Fréttablaðið - 10.05.2007, Síða 8
Hópur óánægðra þingmanna danska
miðflokksins Radikale Venstre hefur undir forystu
Nasers Khader stofnað nýjan flokk sem hlotið hefur
nafnið Nýtt bandalag (Ny Alliance).
Nýi flokkurinn mun sækjast eftir „samstarfi á
breiðum grundvelli“ við aðra flokka fyrir næstu
þingkosningar sem væntanlega fara fram árið 2009,
að því er Khader sagði er hann lýsti yfir úrgöngu
sinni úr Radikale Venstre.
Khader, sem er fæddur í Sýrlandi og er ótvírætt
þekktasti „hófsami“ múslimi Danmerkur, sagði að
meðal markmiða Nýs bandalags yrði að freista þess
að lágmarka áhrif Danska þjóðarflokksins, sem er
þekktur fyrir hörkustefnu sína gagnvart innflytjend-
um og múslimum sér í lagi.
Að sögn Thomas Larsen, stjórnmálaskýranda
Berlingske Tidende, gæti nýi flokkurinn sótt fylgi
bæði til hægri og vinstri og átt framtíð fyrir sér í
dönskum stjórnmálum. En stjórnmálafræðingurinn
Sören Risbjerg Thomsen tjáði fréttavef Polikiken að
þótt Nýtt bandalag kynni að fá tímabundna fylgis-
uppsveiflu í skoðanakönnunum sæi hann litla
möguleika á að flokkurinn næði yfir fylgisþröskuld-
inn til að fá menn kjörna á þing. Það sé „ekki pláss
fyrir enn einn borgaralegan flokk á miðjunni“, að
dómi Thomsens.
Khader fer fyrir Nýju bandalagi
Økoren WC-hreinsir
Seigfljótandi WC-hreinsir sem fjarlægir
fljótt og vel kalk, ry› og óhreinindi ásamt
flví a› koma í veg fyrir ólykt.
Økoren Universal
alhli›a hreinsiefni
Alhli›a basískt hreinsiefni til daglegra
nota á öllum flvottheldum flötum. Einnig
kjöri› til flrifa á sápubornum og bónu›um
gólfum.
Økoren uppflvottalögur
Økoren uppflvottalögur er hlutlaust
hreinsiefni til handuppflvotta og
hreinsunar á öllum flvottheldum flötum.
Spartan umhverfisvænn
ba›herbergishreinsir
Umhverfisvænn ba›herbergishreinsir
votta›ur af Green Seal í Bandaríkjunum.
Er me› náttúrulegum s‡rum, sítrónus‡ru (8%)
og flrífur vel sápuskánir, flurrkbletti og
ry›smit af flísum, salernisskálum og vöskum.
Ármúla 23 • Reykjavík
Sími: 510 0000
Mi›ási 7 • Egilsstö›um
Sími: 470 0000
Brekkustíg 39 • Njar›vík
Sími: 420 0000
Grundargötu 61 • Grundarfir›i
Sími: 430 0000
- hrein fagmennska!
UMHVERFISVÆN EFNI
FYRIR SUMARBÚSTA‹I
Í bústa›num skiptir miklu máli hverskonar vörur eru
nota›ar vi› flrifin. Röng efnanotkun getur au›veldlega
heft ni›urbrot í rotflróm og valdi› stíflum. Umhverfisvæn
hreinsiefni eru flví bæ›i betri og öruggari kostur.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
N
A
T
3
75
11
0
5.
20
07
Jónsi
Birgitta
Hafsteinn*
Eiríkur Hauks
Silvía Nótt
*fyrir okkur hin
Yfirkjörstjórn Norð-
austurkjördæmis féllst á aftur-
köllun framboðs Baráttusamtaka
eldri borgara og öryrkja á grund-
velli stjórnsýslulaga. Í lögum um
kosningar til Alþingis er ekki gert
ráð fyrir að framboð séu aftur-
kölluð.
Eftir því sem næst verður kom-
ist hefur það ekki gerst fyrr að
óskað sé eftir að framboðslisti sé
afturkallaður og með þeim hætti
hætt við framboð. Baráttusamtök-
in skiluðu aðeins inn lögmætum
lista í Norðausturkjördæmi en
hugðust bjóða fram víðar. Þegar
útséð var um að það væri mögu-
legt, óskaði oddviti listans í Norð-
austurkjördæmi eftir að framboð-
ið yrði dregið til baka.
Jón Kr. Sólnes, formaður yfir-
kjörstjórnar Norðausturkjördæm-
is, segir ekkert í lögum taka til
þessa tilviks, því sé stuðst við
meginreglur laga. „Í stjórnsýslu-
lögum er að finna heimild stjórn-
valds til að afturkalla ákvörðun
sína að eigin frumkvæði. Má hún
þá ekki vera til tjóns fyrir aðila og
verður að vera ógildanleg. Þessi
afturköllun er ekki til tjóns fyrir
aðila og afturköllunin er gerð í
lögmætu umboði frambjóðanda
flokksins í kjördæminu og á þeirri
forsendu tel ég að þetta gangi
upp,“ segir Jón.
Með þessum hætti úrskurðaði
yfirkjörstjórn í málinu og stað-
festi landskjörstjórn þann
úrskurð.