Fréttablaðið - 09.05.2007, Page 24
greinar@frettabladid.is
Góð menntun er undirstaða fjölbreyttrar atvinnu og öfl-
ugs samfélags. Íslendingar eiga
enn mörg verkefni óunnin í
menntun landsmanna. Þar skipt-
ir miklu að hugmyndir okkar
Vinstri–grænna um fjölbreytni
og menntun verði hafðar að leið-
arljósi. En hvaða tækifæri eru
framundan í íslenskum mennta-
málum?
Mörg mikilvæg verkefni eru
framundan á leikskólastigi. Það
er brýnt að mennta fleiri leik-
skólakennara og tryggja bætt
kjör allra þeirra sem starfa í leik-
skólunum, óháð menntun. Þá
teljum við forgangsverkefni að
koma á gjaldfrjálsum leikskóla
og tryggja þannig jöfn tækifæri
allra barna til að ganga í leik-
skóla.
Í leikskólum landsins er unnið
gott og fjölbreytt starf þar sem
hver leikskóli leitast við að rækta
sína sérstöðu. Grunnskólar lands-
ins geta svo sannarlega nýtt sér
aukið faglegt frelsi en hingað til
hefur starf þeirra verið nokkuð
fastbundið. Þess vegna viljum við
Vinstri–græn leggja niður sam-
ræmd próf í núverandi mynd. Í
staðinn væri hægt að taka upp
stöðluð próf að hætti Finna sem
ekki hafa jafn stýrandi áhrif á
skólastarfið. Miklu skiptir enn-
fremur að meta skólastarf út frá
breiðum grunni, ekki aðeins út
frá árangri í kjarnafögum heldur
einnig út frá félagslegu umhverfi,
framboði á listnámi, árangri í
verklegum greinum og fleiru.
Í framhaldsskólum landsins er
veittur mikilvægur grunnur fyrir
lífið og frekara nám. Mikilvægt
er að íslenskir framhaldsskól-
ar haldi áfram að veita nemend-
um sínum breiða menntun þannig
að þeir fái innihaldsríka kennslu í
móðurmáli sínu, raungreinum og
nokkrum tungumálum. Þá er lyk-
ilatriði að hver framhaldsskóli
fái að varðveita eða móta sér sér-
stöðu í námsframboði. Af þeim
sökum höfnum við Vinstri–græn
öllum hugmyndum um að skerða
nám til stúdentsprófs. Það má
ekki gengisfella þá menntun sem
hefur verið veitt á þessu stigi.
Hins vegar er vitaskuld einnig
mikilvægt að nemendur eigi fleiri
kosta völ en hefðbundið bóknám
að loknu grunnskólanámi. Það er
lykilatriði að efla verknám, sem
því miður var skorið niður á síð-
asta ári í fjárlögum. Til þess þarf
bæði hugarfarsbreytingu og pólit-
ískan vilja enda er verknám dýr-
ara en hefðbundið bóknám. Þá
höfum við tekið undir þær hug-
myndir sem settar hafa verið
fram um að breikka innihald
stúdentsprófs þannig að fólk geti
tekið stúdentspróf hvort sem er
af verknámsbraut, listnámsbraut
eða bóknámsbraut. Það merkir
ekki að allir skólar þurfi að sinna
öllum verkefnum en fjölbreytt-
ari valkostir gætu leitt til þess að
fleiri lykju stúdentsprófi og færri
hyrfu frá námi. Það er þekkt stað-
reynd að hér á landi hverfur um
þriðjungur frá námi í framhalds-
skóla, sem er fullkomlega óviðun-
andi hlutfall.
Það er lykilatriði að allir eigi
rétt á háskólanámi, ófatlaðir sem
og þeir sem glíma við fötlun. Fjöl-
mennt hefur staðið sig vel sem sí-
menntunarmiðstöð fyrir fatlað
fólk sem er yfir tvítugu en þar er
enn aðeins boðið upp á stök nám-
skeið, ekki fullt nám. Við Vinstri–
græn höfum lagt áherslu á að
breikka háskólastigið og lagt til
að tekið verði upp verknám á há-
skólastigi. Þetta mun verða til
þess að efla verknám á öllum
skólastigum og auka rannsóknir
og þróun í verklegum greinum.
