Fréttablaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 24
hagur heimilanna
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, félags-
ráðgjafarnemi og matgæðingur, lumar
á ýmsum ráðum í eldhúsinu.
Stóðst ekki hælaskó með spennu
Álagning olíufélaganna
á eldsneyti er með allra
minnsta móti þessa dagana
og hefur aldrei verið jafn
lág síðustu tólf mánuði og
hún er nú þó að heimsmark-
aðsverð á eldsneyti hafi
farið hækkandi. Álagning
á bensíni hefur lækkað en
álagning á dísilolíu hefur
hækkað. Þetta er mat
Runólfs Ólafssonar, fram-
kvæmdastjóra FÍB.
Álagning olíufélaganna síðustu
vikurnar hefur verið rétt rúmar
20 krónur á lítrann en var 25 krón-
ur í janúar. Í haust fór álagningin
hæst í 29 krónur í september. Run-
ólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri
Félags íslenskra bifreiðaeigenda
(FÍB), segir að töluverðar verð-
hækkanir hafi átt sér stað á elds-
neyti erlendis síðustu vikur en
verðið hafi ekki hækkað í sam-
ræmi við það hér á landi. Hann
telur þetta benda til þess að verð-
samkeppni sé virkari þessa
dagana.
FÍB fylgist grannt með elds-
neytisverði á Rotterdammarkaði
og uppreiknar innkaupsverð á
bensíni og dísilolíu yfir í lítra og
íslenskar krónur á hverjum virk-
um degi. Útreikningarnir sýna að
heimsmarkaðsverð á bensíni hefur
farið hækkandi frá því um áramót
og sama gildir um heimsmarkaðs-
verð á olíu. Olían hefur þó ekki
hækkað jafn skarpt í verði og
bensínið. Enn er töluvert í að verð-
ið verði jafnt hátt og í júlí 2006.
Runólfur telur að Atlantsolía
hafi bætt við sig markaðshlut-
deild, það megi sjá á innflutnings-
tölum hjá Hagstofunni, og hafi
áhrif á markaðinn. Einnig hafi
áhrif þær fjárfestingar sem hafi
átt sér stað undanfarið kringum
nafnabreytingar og ímyndar-
breytingar hjá N1 sem áður hét
Esso.
„Við sjáum samkeppnina í bens-
íninu en þessu er öfugt farið í
olíunni. Þróunin frá því í janúar
sýnir að álagning á bensíni hefur
lækkað en álagning á dísilolíu
hefur farið hækkandi síðustu tvo
mánuði,“ segir hann og veltir upp
þeirri spurningu hvort verið sé að
einhverju leyti að jafna út lægri
álagningu á bensíni með hærri
álagningu á dísilolíu.
„Aukin sala hefur verið á dísil-
bílum og því aukin notkun.
Kannski er líka harðari samkeppni
um bensínkúnnana á sjálfsaf-
greiðslustöðvum. Stærri við-
skiptavinir fá afslætti en að öðru
leyti er kannski verið að mæta
þróuninni með því að taka stærra
hlutfall af álagningu inn á olí-
unni,“ segir hann.
Lág álagning á bensíni
en hækkandi á olíu
Ný verðskrá Póstsins tók gildi 1. maí síðastliðinn.
Ekki er um stórtækar breytingar að ræða en í nokkr-
um verðflokkum hækkar verð um nokkrar krónur, á
það einkum við um bréfapóst til útlanda, pakkasend-
ingar og ábyrgðarbréf.
Verð á almennum pósti innanlands stendur í stað
en sendingarkostnaður fyrir rúmfrekan póst hækkar.
Þannig kostaði áður 455 krónur að senda rúmfrekt
1.000 gramma bréf en í dag er það 20 krónum dýr-
ara.
Verð á pakkasendingum innanlands hefur hækkað
í öllum þyngdarflokkum og á öllum gjaldsvæðum. Í
dag kostar til að mynda 1.655 krónur að senda 20
kílóa pakka frá Reykjavík til Akureyrar en áður kost-
aði það 1.590 krónur.
Sendingarkostnaður allra bréfa sem fara til útlanda
hefur hækkað. Almennt bréf til Evrópu sem áður
kostaði 75 krónur að senda með A-pósti kostar nú 80
krónur. Þá kostar núna 1.700 krónur að senda bréf
sem vegur 800 grömm til Bandaríkjanna með A-pósti
en verð fyrir slíkt bréf var áður 1.575 krónur.
Hægt er að nálgast nýju verðskrána á heimasíðu
Póstsins, postur.is.
Dýrara að senda pakka