Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 33
Sumir telja að nú sé rétti tím-inn fyrir Iðnbyltingu á Íslandi. Rúmlega 150 ár eru síðan iðn- bylgingin hófst út í heimi. Meðal helstu tækni sem dreif áfram uppfinningar og framfarir þess tíma voru gufuafl, vefstólar, járn- brautalestir og færibandavinna. Þetta eru ekki lengur nýjung- ar og Iðnbyltingin gerir engan ríkan lengur. Neikvæð áhrif verk- smiðjuvæðingar eru mengun, at- vinnutengd dauðsföll, veikindi, atvinnuleysi, skammlífi, og vol- æði. Það er misskilningur að ætla sér að verksmiðjuvæða án slíkra afleiðinga. Í dag eru helstu vaxtamöguleik- arnir í atvinnuvegin- um tengdir upplýsing- um og tölvutækni. Ef við viljum horfa fram á við verðum við að setja hátækni í fyrir- rúm. Ekki skal ég segja hvort það sé skamm- sýni eða einstaklega óheppileg blanda af ósk- hyggju og fortíðarrómantík, en svo virðist sem sumir Íslending- ar telji það góða hugmynd að við komum upp umhverfi hér á landi sem líkir eftir skítugasta tíma- bili iðnbyltingarinnar, hráefna- vinnslu og tilheyrandi mengun, og færa Íslandsklukkuna þannig meira en 100 ár aftur í tíman. Þessir aðilar vilja ekki iðnað sem byggir á hönnun eða hugviti; upp- lýsingatækni eða fram- leiðslu afþreyingarefn- is – atvinnugreinar sem eru ört vaxandi í öllum nágranalöndunum. O, nei – þeir vilja frekar iðnað sem er á hraðri útleið í hinum vestræna heimi; iðnað sem krefst svo mikillar raf- orku að virkja þarf allar helstu náttúruperlur landsins; iðnað sem skapar minna en einu prósenti af vinnufæru fólki landsins atvinnu. Verksmiðjuvætt Ísland setur okkur ekki aðeins í samkeppni við vanþróaðri heimsálfur, sem jafn- vel til skamms tíma litið er von- laus barátta, heldur brýtur það þvert á þá hugmyndaauðgi lands- manna sem hefur sýnt sig á fjöl- mörgum sviðum, t.d. fjármála, stoðtækni og fiskvinnslutækni. Ef stutt væri betur við rannsókn- ir og þróun, til dæmis með tíföld- un fjárlaga í samkeppnissjóði, yrði það stórfengleg sjón: Ísland myndi festa sig í sessi sem hug- myndaríkt og framsýnt land sem tekur virkan þátt í að móta fram- tíð hins vestræna heims í tækni, menntun og listum. Við ættum möguleika á að komast í fremstu röð á sviðum sem eiga augljós- lega eftir að móta hátæknisamfé- lög framtíðarinnar. Nú er upplýsingaöld. Við eigum að skoða þá ótal möguleika sem skapandi tækni framtíðarinnar býður upp á. Það er 100 árum of seint að ætla að taka þátt í Iðnbylt- ingunni – hundrað ára gamlar iðn- byltingarhugmyndir knýja okkur til að einblína í baksýnisspegilinn. Það vita allir að þeir sem stara á hann lenda í árekstri, sérstaklega ef hratt er farið. Til að taka þátt í framtíðinni þurfum við að búa vel um fyrir hátæknifyrirtæki, laða besta fólkið að erlendis frá og setja okkur markmið í nýsköp- un sem taka mið af því hvert heim- urinn er að þróast. Svo einfalt er það. Höfundur er dósent og fyrrverandi verksmiðjustarfsmaður. Verksmiðjuvæðing: 150 árum of seint Nú er í fyrsta sinn í sögunni tækifæri fyrir Íslendinga að fá konu sem forsætisráðherra. Hingað til hafa karlar einok- að þessa æðstu valdastöðu í lýðræðissamfé- lagi okkar. Þessi kona er Ingibjörg Sól- rún Gísladótt- ir, formaður Samfylkingar- innar. Hún er afburða stjórnmálamaður bæði í framgöngu og málflutningi. Hún er jafnaðarmaður að hugsjón og lætur sig varða velferð og réttlæti í samfélaginu. Það er í valdi kjósenda nú að gera kosningarnar í vor sögulegar og gera konu, – reynda konu, fyrr- verandi borgarstjóra í Reykjavík – að fyrsta forsætisráðherra Ís- lands. Konu sem hefur látið verk- in tala þegar hún var í aðstöðu til að breyta. Til þess að stuðla að þeim sögu- legu tíðindum verður Samfylking- in að koma sterk út í kosningunum á laugardaginn, 12. maí. Hugsið ykkur hversu mikilvægt það er í jafnréttis- og kvennabar- áttunni að ungt fólk fái slíka fyrir- mynd, konu sem forsætisráðherra – frekar en að í forsætisráðuneyt- ið setjist einn karlinn enn að lokn- um kosningum. Kona í forsætisráðuneytinu hefði sambærileg áhrif og þegar Vigdís Finnbogadóttir var for- seti. Það hafði ótrúlega mikil áhrif á stöðu kvenna og viðhorf lands- manna til þess að konur standi jafnfætis körlum í forystuhlut- verkum. Höfundur er alþingismaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kjóstu fyrirmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.