Fréttablaðið - 09.05.2007, Síða 4

Fréttablaðið - 09.05.2007, Síða 4
Dómsmálaráðuneytið auglýsti ólöglega eftir umsókn- um um embætti aðstoðarríkis- lögreglustjóra. Auglýst var eftir „starfsmanni með embættispróf í lögfræði, reynslu af störfum innan réttar- og refsivörslukerf- isins og þekkingu á starfsmanna- málum lögreglunnar“. Í lögreglulögum kemur fram að allir þeir sem hafi „lokið námi frá Lögregluskóla ríkisins svo og stjórnunarnámi eða öðru sam- bærilegu námi“ geti gegnt stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra. Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, segir auglýsing- una ekki hafa uppfyllt skilyrði samkvæmt lögum. „Í auglýsing- unni hefði átt að taka fram öll skilyrðin sem fram koma í lögun- um. Hafi það ekki verið gert, eins og útlit er fyrir, er auglýs- ingin ekki í samræmi við lög.“ Auglýsingin birtist aðeins í vefútgáfu Lögbirtingablaðsins. Blaðið kom út á pappírsformi sama dag og umsóknarfrestur- inn rann út. Páll Winkel, nýskip- aður yfirmaður stjórnsýslusviðs hjá ríkislögreglustjóra, var sá eini sem sótti um starfið. Páll er sonur Guðnýjar Jónsdóttur, rit- ara Björns Bjarnasonar í dóms- málaráðuneytinu. Björn þvertók fyrir að Páll fengi fyrirgreiðslu af einhverju tagi vegna þeirra tengsla. Björn segir það blasa við að umsækjandinn þurfi að hafa lög- fræðimenntun til þess að geta gegnt fyrrnefndu starfi. „Væru verkefnin þess eðlis að þau féllu að manni með lögreglumenntun eða reynslu hefði verið óskað eftir manni með þá menntun.“ Auglýst starf er annað tveggja embætta aðstoðarríkislögreglu- stjóra en Sigríður Björk Guð- jónsdóttir gegnir hinu. Björn svaraði ekki skýrt spurningum sem beint var til hans, um hvort auglýsingin samræmdist lögfest- um skilyrðum í lögum. Steinar Adolfsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, segir það vera skýrt í lögunum að lögreglumenn eigi þess kost að sækjast eftir og gegna embætti aðstoðarríkislög- reglustjóra. „Samkvæmt lögun- um, og nýlegum breytingum sem hafa komið til framkvæmda, er það alveg skýrt að lögreglumenn geta gegnt stöðu aðstoðarríkislög- reglustjóra, líkt og stöðu aðstoðar- lögreglustjóra. Að því leytinu til snertir þetta lögreglustéttina í heild.“ Landssambandið ætlar að skoða málið enn frekar. Auglýsingin fór gegn skilyrðum laganna Auglýsing dómsmálaráðuneytisins eftir umsóknum um stöðu aðstoðarríkis- lögreglustjóra var ekki í samræmi við lög, segir Sigurður Líndal. Blasir við að umsækjandi þurfi lögfræðimenntun, segir Björn Bjarnason. „Í auglýsingunni hefði átt að taka fram öll skil- yrðin sem fram koma í lögunum. Hafi það ekki verið gert, eins og útlit er fyrir, þá er auglýsingin ekki í samræmi við lög.