Fréttablaðið - 09.05.2007, Síða 40
Föstudaginn 10. maí kl. 17
verður opnuð í Hafnarborg,
menningar- og listastofn-
un Hafnarfjarðar, sýning á
málverkum listakonunnar
Temmu Bell.
Temma Bell hefur gert málverkið
að sínum miðli og hefur unnið að
list sinni í meira en þrjá áratugi.
Myndefni hennar er fyrst og
fremst landslagið beggja vegna
Atlantsála, hið íslenska annars
vegar og uppsveitir New York-
ríkis hins vegar þar sem hún býr
með fjölskyldu sinni. Dæturnar
fjórar, dýrin á búgarði fjölskyld-
unnar og hversdagslífið verður
henni gjarnan að yrkisefni. Allt
þetta dregur hún sterkum drátt-
um í málverkum sínum og hefur
skapað sér sjálfstæðan og afar
áhugaverðan stíl í list sinni.
Í hugum Íslendinga hefur nafn
listmálarans Temmu Bell sterka
tengingu við nafn móður henn-
ar, Louisu Matthíasdóttur, sem
er einn merkasti listmálari sem
þjóðin hefur átt, og einnig við
nafn föður hennar, bandaríska
listamannsins Leland Bell. Verk
þeirra þriggja voru á sýningunni
„Af listmálarafjölskyldu“ sem
sett var upp í Hafnarborg sumar-
ið 2000, aðeins nokkrum mánuð-
um eftir lát Louisu. Á þeirri sýn-
ingu voru verk Louisu og Lelands
í forgrunni. Á sýningunni sem nú
er efnt til í Hafnarborg eru það
verk Temmu sem athyglinni er
beint að.
Líf Temmu hefur frá unga aldri
verið mótað af myndlistinni. Hún
var virkur þátttakandi í listsköpun
foreldranna og þeirri umræðu um
listir sem fram fór á æskuheimil-
inu. Síðar fór hún sjálf í listnám
og sýnir reglulega í New York
og víðar. Ung kom hún líka til Ís-
lands í fylgd með móður sinni og
hefur alla tíð átt sér athvarf hér
og dvalið í lengri og skemmri tíma
til að mála og rækta samband við
vini og fjölskyldu. Líkt og Louisa
móðir hennar hefur Temma tengt
löndin tvö, Ísland og Bandaríkin,
bæði í lífi sínu og list.
Sýningin er opin alla daga nema
þriðjudaga frá kl 11 til 17 og
fimmtudaga er opið til kl. 21. Síð-
asti sýningardagur er sunnudag-
urinn 24. júní.
SKÖPUM KRAFTMIKIÐ SAMFÉLAG!
Ragnheiður Eiríksdóttir
3. sæti Suðurkjördæmi
tónlistar- og útvarpsmaður
Reykjanesbæ
Reynir Jónasson
17. sæti Reykjavíkurkjördæmi norður
tónlistarmaður
Reykjavík
Mireya Samper
4. sæti Suðvesturkjördæmi
myndlistarkona
Kópavogi
Ásbjörn Björgvinsson
16. sæti Norðvesturkjördæmi
forstöðumaður
Húsavík
Kl. 20.30
Söngtónleikar með yfirskriftinni „Ljóða-
lög Jóns Hlöðvers“ verða haldnir í
Ketilhúsinu á Akureyri. Eins og
nafnið gefur til kynna verða á
söng-skránni eingöngu lög eftir
Akureyringinn Jón Hlöðver Ás-
kelsson. Flytjendur á tónleik-
unum eru: Margrét Bóasdóttir
sópran og Daníel Þorsteinsson
á píanó ásamt kammerkórnum
Hymnodia undir stjórn Eyþórs
Inga Jónssonar.