Enn fremur skiptir miklu að
móta heildstæða stefnu um hefð-
bundið akademískt háskólanám.
Þar hefur nemendum fjölgað
mjög í ákveðnum fögum en önnur
fög, s.s. tilteknar greinar hugvís-
inda, raunvísinda og félagsvís-
inda, hafa setið eftir. Á þessum
sviðum er rannsóknavirkni mikil
og því slæmt ef þau verða horn-
reka innan háskólasamfélagsins.
Miklu skiptir að endurskoða þær
reglur sem hið opinbera fylgir við
úthlutun fjármuna til háskólanna
enda ljóst að greinar eru þar tald-
ar misverðmætar og það hefur
stýrt nokkuð framboði á náms-
fögum.
Að lokum skiptir miklu að rann-
sóknarfjármagn til háskóla verði
tryggt. Nýr samningur við Há-
skóla Íslands er ánægjuefni og
ljóst að við Vinstri–græn viljum
að Háskóli Íslands eflist og marki
sér sérstöðu í alþjóðlegu sam-
hengi. Hins vegar skiptir miklu
að skoða stöðu allra skóla á há-
skólastigi út frá rannsóknum og
nýsköpun. Samhliða því þarf að
efla samkeppnissjóðina og auka
hlutfallslegan þátt þeirra í rann-
sóknafjármagni. Úthlutunarregl-
ur þeirra þarf að skoða með það
að leiðarljósi að vísindamenn séu
ekki um of bundnir stofnunum.
Við viljum að sjálfstæðir vísinda-
menn verði mikilvægur hópur í
íslensku vísindalífi.
Við eigum tækifæri til að
hleypa að nýrri hugsun í mennta-
málum hinn 12. maí næstkom-
andi. Tækifæri til að hugsa
menntun Íslendinga út frá grunn-
hugmyndinni um fjölbreytni
og jöfnuð á öllum skólastigum.
Nýtum þetta tækifæri og sköpum
nýja tíma í íslenskri menntun.
Höfundur er varaformaður
Vinstri–grænna.
Tækifærið er núna
Eitt vinsælasta hugtak stjórnmála-baráttunnar síðustu dægrin er for-
gangsröðun; ný forgangsröðun, tiltek-
in mál í algjöran forgang, af því að þau
þola enga bið. Ég hef hlustað á enda-
lausar ræður stjórnarandstöðunn-
ar um þessi mál undanfarnar vikur og
greinarnar í blöðunum og orðræðan í
útvarps- og sjónvarpsþáttum er hlaðin þessu hug-
taki.
Hugtakið er í rauninni skýrt. Að setja mál í for-
gang þýðir einfaldlega að unnið sé að því af meiri
krafti en einhverju öðru. Gæði lífsins eru takmörk-
uð. Skattfé er ekki endalaust, því eru takmörk sett
hvað hægt er að kosta úr sameiginlegum sjóðum
almennings. Þegar eitt mál er því sett í forgang
hefur það áhrif á framvindu annars.
Þessi síðari þáttur málsins er vitaskuld
óskemmtilegri en hinn fyrri. Það er leiðinlegra að
segja kjósendum sínum að hægja þurfi á einhverju
af því að flýta beri öðru. Þá er til eitt heillaráð og
það er þetta: Að segja bara að allt eigi að hafa for-
gang, alltaf, alls staðar og fyrir alla. Þetta er ein-
mitt stefna stjórnarandstöðunnar og hún
hefur komið skýrt fram.
En þetta er engin stefnumótun. Þetta er
stefnuleysi. Þegar menn leggja af stað í
svona pólitíska skógarför munu þeir villast;
af því einfaldlega að þeir vita ekki hvert eigi
að halda. Það er eins og segir í frægu kvæði
Indriða G. Þorsteinssonar: Vegir liggja til
allra átta/ enginn ræður för. Það var sannar-
lega vel ort og á einstaklega vel við þegar við
förum yfir málflutning stjórnarandstöðunnar.
Í Norðvesturkjördæmi segja okkur fram-
bjóðendur stjórnarandstöðunnar að þeir vilji vegi
á Vestfjörðum í forgang, aflétta gjaldi í Hvalfjarð-
argöng, breikka þjóðveg 1, auka fjármagn í tengi-
vegi. Allt eru þetta forgangsmál. Svo vilja þeir líka
setja málefni aldraðra í forgang, einnig málefni
barna og ungmenna, skólamálin, leikskólamálin,
jöfnunaraðgerðir í byggðamálum. En ekki hækka
skatta og líka gæta aðhalds í ríkisfjármálum.