“ Hagnaður Actavis á fyrsta ársfjórðungi nam 27 milljónum evra, sem jafngildir um 2,3 milljörð- um íslenskra króna. Félagið birti fjórðungs- uppgjör sitt eftir lokun markaða í gær. Hagnaðurinn er heldur undir væntingum greiningar- deilda bank- anna, en meðalspá þeirra hljóðaði upp á 28,9 milljónir evra. Tekjur Actavis á fyrsta ársfjórðungi jukust um 11,9 prósent milli ára og námu 382,7 milljónum evra, yfir 33 milljörð- um króna, og eru það mestu tekjur á fjórðungi í sögu félagins. Félagið segir undirliggjandi vöxtu (án fyrirtækjakaupa og gengisáhrifa) vera 8,3 prósent milli ára og skýrast af góðum árangri í Bretlandi, Þýskalandi og Rússlandi. Besti fjórðung- ur frá upphafi Karlmaður á þrítugsaldri liggur þungt haldinn á gjörgæslu- deild eftir umferðarslys í Njarð- vík á sunnudagskvöld. Maðurinn gekkst undir aðgerð aðfaranótt mánudags. Að sögn læknis á gjörgæsludeild er hann í öndunar- vél og ástand hans mjög alvarlegt. Bíl var ekið í veg fyrir vélhjól sem maðurinn ók og nauðhemlaði hann þá til að afstýra árekstri. Við það missti hann stjórn á hjólinu og féll harkalega í götuna. Hann missti strax meðvitund við höggið og var fluttur á Landspít- alann í Fossvogi. Ekki liggur fyrir hvort um hraðakstur var að ræða. Í öndunarvél eftir bifhjólaslys Saksóknarar rússneska hersins hafa hafið rannsókn á dauða ungs hermanns, sem grunur leikur á um að hafi verið misþyrmt af félögum sínum í hernum. Frá þessu greindu talsmenn hersins í Sankti Pétursborg í gær. Verið er að rannsaka ásakanir um að hermaðurinn, Sergei Zavayalov liðþjálfi, sem dó á sjúkrahúsi um helgina, hafi sætt lífshættulegum barsmíðum. Ofbeldi gegn nýliðum hefur verið landlægt í rússneska hernum, en það hefur gert herþjónustu mjög óvinsæla. Meintar mis- þyrmingar Slökkvilið af tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Alþingishúsinu á tíunda tímanum í gærmorgun vegna gruns um að eldur væri kominn upp í húsinu. Vaktmaður í húsinu tilkynnti slökkviliði að hann hefði fundið lykt af reyk og eldvarnarkerfi hefði farið í gang. Þegar slökkvilið kom á vettvang kom í ljós að enginn eldur var laus í húsinu. Iðnaðar- menn sem unnu að viðgerðum á þaki hússins höfðu verið að bræða saman pappa sem notaður er í þakið. Reykurinn hafði borist inn um glugga og komið kerfinu af stað. Þakviðgerðir ræstu eldvarnir Kjósendur á kjörskrá vegna alþingiskosn- inganna á laugardag eru 221.368 og hefur þeim fjölgað um rúmlega tíu þúsund frá kosningunum fyrir fjórum árum. 570 fleiri konur eru á kjörskrá en karlar. Flestir kjósendur eru í Suðvesturkjördæmi, rúmlega 54 þúsund, en fæstir í Norðvesturkjör- dæmi, rúmlega 21 þúsund. Flestir kjósendur eru að baki hverju þingsæti í Suðvesturkjördæmi, rúmlega 4.500, en fæstir í Norðvesturkjördæmi, rúmlega 2.300. Í síðustu kosningum greiddu 185.392 atkvæði; tæp 88 prósent þeirra sem voru á kjörskrá. Kjósendur með lögheimili erlendis eru tæplega 8.800, fjögur prósent kjósendatölunnar. Rúmlega sautján þúsund fá, vegna aldurs, að kjósa nú í fyrsta sinn til Alþingis. Karl og kona, bæði á þrítugsaldri, hafa verið ákærð fyrir að hafa rúmlega hálft kíló af hassi í bíl sínum. Málið er höfðað fyrir Héraðs- dómi Norðurlands eystra. Lögreglan stöðvaði bifreið skötuhjúanna á föstudagskvöldi í febrúar við býlið Krossastaði í Hörgárbyggð. Við leit í bifreið- inni fundust tæp 670 grömm af hassi sem fólkið hafði flutt með sér frá Reykjavík. Með hálft kíló af hassi í bíl

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.