Fréttablaðið - 10.05.2007, Side 11

Fréttablaðið - 10.05.2007, Side 11
 Fyrirhugað er að hafa neyðaröndunartæki um borð í íslenskum fiskiskipum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, í samráði við LÍÚ og fyrirtækið Viking björgunarbúnað ehf., kynnti tækið í gær. Tækið er ætlað til þess að skipverjar geti forðað sér örugglega út úr vistarverum eða öðrum rýmum ef þau fyllast af reyk og er gert ráð fyrir að þau verði staðsett í svefnklefum. Áætlaður endingartími tækisins er fimmtán ár. LÍÚ hefur haft frumkvæði að því að félagsmenn kaupi tækin í skip sín, og hafa að þessu sinni verið keypt 1700 tæki. Öndunartæki í íslensk fiskiskip Írskur dómari úrskurð- aði í gær að barnshafandi sautján ára stúlka sem komin er fjóra og hálfan mánuð á leioð megi ferðast til Englands til að fara í fóstur- eyðingu. Í ljós kom að stúlkan átti von á barni stuttu eftir að henni var komið í umsjá heilbrigðisyfir- valda í janúar eftir að hún tók of stóran skammt af lyfjum. Síðar greindu læknar vansköpun í fóstrinu og ljóst þykir að það muni deyja stuttu eftir fæðingu. Mál stúlkunnar hefur vakið á ný umræður um hvort heimila skuli fóstureyðingar á Írlandi. Fær að fara í fóstureyðingu GUÐFRÍÐUR LILJA GRÉTARSDÓTTIR 2. SÆTI Í SUÐVESTURKJÖRDÆMI ALLT ANNAÐ LÍF! – með vinstri grænum ÞÚ ÁTT LEIK Á LAUGARDAGINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.