Fréttablaðið - 09.05.2007, Side 48
Þriðja árið hans Willums
Framherjinn Kjart-
an Henry Finnbogason mun ekki
spila áfram með Celtic. Hann stað-
festi það í samtali við Fréttablað-
ið í gær. Hann mun tjá forráða-
mönnum félagsins ákvörðun sína
á næstu dögum. Kjartan segist
helst vilja spila á Englandi en seg-
ist engu að síður spenntur fyrir
því að leika í Landsbankadeildinni
í sumar.
„Ég er búinn að ákveða að vera
ekki áfram hér hjá Celtic og mun
tilkynna félaginu það á næstunni,“
sagði Kjartan Henry við Frétta-
blaðið í gær. Hann kemur til Ís-
lands 17. maí næstkomandi og
neitar því ekki að það sé freist-
andi að spila í Landsbankadeild-
inni í sumar.
„Það eru nokkur lið heima búin
að hringja í mig. Ég mun samt
ekki taka neinar ákvarðanir strax
og mun bíða og sjá hvað gerist
hér ytra næstu vikurnar. Ég er
spenntastur fyrir að spila á Eng-
landi og vonandi fæ ég tækifæri
til þess,“ sagði Kjartan en sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
eru ÍA, Fylkir og Víkingur á meðal
þeirra liða sem hafa borið víurnar
í framherjann unga og efnilega.
„Ef ég kæmi heim er voða erfitt
annað en að spila með mínu gamla
félagi, KR. Ég get varla hugsað
mér það en við verðum að sjá til.
Það þarf að skoða margt í þessu
samhengi.“
Félagi Kjartans hjá Celtic,
Theodór Elmar Bjarnason, hefur
ekki enn gert upp hug sinn varð-
andi framtíðina en hann útilokar
ekki að vera áfram hjá Celtic enda
fengið fleiri tækifæri en Kjartan
með aðalliðinu og fimm sinnum
setið á varamannabekk liðsins.
„Ég er í samningaviðræðum og
að skoða mín mál. Ég er í raun
opinn fyrir öllu og það eru mögu-
leikar á að fara til Skandinavíu,
Englands, Hollands og Belgíu
meðal annars,“ sagði Theodór við
Fréttablaðið í gær en hann ætlar
sér ekki að sitja mikið meira á
bekknum hjá Celtic. „Ég vil fara
að spila með aðalliði og ef Celtic
getur ekki gefið mér augljós merki
um að ég fái að spila meira kemur
ekki til greina að framlengja hér.“
Kjartan Henry Finnbogason mun ekki leika áfram með skoska meistaraliðinu
Celtic. Kjartan segist vilja spila á Englandi en útilokar ekki að spila í Lands-
bankadeildinni í sumar. Theodór Elmar gæti verið áfram hjá Celtic.
Nú skömmu áður en
keppni í Íslandsmótinu hefst eiga
Keflvíkingar við mikil meiðsli að
stríða. Fimm leikmenn liðsins eru
tæpir fyrir fyrsta leik liðsins gegn
KR á mánudagskvöldið.
Guðmundur Mete verður ekki
með fyrr en í júní vegna bak-
meiðsla og tognunar aftan í læri.
Félagi hans í vörninni, Kenneth
Gustafsson, er einnig tæpur. Þetta
staðfesti Kristján Guðmundsson,
þjálfari liðsins, við Fréttablaðið í
gær.
Enn er óvíst um stöðu Guð-
mundar Steinarssonar og Nicolai
Jörgensen en báðir meiddust
þeir í meistaraleiknum gegn FH
á sunnudaginn. Þá er Ingvi Rafn
Guðmundsson enn tæpur.
„Við megum ekki við svo mikl-
um meiðslum enda ekki með jafn
breiðan hóp og til dæmis FH, KR
og Valur,“ sagði Kristján.
Fimm á meiðslalista Keflavíkur
Stig Krohn Haaland, leik-
maður Breiðabliks, er með slitið
krossband í hné og verður lítið
sem ekkert með Blikum í sumar.
Hann stóð sig mjög vel með Blik-
um síðastliðið sumar er hann lék
í stöðu hægri bakvarðar og var
einn öflugasti maður liðsins.
Haaland fer þó ekki í upp-
skurð vegna meiðslanna en Ólaf-
ur Kristjánsson, þjálfari Blika,
vonast til að Haaland gæti hugs-
anlega náð síðustu umferðunum í
mótinu.
Haaland með
slitið krossband
Skyttan örvhenta
Arnar Jón Agnarsson er búin að
skrifa undir samning við Hauka
um að leika með félaginu næstu
árin. Hann mun taka stöðu Árna
Þórs Sigtryggssonar, sem er lík-
ast til á förum frá félaginu.
Arnar Jón er þriðji leikmaður-
inn sem Haukar fá á skömmum
tíma en áður höfðu Gunnar Berg
Viktorsson og Gísli Guðmundsson
gengið í raðir þeirra.
ÍR-ingurinn Björgvin Guð-
mundsson er búinn að ræða við
Aron Kristjánsson, þjálfara liðs-
ins, og mun gefa Haukum svar
fyrir helgi um hvort hann gangi í
raðir félagsins eður ei.
Arnar Jón
skrifar undir
Handknattleiksdeild
Fylkis hefur boðað til fundar
í Fylkishöllinni klukkan 19.30
í kvöld.
Þeir sem hafa áhuga á að
leika með liðinu í 1. deild að
ári eða styðja við bakið á hand-
boltanum hjá Fylki eru hvattir
til að mæta.
Spilaðu með
SENDU SMS JA SP3
Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR Á SPID
ERMAN,
SPIDERMAN TÖLVULEIKIR, TÓNLIS
T ÚR SPIDERMAN,
DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA
SMS
LEIKUR
SJÁÐU MYND
INA!
SPILAÐU LEI
KINN!J
I !
I I I
!
Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið.
SMS
LEIKUR
V
in
ni
ng
ar
ve
rð
a
af
he
nd
ir
hj
á
BT
S
m
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
SENDU SMS JA GTF
Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR
UNNIÐ BÍÓMIÐA!
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR,
DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR
OG MARGT FLEIRA!
9. HVER
VINNUR!
Frábær gamanmynd um strák og stelpu og stelpu og strák!
Frumsýnd 11. maí