Fréttablaðið - 26.04.2007, Page 86

Fréttablaðið - 26.04.2007, Page 86
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Ég er yfirleitt á hraðferð á morgnana og skelli bara Kellogg‘s Special K í skál og undanrennu út á. Svo fæ ég mér eitt djúsglas og þá fer maður vel saddur út í daginn.“ „Honum hefur verið líkt við Pavarotti auk þess sem hann var kosinn kynþokkafyllsti karlmaður heims, tvisvar.“ Svona skrifar blaðamaðurinn Adam Moss hjá Manchest- er Evening News á vef blaðsins um tenór- inn Garðar Thor Cortes en Garðar heldur tónleika í borginni í maí. Það sem vekur kannski einna helst athygli er að Moss fullyrð- ir að Garðar hafi verið kjörinn kynþokkafyllst- ur allra karla í heim- inum, ekki bara einu sinni heldur tvisvar. „Þetta er ein- hver örlítill misskilningur þarna hjá blaðamanninum en sannleikurinn virðist oft týnast í bresku blöðunum,“ segir Einar Bárðar- son, umboðsmaður Garðars, en skrif- in bera þess glögg merki að bresku pressunni þykir mikið til Garðars koma. Garð- ar hefur reyndar borið titilinn kynþokka- fyllsti karlmaður Íslands en hlust- endur Rásar 2 og Létt FM töldu hann vel að þessum titli kom- inn fyrir tæpum tveimur árum síðan. Í nógu hefur verið að snúast hjá þeim Garðari og Einar þessa viku sem liðin er síðan platan kom út. Garðar verður gestur morgunsjónvarpsins This Morn- ing hjá ITV en talið er að rúmar fjórar milljónir manna horfi á þátt- inn. Þá hefur Garðari einnig verið boðið að koma fram sem sérstak- ur gestur á bresku klassísku verð- laununum sem haldin verða í næsta viku. Kynþokki Garðars stórlega ýktur Nýlega skrifaði menntamálaráðu- neytið undir tímamótasamning við kvikmyndaleikstjórann Frið- rik Þór Friðriksson um sýningar- rétt á kvikmyndum hans í íslensk- um skólum næstu fimmtán árin. Samningurinn nær til allra kvik- mynda Friðriks og fær leikstjórinn greiddar tvær milljónir á ári, eða þrjátíu milljónir alls. Kvikmyndir Friðriks hafa undanfarin ár verið sýndar í íslenskum skólum enda hefur leikstjórinn enda fangað margar af þeim bókum sem kennd- ar eru í íslenskum grunnskólum. Fer þar Englar alheimsins fremst í flokki en bók Einars Márs Guð- mundssonar hefur um árabil verið lesin af nemendum tíunda bekkjar í grunnskóla. „Mér líst bara vel á þennan samning, myndirnar mínar hafa reyndar verið sýndar í skól- um ólöglega og það er gott að nú skuli þær vera sýndar löglegar,“ sagði Friðrik Þór við Fréttablaðið en hann er nú staddur í Hollywood þar sem hann vinnur að gerð heim- ildarmyndar um einhverfu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra upplýsir að kennarar hafi verið að leita eftir þessu efni og því hafi ríkið komið til móts við þær þarfir með því að tryggja sér þessi réttindi. „Við höfum ekki verið að borga fyrir sýningar á Englum alheimsins og þessi samningur er fyrsta skrefið í því að við nýtum íslenskar kvik- myndir í skólakerfinu,“ segir Þor- gerður Katrín. Áður hafa verið gerðir sambærilegir samningar við leikstjóra á borð við Hrafn Gunnlaugsson, Guðnýju Halldórsdóttur og Þorstein Jónsson en þeir samning- ar náðu yfir einstök verk. „Allt skólakerfið getur nú nýtt sér þessar myndir; leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og háskól- ar,“ útskýrir Þorgerður og telur að helsta gagn- rýnin sem muni koma fram verði sú að ríkið sé að greiða of lítið fyrir þennan samn- ing. Samningurinn felur einnig í sér að Friðrik Þór skuld- bindur sig til að heimsækja þá skóla sem óska eftir því og þá til að ræða verkin sín. „Kvikmyndir eru orðnar að tungumáli nútímans og þegar okkur bauðst þeta tækifæri til að gera smaning til fimmtán ára við einn fremsta leikstjóra lands- ins gripum við það,“ segir Þor- gerður. Hún telur nokkuð ljóst að þessi samningur sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum, líklegt sé að sambærilegir samningar verði gerðir við aðra íslenska leik- stjóra og þetta sé ein af þeim leiðum til að færa íslenska kvikmyndagerð meira inn í skólann. „Góðir hlutir gerast hægt en hvert skref er mikilvægt,“ segir hún. Illugi Eysteinsson, myndlistar- maður og arkitekt, tekur þátt í verkefni í London um helgina sem ber heitið Eat London. Á laugar- daginn gefst almenningi sem sagt tækifæri á að borða eftirlíking- ar, úr mat, af byggingum í miðbæ borgarinnar. „Þetta eru fjórtán hópar og alls um tvö hundruð og fimmtíu manns sem taka þátt í þessu. Svo erum við sex verkstjórar,“ út- skýrði Illugi. Hver hópur hefur fengið úthlutað ákveðnum hluta af miðborg Lundúna sem hann á að endurskapa á fjögurra fer- metra borði. Þegar allir hóparnir koma saman á laugardag verður heildarstærðin um 60 fermetrar. Hóparnir sækja síðan í mis- munandi matarhefðir til að baka og byggja úr. „Ég er að vinna með kúrdískum konum, þannig að á borðinu verður tyrkneskur og kúrdískur matur. Við erum til dæmis að gera St. Paul og Barbi- can, Museum of London og Bank of England,“ sagði Illugi. Hinn hópurinn hans á hins vegar að endurgera Hyde Park, Mayfair og Belgravia, og verða þessir staðir myndaðir með hjálp samloka, grænna bauna og hrís- grjóna. „Göngustígarnir í görðunum eru gerðir úr kúskús,“ sagði Ill- ugi. Illugi segir undirbúningstím- ann og verkefnið allt hafa verið stórskemmtilegt. „Þetta er búið að vera alveg magnað,“ sagði hann. Forvitnir geta haft sam- band við Illuga á konstrukt@ tiscali.co.uk. Gerir eftirmynd af London til að borða FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.