Fréttablaðið - 09.05.2007, Page 33

Fréttablaðið - 09.05.2007, Page 33
Sumir telja að nú sé rétti tím-inn fyrir Iðnbyltingu á Íslandi. Rúmlega 150 ár eru síðan iðn- bylgingin hófst út í heimi. Meðal helstu tækni sem dreif áfram uppfinningar og framfarir þess tíma voru gufuafl, vefstólar, járn- brautalestir og færibandavinna. Þetta eru ekki lengur nýjung- ar og Iðnbyltingin gerir engan ríkan lengur. Neikvæð áhrif verk- smiðjuvæðingar eru mengun, at- vinnutengd dauðsföll, veikindi, atvinnuleysi, skammlífi, og vol- æði. Það er misskilningur að ætla sér að verksmiðjuvæða án slíkra afleiðinga. Í dag eru helstu vaxtamöguleik- arnir í atvinnuvegin- um tengdir upplýsing- um og tölvutækni. Ef við viljum horfa fram á við verðum við að setja hátækni í fyrir- rúm. Ekki skal ég segja hvort það sé skamm- sýni eða einstaklega óheppileg blanda af ósk- hyggju og fortíðarrómantík, en svo virðist sem sumir Íslending- ar telji það góða hugmynd að við komum upp umhverfi hér á landi sem líkir eftir skítugasta tíma- bili iðnbyltingarinnar, hráefna- vinnslu og tilheyrandi mengun, og færa Íslandsklukkuna þannig meira en 100 ár aftur í tíman. Þessir aðilar vilja ekki iðnað sem byggir á hönnun eða hugviti; upp- lýsingatækni eða fram- leiðslu afþreyingarefn- is – atvinnugreinar sem eru ört vaxandi í öllum nágranalöndunum. O, nei – þeir vilja frekar iðnað sem er á hraðri útleið í hinum vestræna heimi; iðnað sem krefst svo mikillar raf- orku að virkja þarf allar helstu náttúruperlur landsins; iðnað sem skapar minna en einu prósenti af vinnufæru fólki landsins atvinnu. Verksmiðjuvætt Ísland setur okkur ekki aðeins í samkeppni við vanþróaðri heimsálfur, sem jafn- vel til skamms tíma litið er von- laus barátta, heldur brýtur það þvert á þá hugmyndaauðgi lands- manna sem hefur sýnt sig á fjöl- mörgum sviðum, t.d. fjármála, stoðtækni og fiskvinnslutækni. Ef stutt væri betur við rannsókn- ir og þróun, til dæmis með tíföld- un fjárlaga í samkeppnissjóði, yrði það stórfengleg sjón: Ísland myndi festa sig í sessi sem hug- myndaríkt og framsýnt land sem tekur virkan þátt í að móta fram- tíð hins vestræna heims í tækni, menntun og listum. Við ættum möguleika á að komast í fremstu röð á sviðum sem eiga augljós- lega eftir að móta hátæknisamfé- lög framtíðarinnar. Nú er upplýsingaöld. Við eigum að skoða þá ótal möguleika sem skapandi tækni framtíðarinnar býður upp á. Það er 100 árum of seint að ætla að taka þátt í Iðnbylt- ingunni – hundrað ára gamlar iðn- byltingarhugmyndir knýja okkur til að einblína í baksýnisspegilinn. Það vita allir að þeir sem stara á hann lenda í árekstri, sérstaklega ef hratt er farið. Til að taka þátt í framtíðinni þurfum við að búa vel um fyrir hátæknifyrirtæki, laða besta fólkið að erlendis frá og setja okkur markmið í nýsköp- un sem taka mið af því hvert heim- urinn er að þróast. Svo einfalt er það. Höfundur er dósent og fyrrverandi verksmiðjustarfsmaður. Verksmiðjuvæðing: 150 árum of seint Nú er í fyrsta sinn í sögunni tækifæri fyrir Íslendinga að fá konu sem forsætisráðherra. Hingað til hafa karlar einok- að þessa æðstu valdastöðu í lýðræðissamfé- lagi okkar. Þessi kona er Ingibjörg Sól- rún Gísladótt- ir, formaður Samfylkingar- innar. Hún er afburða stjórnmálamaður bæði í framgöngu og málflutningi. Hún er jafnaðarmaður að hugsjón og lætur sig varða velferð og réttlæti í samfélaginu. Það er í valdi kjósenda nú að gera kosningarnar í vor sögulegar og gera konu, – reynda konu, fyrr- verandi borgarstjóra í Reykjavík – að fyrsta forsætisráðherra Ís- lands. Konu sem hefur látið verk- in tala þegar hún var í aðstöðu til að breyta. Til þess að stuðla að þeim sögu- legu tíðindum verður Samfylking- in að koma sterk út í kosningunum á laugardaginn, 12. maí. Hugsið ykkur hversu mikilvægt það er í jafnréttis- og kvennabar- áttunni að ungt fólk fái slíka fyrir- mynd, konu sem forsætisráðherra – frekar en að í forsætisráðuneyt- ið setjist einn karlinn enn að lokn- um kosningum. Kona í forsætisráðuneytinu hefði sambærileg áhrif og þegar Vigdís Finnbogadóttir var for- seti. Það hafði ótrúlega mikil áhrif á stöðu kvenna og viðhorf lands- manna til þess að konur standi jafnfætis körlum í forystuhlut- verkum. Höfundur er alþingismaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kjóstu fyrirmynd

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.