Fréttablaðið - 10.05.2007, Side 4

Fréttablaðið - 10.05.2007, Side 4
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Páll Winkel, eini umsækj- andinn um stöðu aðstoðarríkislög- reglustjóra, lagði til í áliti til alls- herjarnefndar að lögreglulögum yrði breytt á þann veg að lögreglu- menn hefðu einnig kost á umræddri stöðu líkt og lögfræðingar. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu í gær fór starfslýsing dómsmálaráðuneytins í bága við skilyrði í lögreglulögum. Í lög- reglulögum kemur fram að emb- ætti aðstoðarríkislögreglustjóra eigi að vera lögreglumönnum opið til umsóknar, líkt og lögfræðing- um. Í áliti Páls, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er „lagt til að ekki aðeins þeir aðilar sem lokið hafi embættisprófi í lögfræði eigi möguleika á að hljóta slíkar stöður heldur jafnframt lögreglumenn sem lokið hafa námi frá Lögreglu- skóla ríkisins svo og stjórnunar- námi eða öðru sambærilegu námi“. Jafnframt segir í álitinu að Landssamband lögreglumanna telji þessa breytingu „afar jákvæða þróun“ enda hafi menntun lög- reglumanna aukist mikið. Álitinu skilaði Páll til allsherjarnefndar fyrir hönd Landssambands lög- reglumanna en hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri sambands- ins. Í nefndaráliti allsherjarnefndar er sérstaklega tekið fram að það sé „eindregin afstaða nefndarinnar að mikilvægt sé að vel menntaðir og reyndir lögreglumenn geti sóst eftir æðstu stjórnunarstöðum innan lögreglunnar“. Haft var eftir Sigurði Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, í Frétta- blaðinu í gær að í starfsauglýsing- unni hefði átt að taka fram öll skil- yrði sem fram koma í lögunum, þar með talið að starfið standi lög- reglumönnum með reynslu af stjórnun opið til umsóknar. Ein- ungis var tekið fram í starfsaug- lýsingunni að umsækjendur þyrftu að hafa „embættispróf í lögfræði, reynslu af störfum innan réttar- og refsivörslukerfisins og þekkingu á starfsmannamálum lögreglunnar“. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra lét hafa eftir sér í Fréttablað- inu í gær að það blasti við að sá sem myndi gegna starfinu þyrfti að hafa lögfræðipróf. Lagði sjálfur til lagabreytingar Páll Winkel, eini umsækjandinn um stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra, lagði til að staða aðstoðarríkislögreglu- stjóra væri í boði fyrir lögreglumenn. Allsherjarnefnd tók undir tillögurnar og breytti lögunum í takt við þær. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, brá sér til Íraks í gær og spjallaði þar við David Petreus, yfirmann bandaríska her- aflans þar í landi. Cheney ætlar næstu vikuna að ferðast um Mið- Austurlönd, og fer meðal annars í Sameinuðu arabísku furstadæm- anna, Sádi-Arabíu, Egyptalands og Jórdaníu. Einnig átti hann fundi með Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks og Jalal Talabani forseta, tveimur varaforsetum og öðrum ráðamönn- um. Cheney sagði við fréttamenn að Írak væri „ennþá hættulegur stað- ur“, enda hafði þá skömmu áður heyrst í gríðarmikilli sprengingu skammt frá bandaríska sendiráðinu í Bagdad, þar sem Cheney dvaldist mestan hluta tímans í gær. Í febrúar, þegar Cheney var í stuttri heimsókn í Afganistan, sprakk þar sprengja sjálfsvígsárás- armanns og fórust þar 23 manns. George W. Bush Bandaríkjafor- seti hyggst beita neitunarvaldi sínu á ný ef Bandaríkjaþing, þar sem demókratar eru í meirihluta, sam- þykkir lög um viðbótarfjárveitingu til Íraksstríðsins sem einungis tryggir bandaríska hernum fjár- magn til júlíloka. Demókratar hafa í hyggju að samþykkja frumvarp sem heimilar þinginu að stöðva frekari greiðslur eftir júlílok ef hernaðaraðgerðirnar hafa þá ekki skilað þeim árangri að ástandið hafi batnað. Cheney brá sér til Íraks í gær Drengnum sem fannst meðvitundarlaus á botni sund- laugarinnar í Kópavogi 26. apríl síðastliðinn er enn haldið sofandi í öndunarvél. Rannsókn lögregl- unnar á slysinu er á lokastigi. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að enn sé unnið að því að varpa ljósi á atburðarásina en ekki er enn ljóst hvernig atvikið átti sér stað. Þá hafa öryggismál á svæðinu verið athuguð. Pilturinn, sem er 15 ára, var í skólasundi með skólasystkin- um sínum. Margt bendir til þess að hann hafi verið einn í lauginni þegar slysið varð. Rannsókn á lokastigi Starfsauglýsingin birtist upp- haflega í vefútgáfu Lögbirtinga- blaðsins en í pappírsútgáfunni sama dag og umsóknarfresturinn rann út. Til þess að fá aðgang að vefútgáfunni þarf að kaupa áskrift að henni. Starfið sem auglýst var er annað tveggja starfa aðstoðarríkislög- reglustjóra en Sigríður Björk Guð- jónsdóttir gegnir hinu. Harmar umræðu um fjölskyldutengsl Karl XVI Gústaf Svíakonungur kom í gær í fyrstu opinberu heimsókn sína til Danmerkur síðan árið 1975. Í fylgd með konungi eru Silvía drottning og Viktoría krónprins- essa. Margrét Þórhildur Dana- drottning, aðrir meðlimir dönsku konungsfjölskyldunnar og fulltrúar dönsku ríkisstjórnarinn- ar tóku á móti þeim á hafnarbakk- anum á Löngulínu. Þótt Svíakonungur hafi oft komið til Danmerkur á síðustu 30 árum hefur það ávallt verið í óopinberum erindagjörðum. Á dagskrá hinnar þriggja daga löngu opinberu heimsóknar eru heim- sóknir í fyrirtæki, í Kristjánsborg- arhöll og á ballettsýningu. Í heimsókn í Danmörku

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.