Fréttablaðið - 09.05.2007, Page 50

Fréttablaðið - 09.05.2007, Page 50
Sigurður Ragnar Eyj- ólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, valdi átta leikmenn Vals í 18 manna hóp sinn fyrir vináttu- landsleik við England 17. maí. Átta Valsstelpur í hópnum Norski fjölmiðillinn iBergen.no fullyrti í gær að bæði Bröndby og topplið frá Tyrk- landi hefðu áhuga á Kristjáni Erni Sigurðssyni, leikmanni Brann. Per Bjerregaard, framkvæmdastjóri Bröndby, vildi lítið segja um málið en sagði þó að félagið hefði verið með útsendara á leik Brann um helgina til að fylgjast með leik- manni liðsins. Heimildir iBergen herma að Bröndby hafi einnig fylgst með Kristjáni Erni á síðasta tímabili. Kristján framlengdi samning sinn í vetur til ársins 2009 en sá gamli átti að renna út í haust. Þá kemur einnig fram að topp- lið í Tyrklandi hafi áhuga á Kristj- áni Erni og hafi lengi fylgst með honum, rétt eins og Bröndby. Að síðustu kemur fram að danskt og belgískt félag hafi áhuga á Ólafi Erni Bjarnasyni, sem einnig leik- ur með Brann. Samningur hans við félagið rennur út í haust. Ólafur Garðarsson, umboðs- maður Kristjáns, sagði að áhugi væri fyrir honum víða að, meðal annars frá Tyrklandi. Kristján Örn og Ólafur Örn hafa verið fastamenn í vörn Brann undanfarin tvö tímabil og áttu ríkan þátt í góðu gengi liðsins síðastliðið tímabil. Liðinu er einnig spáð góðu gengi í ár og er liðið sem stendur í öðru sæti deildarinnar með tíu stig eftir fimm umferðir. Bröndby og tyrkneskt lið vilja Kristján Örn Diego Corrales, tvö- faldur heimsmeistari í hnefaleik- um, lést í mótorhjólaslysi í Las Vegas aðfaranótt þriðjudags, 29 ára gamall. Á ferli sínum vann hann 40 af 45 bardögum sínum, þar af 33 með rothöggi. „Hann liggur þarna í þessum töluðu orðum undir hvítu laki með hjálminn enn á sér. Það lítur út fyrir að hann hafi kastast tals- verða vegalengd,“ sagði Gary Shaw, umboðsmaður Corrales, í gær. Eftir gæfuríkan feril sem áhugamaður í hnefaleikum gerð- ist hann atvinnumaður árið 1996. Hann vann IBF-titilinn í fjaður- vigt árið 1999 og varði hann svo ári síðar. Árangurinn hans þá var 33-0. Fyrsta tap hans kom gegn Floyd Mayweather árið 2001. Þá kepptust þeir um WBC-titil- inn en Mayweather sló Corrales fimm sinnum í gólfið í bardagan- um. Eftir síðasta höggið stöðvaði þjálfari Corrales bardagann. Stærsti bardagi hans var árið 2005 gegn Jose Luis Castillo. Corrales vann á stigum. Eftir það átti hann í vandræðum með að halda sér nógu léttum fyrir fjaðurvigtina og náði ekki sömu hæðum eftir það. Lést í mótorhjólaslysi ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Loftpressur Mikið úrval loftpressa fyrir iðnfyrirtæki, iðnaðarmenn og í bílskúrinn. Hagstætt verð. Hverju svara stjórnmálaflokkarnir þegar spurt er um íþróttir ? Alþingiskosningar 2007 Svörin eru á www.isi.is ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Rafstöðvar Bensín- og díselrafstöðvar í stærðum 2,5 kW -4,2 kW. HAGSTÆTT VERÐ Karlalið FH og kvenna- lið Vals verða Íslandsmeistarar í knattspyrnu í haust gangi spá þjálfara, fyrirliða og forráða- manna eftir en KSÍ hélt kynningar- fund fyrir Landsbankadeildir karla og kvenna í gær. FH hefur verið spáð Íslands- meistaratitlinum síðustu tvö árin og í bæði skiptin hefur liðið unnið öruggan sigur. „Ég er mjög sátt- ur við það að okkur sé spáð titl- inum. Ég er ánægður með að við erum með alla menn heila þegar mótið byrjar og við eigum að vera tilbúnir með okkar sterkasta lið fyrir mót,“ segir Ólafur Jóhannes- son, þjálfari FH. „Öll sú pressa sem við búum við kemur frá okkur sjálfum því það er enginn annar sem býr til pressu á okkur. Við þekkjum ykkur blaðamenn og umhverfið orðið það vel að við látum ekkert trufla okkur,“ bætir Ólafur við. Ekki er búist við miklu af nýlið- um HK í sumar. „Ég get ekki sagt að við séum hræddir við þessa spá. Þetta er það sem við bjuggumst við og engu við það að bæta. Við höld- um okkar striki og sjáum hverju það skilar okkur,“ sagði Gunnleif- ur Gunnleifsson, fyrirliði HK, sem segir að stemmningin í hópnum sé frábær. „Við hlökkum mikið til sumarsins enda erum við í fyrsta sinn að spila í efstu deild. Það er auðvitað stórkostlegt. Að sama skapi verður kannski reynsluleys- ið erfitt fyrir okkur en við ætlum að hugsa jákvætt. Ef samstaðan helst, sem og trúin á sjálfa okkur, hef ég ekki miklar áhyggjur.“ Karladeildin hefst á laugardag- inn en konurnar byrja á mánudag. Spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna var birt á kynningarfundi Landsbanka- deilda karla og kvenna í gær. Nýliðunum er spáð falli úr deildunum í haust.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.