Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 40
Föstudaginn 10. maí kl. 17 verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofn- un Hafnarfjarðar, sýning á málverkum listakonunnar Temmu Bell. Temma Bell hefur gert málverkið að sínum miðli og hefur unnið að list sinni í meira en þrjá áratugi. Myndefni hennar er fyrst og fremst landslagið beggja vegna Atlantsála, hið íslenska annars vegar og uppsveitir New York- ríkis hins vegar þar sem hún býr með fjölskyldu sinni. Dæturnar fjórar, dýrin á búgarði fjölskyld- unnar og hversdagslífið verður henni gjarnan að yrkisefni. Allt þetta dregur hún sterkum drátt- um í málverkum sínum og hefur skapað sér sjálfstæðan og afar áhugaverðan stíl í list sinni. Í hugum Íslendinga hefur nafn listmálarans Temmu Bell sterka tengingu við nafn móður henn- ar, Louisu Matthíasdóttur, sem er einn merkasti listmálari sem þjóðin hefur átt, og einnig við nafn föður hennar, bandaríska listamannsins Leland Bell. Verk þeirra þriggja voru á sýningunni „Af listmálarafjölskyldu“ sem sett var upp í Hafnarborg sumar- ið 2000, aðeins nokkrum mánuð- um eftir lát Louisu. Á þeirri sýn- ingu voru verk Louisu og Lelands í forgrunni. Á sýningunni sem nú er efnt til í Hafnarborg eru það verk Temmu sem athyglinni er beint að. Líf Temmu hefur frá unga aldri verið mótað af myndlistinni. Hún var virkur þátttakandi í listsköpun foreldranna og þeirri umræðu um listir sem fram fór á æskuheimil- inu. Síðar fór hún sjálf í listnám og sýnir reglulega í New York og víðar. Ung kom hún líka til Ís- lands í fylgd með móður sinni og hefur alla tíð átt sér athvarf hér og dvalið í lengri og skemmri tíma til að mála og rækta samband við vini og fjölskyldu. Líkt og Louisa móðir hennar hefur Temma tengt löndin tvö, Ísland og Bandaríkin, bæði í lífi sínu og list. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl 11 til 17 og fimmtudaga er opið til kl. 21. Síð- asti sýningardagur er sunnudag- urinn 24. júní. SKÖPUM KRAFTMIKIÐ SAMFÉLAG! Ragnheiður Eiríksdóttir 3. sæti Suðurkjördæmi tónlistar- og útvarpsmaður Reykjanesbæ Reynir Jónasson 17. sæti Reykjavíkurkjördæmi norður tónlistarmaður Reykjavík Mireya Samper 4. sæti Suðvesturkjördæmi myndlistarkona Kópavogi Ásbjörn Björgvinsson 16. sæti Norðvesturkjördæmi forstöðumaður Húsavík Kl. 20.30 Söngtónleikar með yfirskriftinni „Ljóða- lög Jóns Hlöðvers“ verða haldnir í Ketilhúsinu á Akureyri. Eins og nafnið gefur til kynna verða á söng-skránni eingöngu lög eftir Akureyringinn Jón Hlöðver Ás- kelsson. Flytjendur á tónleik- unum eru: Margrét Bóasdóttir sópran og Daníel Þorsteinsson á píanó ásamt kammerkórnum Hymnodia undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.