ sagði Jóhannes. Gísli Gíslason, formaður rekstrarfélags meistaraflokks ÍA, sagði Skagamenn þegar hafa rætt við Burnley en félagið væri ekki hrifið af hugmyndinni. Væri gaman að leika með bræðrum mínum Hamar hefur slitið samstarfinu við Selfoss í körfu- boltanum og ákveðið að endurnýja ekki samninginn milli félaganna sem hefur verið í gildi undanfarin þrjú ár. Hamar/Selfoss-liðið breyt- ist því aftur í lið Hamars en Hver- gerðingar eru aðeins eitt af fjór- um félögum sem eiga lið í Iceland Express-deild karla og kvenna, hin eru Keflavík, Grindavík og Fjölnir. Hamar/Selfoss hefur spilað í úr- valsdeildinni undanfarin þrjú ár og nýlokið tímabil var það lang- besta af þeim, liðið komst í úr- slitakeppnina í fyrsta sinn og alla leið í bikarúrslitaleikinn þar sem liðið tapaði fyrir ÍR alveg eins og í fyrri bikarúrslitaleik þess 2001. Hvergerðingar vonuðust eftir meiru úr samstarfi sínu við ná- grannana frá Selfossi, bæði í formi hærri styrkja bæjarsjóðs sem og í meiri áhuga í tengslum við heimaleiki liðsins í Iðu á Sel- fossi. Hamar/Selfoss-liðinu gekk svipað vel á þessum tveimur heimavöllum sínum fyrsta tíma- bil samtarfsins, 2004-05, en það hefur verið mikill munur á gengi liðsins undanfarna tvo vetur, eftir því hvort liðið spilar á Iðu eða í Hveragerði. Undanfarin tvö tímabil hefur munað 37,4 prósentum á sigur- hlutfalli Hamars-liðsins hvort liðið spilar á Iðu á Selfossi (18,2 prósent) eða í Hveragerði (55,6%). Þessu voru stjórnarmenn félags- ins farnir að gera sér grein fyrir í vetur enda allir „úrslitaleikir“ liðsins á heimavelli eftir áramót spilaðir í Hveragerði. „Það eru þrír menn á Selfossi sem hafa áhuga á körfubolta og þetta hefur ekki gengið upp. Nán- ast allt starfsfólkið í kringum leik- ina hefur komið úr Hvergerði og við erum líka búin að stofna fjár- öflunarhóp sem ætlar að safna upp í styrkina sem við fengum frá Selfossbæ,“ segir Lárus Ingi Frið- finnsson, formaður Hamars, sem segir báða aðila skilja í fullri vin- semd en að handboltahefðin sé svo sterk á Selfossi að körfuboltinn eigi þar erfitt uppdráttar. „Við reiknum með að vera með sama lið. Bojan og George Byrd verða áfram og við verðum með óbreyttan mannskap,“ segir Lárus. Þeir Pétur Ingvarsson og Ari Gunnarsson verða áfram með liðin. Pétur er að hefja sitt tíunda tímabil í Hveragerði og enginn hefur stjórnað liði í fleiri leikjum í röð í úrvalsdeild (176) en Ari tók við Hamarsliðinu í slæmri stöðu í vetur og undir hans stjórn bjarg- aði liðið sér frá falli með því að vinna tvo frábæra sigra í lokaum- ferðunum. Með því að segja upp samstarf- inu við Selfoss standa Hvergerð- ingar uppi með „ólöglegt“ íþrótta- hús fari tillaga stjórnar KKÍ í gegnum ársþingið. Þar eiga lið í efstu deildum karla og kvenna að leika á parkettgólfi frá og með keppnistímabilinu 2008-09. Hamarsmenn skiptu um dúk á gólfi hússins fyrir nokkrum árum og fá því ekki parkett á gólfið. Bjartsýnustu menn í bænum von- ast þó eftir að nýtt hús verði byggt í næstu framtíð. Þriggja ára samstarfi Hamars/Selfoss í körfunni er lokið. Hvergerðingar fundu ekki fyrir nægilegum áhuga í „handboltabænum“ Selfossi og ætla að mæta einir síns liðs í Iceland Express-deildir karla og kvenna á næsta tímabili. Vorferð á varnarsvæðið Keflavíkurflugvelli Allir velkomnir. Á fyrrum varnarsvæðinu eru ótal möguleikar sem nýst geta okkur Íslendingum til atvinnuuppbyggingar og sóknar. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, tekur á móti hópnum. Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar sýnir okkur fyrrum varnarsvæðið. Fararstjórar eru Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður og Guðfinna S. Bjarnadóttir frambjóðandi í Reykjavík ásamt fleiri frambjóðendum. Skráning í ferðina er í Valhöll í síma 515-1700 eða á kosningaskrifstofum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Boðið verður upp á ilmandi Knorr-súpu og brauð á öllum kosningaskrifstofum fyrir ferðina frá kl 11:00. Í ferðinni verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Lagt verður af stað með rútum kl. 13.00 frá eftirtöldum kosningaskrifstofum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. // Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7 Sími: 569-8133 // JL Húsinu, Hringbraut 119 Sími: 569-8181 // Grafarvogi, Hverafold 5 Sími: 569-8171 // Langholtsvegi 43 (f.v. hús Landsbankans) Sími: 569-8141 // Breiðholti, Álfabakka 14a (Mjódd) Sími: 569-8161 // Árbæ og Grafarholti, Hraunbæ 102B Sími: 567-4011 Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík bjóða til vorferðar næsta laugardag 28. apríl á varnarsvæðið Keflavíkurflugvelli. Frambjóðendur á staðnum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.