Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2007, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 03.05.2007, Qupperneq 24
hagur heimilanna Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, félags- ráðgjafarnemi og matgæðingur, lumar á ýmsum ráðum í eldhúsinu. Stóðst ekki hælaskó með spennu Álagning olíufélaganna á eldsneyti er með allra minnsta móti þessa dagana og hefur aldrei verið jafn lág síðustu tólf mánuði og hún er nú þó að heimsmark- aðsverð á eldsneyti hafi farið hækkandi. Álagning á bensíni hefur lækkað en álagning á dísilolíu hefur hækkað. Þetta er mat Runólfs Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra FÍB. Álagning olíufélaganna síðustu vikurnar hefur verið rétt rúmar 20 krónur á lítrann en var 25 krón- ur í janúar. Í haust fór álagningin hæst í 29 krónur í september. Run- ólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir að töluverðar verð- hækkanir hafi átt sér stað á elds- neyti erlendis síðustu vikur en verðið hafi ekki hækkað í sam- ræmi við það hér á landi. Hann telur þetta benda til þess að verð- samkeppni sé virkari þessa dagana. FÍB fylgist grannt með elds- neytisverði á Rotterdammarkaði og uppreiknar innkaupsverð á bensíni og dísilolíu yfir í lítra og íslenskar krónur á hverjum virk- um degi. Útreikningarnir sýna að heimsmarkaðsverð á bensíni hefur farið hækkandi frá því um áramót og sama gildir um heimsmarkaðs- verð á olíu. Olían hefur þó ekki hækkað jafn skarpt í verði og bensínið. Enn er töluvert í að verð- ið verði jafnt hátt og í júlí 2006. Runólfur telur að Atlantsolía hafi bætt við sig markaðshlut- deild, það megi sjá á innflutnings- tölum hjá Hagstofunni, og hafi áhrif á markaðinn. Einnig hafi áhrif þær fjárfestingar sem hafi átt sér stað undanfarið kringum nafnabreytingar og ímyndar- breytingar hjá N1 sem áður hét Esso. „Við sjáum samkeppnina í bens- íninu en þessu er öfugt farið í olíunni. Þróunin frá því í janúar sýnir að álagning á bensíni hefur lækkað en álagning á dísilolíu hefur farið hækkandi síðustu tvo mánuði,“ segir hann og veltir upp þeirri spurningu hvort verið sé að einhverju leyti að jafna út lægri álagningu á bensíni með hærri álagningu á dísilolíu. „Aukin sala hefur verið á dísil- bílum og því aukin notkun. Kannski er líka harðari samkeppni um bensínkúnnana á sjálfsaf- greiðslustöðvum. Stærri við- skiptavinir fá afslætti en að öðru leyti er kannski verið að mæta þróuninni með því að taka stærra hlutfall af álagningu inn á olí- unni,“ segir hann. Lág álagning á bensíni en hækkandi á olíu Ný verðskrá Póstsins tók gildi 1. maí síðastliðinn. Ekki er um stórtækar breytingar að ræða en í nokkr- um verðflokkum hækkar verð um nokkrar krónur, á það einkum við um bréfapóst til útlanda, pakkasend- ingar og ábyrgðarbréf. Verð á almennum pósti innanlands stendur í stað en sendingarkostnaður fyrir rúmfrekan póst hækkar. Þannig kostaði áður 455 krónur að senda rúmfrekt 1.000 gramma bréf en í dag er það 20 krónum dýr- ara. Verð á pakkasendingum innanlands hefur hækkað í öllum þyngdarflokkum og á öllum gjaldsvæðum. Í dag kostar til að mynda 1.655 krónur að senda 20 kílóa pakka frá Reykjavík til Akureyrar en áður kost- aði það 1.590 krónur. Sendingarkostnaður allra bréfa sem fara til útlanda hefur hækkað. Almennt bréf til Evrópu sem áður kostaði 75 krónur að senda með A-pósti kostar nú 80 krónur. Þá kostar núna 1.700 krónur að senda bréf sem vegur 800 grömm til Bandaríkjanna með A-pósti en verð fyrir slíkt bréf var áður 1.575 krónur. Hægt er að nálgast nýju verðskrána á heimasíðu Póstsins, postur.is. Dýrara að senda pakka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.