Fréttablaðið - 09.05.2007, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 09.05.2007, Qupperneq 10
 Bobby Fischer er ósáttur við handrit og uppbyggingu heimildarmyndar um hann sjálfan og Sæmund Pálsson, Sæma rokk. Friðrik Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður hefur óskað eftir fundi til að fá skýringar á yfirlýsingu stuðningshóps Fischers. Stuðningshópurinn sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem vakin er athygli á ósætti Fischers við þá sem standa að heimildarmyndinni. Þar segir að handrit og uppbygging myndarinnar séu í ósam- ræmi við það sem rætt hafi verið um í upphafi, og brögð séu í tafli. Því væri það í óþökk Fischers ef innlendir eða erlendir aðilar styddu fjárhagslega við gerð myndarinnar eða tækju hana til sýninga. Fram kemur í yfirlýsingu hópsins að Fischer hafi aldrei undirritað samning eða leyfi fyrir umræddri heimildarmynd og því sé öll notkun á efni sem tekið hafi verið upp og snerti hans persónu óheimil án hans samþykkis. „Ég hef ekki verið með nein brögð í tafli heldur hef unnið þetta á einlægum og heiðarlegum nótum,“ segir Friðrik Guðmundsson, sem unnið hefur að heimildarmyndinni frá árinu 2005. Hann segir að handritið að myndinni sé aðeins til í höfðinu á sér, og því hafi Fischer ekki séð handritið sem hann segist þó ósáttur við. Friðrik óskaði í gær eftir fundi með formanni stjórnar stuðningshópsins til að fá skýringar á því sem fram kemur í tilkynn- ingu hópsins. Notkun á efni sögð óheimil Fertugur norskur ríkisborgari, sem upprunalega er frá Bosníu-Herzegovínu, var í gær handtekinn grunaður um stríðsglæpi í heimalandi sínu á árinu 1992. Norska lögreglan greindi frá þessu. Þetta er önnur handtakan á meintum stríðsglæpamanni í Noregi á hálfum mánuði. Sá sem handtekinn var í gær kom til Noregs ásamt fjölskyldu sinni árið 1993 og hlaut ríkisborg- ararétt árið 2001. Hann er grunaður um að hafa átt aðild að stríðsglæpum gegn Bosníu- Serbum á tímabilinu maí til september 1992. Önnur hand- taka í Noregi Ráðherrar í ríkis- stjórn Eistlands lögðu í gær, í tilefni af 62 ára afmæli stríðsloka í Evrópu, blómsveiga við „brons- hermanninn“ svonefnda, umdeilda styttu af sovéskum hermanni sem flutt var frá torgi í miðborg Tallinn inn í hermanna- grafreit í borginni. Stjórnin batt vonir við að athöfnin gæti markað upphafið að sáttum milli Eista og rússnesku- mælandi minnihlutans í landinu, tíu dögum eftir að til óeirða kom vegna flutnings styttunnar. Rússar álíta flutninginn móðgun við minningu hermann- anna sem sigruðu heri Hitlers, en Eistar álíta styttuna frekar tákn um hálfrar aldar sovéskt hernám og ok Moskvuvaldsins. Blóm við brons- hermanninn Marel Food Systems hagnaðist um eina milljón evra, tæpar 87 milljónir króna, á fyrsta ársfjórðungi. Félagið hefur tekið stakkaskiptum á undanförnu ári í kjölfar kaupa á AEW Delford og Scanvægt og gengur samlögun félaganna eftir áætlun. Þannig jókst velta Marels um 123 prósent á milli ára og var 72,2 milljónir evra, um 6,3 milljarðar króna. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) var um 3,2 milljónir evra (278 milljónir), eða um 4,5 prósent af sölu. Töluverð- ur kostnaður féll vegna fjárfest- inga Marels í fyrrgreindum félögum en stjórnendur reikna með að einsskiptiskostnaður verði lægri en áður var talið. Fyrirfram höfðu greiningar- deildir reiknað með tapi félagsins á fjórðungnum, upp á eina milljón evra að meðaltali. Velta félagsins tvöfaldaðist Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já, afhenti Magnúsi Jóhannes- syni, formanni Skógræktarfé- lags Íslands, fyrsta eintakið af Símaskránni 2007 í gær. Síma- skráin er í fyrsta sinn með nor- ræna umhverfismerkinu Svan- inum. „Við erum mjög ánægð með nýju símaskrána og stolt af því að fá þennan gæðastimpil. Svanurinn er þekktasta umhverf- ismerkið á Norðurlöndunum og þýðir að við uppfyllum strangar kröfur um gæði og takmörkuð áhrif á umhverfið með útgáf- unni,“ segir Sigríður Margrét og bætir við að í ár hafi verið prent- uð 230 þúsund eintök, eins og í fyrra. Samkvæmt könnun sem Já lét gera hjá Capacent Gallup um notkun á Símaskránni nota um níutíu prósent Íslendinga skrána. „Við sjáum þá þróun hérna heima og á hinum Norður- löndunum að þrátt fyrir betri þjónustu hjá upplýsingasíman- um 118 og á heimasíðu okkar reiðir mjög stór hópur sig ennþá á Símaskrána,“ segir Sigríður Margrét og bætir við að fyrir um tíu árum hafi menn spáð því að útgáfa símaskrár myndi líða undir lok vegna tilkomu netsins en reyndin sé önnur. Margir reiða sig á símaskrána Geti forseti ekki gegnt störfum vegna sjúkleika fer forsætisráðherra og forsetar Alþingis og Hæstaréttar með forsetavald. Rísi ágreiningur milli þeirra ræður meirihluti. Vegna læknisrannsókna sem Ólafur Ragnar Grímsson undir- gekkst í gær og fyrradag hafa vaknað spurningar um hver veiti umboð til stjórnarmyndunar að loknum kosningum – sé forseti ekki fær um það. Ekki er fjallað um stjórnar- myndun í stjórnarskránni en ríkisstjórn Íslands er mynduð í krafti þingræðisreglunnar og verður því að njóta stuðnings eða hlutleysis meirihluta þingsins. Forseti getur – og hefur – falið formönnum flokka að gera tilraun til stjórnarmyndunar, jafnan eftir samtöl við aðra formenn. Handhafar fara með forsetavald | Hefst 12.maí

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.