Fréttablaðið - 09.05.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 09.05.2007, Qupperneq 8
Meðal dagskráratriða í dag, 9. maí: Bókasafn Kópavogs kl. 10–20. Sýning á óskráðum ljósmyndum af börnum og ungmennum í Kópavogi í eigu Héraðsskjalasafnsins. Gerðarsafn kl. 11–17. Sýning á myndum eftir Barböru og Magnús Á Árnason og glergluggum Gerðar Helgadóttur. Leikskólinn Álfaheiði kl. 13. Lífsmennt – kynning á námsefninu. Salurinn kl. 18. Voruppskera Tónlistarskóla Kópavogs. Myndlistarsýningar • leiksýningar • kvikmyndasýning. Kynnið ykkur dagskrána nánar á kopavogur.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 1 3 1 NÝJUNG Í BANKA VIÐSKIPTUM Ian Paisley, leiðtogi sambandssinna sem varði áratugum af ævi sinni í baráttu gegn samvinnu við kaþólska minni- hlutann á Norður-Írlandi, var í gær kjörinn til að fara fyrir nýrri heimastjórn og deila þar völdum með fyrrverandi fjendum sínum í Sinn Fein, flokki lýðveldissinna. Paisley, sem er leiðtogi Lýðræð- isflokks sambandssinna, DUP, og Martin McGuinness, sem lengi var einn helsti forsprakki Írska lýð- veldishersins, voru kjörnir mótat- kvæðalaust til að fara fyrir tólf manna samstjórn hinna fyrrum fénda. Markar það mikil tímamót í sögu Norður-Írlands, eftir áratuga- langt borgarastríð og pólitíska pattstöðu. Um 3.700 manns liggja í valnum eftir borgarastríðið. Paisley, sem er 81 árs að aldri, sór eið þar sem hann meðal ann- ars hét því að eiga samstarf við kaþólska og ríkisstjórn Írlands, en hvoru tveggja hefði hinn rót- tæki mótmælendaprestur lengi lýst sem uppgjöf og svikum. Þá sór McGuinness, næstæðsti maður Sinn Fein, eið sem næst- ráðandi í heimastjórninni. McGu- inness þurfti í eiðstaf sínum einn- ig að heita stuðningi við norður-írsku lögregluna og dóms- kerfi Bretlands, en hvort tveggja kom í áratugi ekki til greina fyrir Sinn Fein. Í kjölfarið sóru hinir ráðherr- arnir tíu sína eiða, en ráðherra- stólum er ráðstafað í samræmi við þingstyrk flokkanna. DPU- flokkur Paisleys fékk fimm, Sinn Fein fjóra, flokkur hófsamra sam- bandssinna í UUP tvo og hófsamir kaþólskir í Jafnaðar- og verka- mannaflokknum einn. Þá héldu þeir hver á eftir öðrum ræður á tröppum Stormont-kast- ala, aðseturs norður-írska þings- ins, Paisley, McGuinness og for- sætisráðherrar Bretlands og Írlands, Tony Blair og Bertie Ahern. Blair, sem fastlega er búist við að muni síðar í vikunni tilkynna um afsögn sína úr embætti, sagði að Írland hefði mátt þola „aldir markaðar af átökum, harðræði og hatri“. Hann sagði að samstjórnin í Belfast byði upp á tækifæri til að „losna loksins úr þessum fjötrum sögunnar“. Samstjórn tekin við á Norður-Írlandi Hinn 81 árs gamli mótmælendaprestur Ian Paisley tók í gær við forystu í nýrri heimastjórn Norður-Írlands, þar sem hann og samherjar deila völdum með fyrr- um fjendum sínum í Sinn Fein, sem var pólitískur armur Írska lýðveldishersins. Von er á fimm leið- söguhundum fyrir blinda til lands- ins á fyrri hluta næsta árs. Hund- arnir eru keyptir í Noregi þar sem þeir, og væntanlegir notendur, hljóta þjálfun. Kaup og þjálfun kosta 25 milljón- ir króna og leggur heilbrigðisráðu- neytið sautján milljónir til verkefn- isins en Blindrafélagið átta. Samningur þess efnis var undirrit- aður í gær. Friðgeir Jóhannesson hefur í átta ár notið hjálpar leiðsöguhundsins Erró og segir hana ómetanlega. Erró á skammt eftir ólifað þar sem hann er haldinn gigt í öxlum og fær Friðgeir því einn nýju norsku hund- anna, enda getur hann ekki hugsað sér að vera án hunds. Við undirritun samningsins í gær rifjaði Siv Friðleifsdóttir heilbrigð- isráðherra, sem sjálf á hundana Kórak og Tinnu, upp fræga mynd sem tekin var af Erró fyrir nokkr- um árum. Var hann með hausinn undir pilsi Ingibjargar Pálmadótt- ur, þáverandi heilbrigðisráðherra. Siv klæddist buxum í gær. Erró er með gigt í öxlum Það kemur sér illa fyrir neytendur að N1 birti ekki upplýs- ingar um eldsneytisverð á vef sínum, að mati Þuríðar Hjartar- dóttur, framkvæmdastjóra Neyt- endasamtakana. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur stjórn N1, sem varð til við sameiningu Bílanausts, Olíufé- lagsins og fleiri fyrirtækja, ákveðið að birta ekki eldsneytisverð á vef sínum. Öll önnur fyrirtæki sem selja eldsneyti birta sínar verðskrár á netinu, og raunar gerði Olíufélagið það líka fram að sameiningunni. „Þetta er lélegri þjónusta, það er einfalt mál. Þetta takmarkar þær leiðir sem neytendur geta notað til að afla sér upplýsinga,“ segir Þuríður. „Það ætti að vera mjög einfalt fyrir fyrirtæki eins og N1 að birta nýja gjaldskrá á heimasíðunni. Ég skil ekki af hverju þeir gera það ekki, nema þeir vilji að neytendur þurfi að hafa fyrir því að bera saman verðið,“ segir Þuríður. Hún segir netið sífellt verða vin- sælli leið til að afla upplýsinga, og margir beri saman verð áður en þeir kaupi eldsneyti. Ef N1 kjósi að birta ekki verðið á vef sínum geti fyrirtækið verið að missa af viðskiptum við þann hóp.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.