Þetta er stefnuleysi, ekki forgangsröðun. Þetta
er ekki pólitík heldur hentistefna. Þetta er ekki
trúverðugt, heldur ótrúverðugt. Á þetta er ekki
hægt að reiða sig og verður því hafnað 12. maí
næst komandi.
Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Allt í forgang alls staðar
A
ð standa í verulega umdeildum embættisfærslum á
lokaspretti kosningabaráttu er nokkuð sem maður
myndi ætla að ráðherrar vildu forðast í lengstu lög.
Heilbrigð skynsemi segir manni að slíkum verkefn-
um sé best að ljúka annað hvort vel fyrir kjördag, eða
ef sá kostur er ekki fyrir hendi að fela hreinlega næsta manni í
ráðherrastóli að leysa úr málunum.
Þessu viðhorfi er þó aldeilis ekki að heilsa hjá Birni Bjarna-
syni dómsmálaráðherra. Í síðustu viku fyrir kjördag hefur hann
valið að stilla málum svo upp að ekki er aðeins uppnám vegna
mögulegrar ráðherraskipunar í embætti aðstoðarríkislögreglu-
stjóra, heldur einnig vegna skipunar í embætti ríkissaksóknara.
Í Fréttablaðinu í dag segir Sigurður Líndal, fyrrverandi laga-
prófessor, að auglýsing dómsmálaráðuneytisins eftir umsóknum
um embætti aðstoðarríkislögreglustjóra hafi ekki uppfyllt laga-
skilyrði. Þá gerir Steinar Adolfsson, formaður Landssambands
lögreglumanna, alvarlegar athugasemdir við hvernig ráðuneyt-
ið hefur staðið að málinu.
Í tilfelli embættis ríkissaksóknara er svo komið að að minnsta
kosti einn umsækjandi um embættið hefur dregið umsókn sína
til baka þar sem hann hefur rökstuddan grun um að starfið hafi
fyrir fram verið ætlað einum umsækjenda og hann því aldrei átt
möguleika á að hreppa það.
Hvað ræður för dómsmálaráðherra er erfitt að segja til um.
En hvort sem það er forherðing eftir langa setu við völd, einfald-
ur dómgreindarskortur eða æðruleysi og sannfæring um að ekk-
ert sé rangt við þennan málatilbúnað er víst að flokkssystkini
ráðherrans í Sjálfstæðisflokknum kunna honum litlar þakkir
fyrir þetta innlegg í kosningabaráttuna.
Hvernig svo sem er í pottinn búið hefur Björn með þessum
embættisrekstri smíðað pólitískum andstæðingum sínum óvenju
þunga kylfu sem þeir geta notað til að láta höggin dynja á honum
og flokki hans næstu mikilvægu daga.
Það er þó fyrst og fremst vandamál Björns og flokksfélaga,
sem fólk getur harmað eða glaðst yfir eftir því hvar hjarta þess
slær. Hitt er mun verra að með embættisfærslum sínum er
Björn að sá óþarfa efasemdum um hlutleysi réttarkerfis lands-
ins. Í því samhengi skiptir engu máli hvort kosningar eru fram
undan eða ekki.
Undarlega mikið pukur virðist hafa verið viðhaft við birtingu
auglýsingar um starf aðstoðarríkislögreglustjóra, enda barst að-
eins ein umsókn. Þegar við bætast efasemdir um að auglýsingin
standist lög hlýtur dómsmálaráðuneytið að auglýsa embættið á
nýjan leik laust til umsóknar.
Öllu snúnari staða er uppi með embætti ríkissaksóknara. Í því
tilfelli hafa umsækjendur týnt tölunni vegna vissu um að um-
sóknarferlið sé sviðsetning. Dómsmálaráðherra er vandi á hönd-
um að leysa úr þeirri stöðu. Í því samhengi er brýnt að hann
hafi í huga að ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvaldsins
og æskilegt er að því starfi gegni óumdeildur einstaklingur sem
fullt traust er borið til.
Að smíða kylfu
fyrir mótherjana