Fréttablaðið - 10.05.2007, Page 35

Fréttablaðið - 10.05.2007, Page 35
Skjöldur sér um útlit stjarnanna og skreppur í söngtíma þess á milli. Það er aldrei lognmolla í kringum hinn fjölhæfa Skjöld Eyfjörð. Hann hefur alltaf í mörgu að snúast og verkefnin fjölbreytt og skemmtileg. „Ég er náttúrlega á skrilljón hér á hársnyrtistof- unni Supernova og svo hef ég verið að hjálpa Hara- píunum með stíliseringar. Í framhaldi af því fer ég vonandi að vinna með Nylon,“ segir Skjöldur og bætir því við að þegar hann sé ekki að vinna þá reyni hann að mæta í söngtíma í söngskóla Sigurðar Dementz. Spurður hvort hann komi kannski til með að hætta að stílisera poppstjörnur til þess að ger- ast poppstjarna sjálfur hlær hann og segist ekki halda það. „Hér á Íslandi lifir enginn á poppinu einu saman. Það þurfa allir að hafa aukavinnu með, annars endar þetta bara í vitleysu,“ segir hann og bendir á að nú sé Jónsi í Svörtum fötum farinn að vinna við flug. „Sem sannar að allar íslenskar popp- stjörnur þurfa að hafa aukavinnu.“ Þegar Skjöldur er inntur eftir því hvað honum þyki skemmtilegast við starfið í hárgreiðslunni seg- ist hann hafa mest gaman af því að breyta útliti fólks til hins betra. „Ég hef lært að það þarf ekki skurð- aðgerðir eða vesen til að láta fólk líta stórvel út og mér finnst alltaf svo gaman þegar fólk er tilbúið að gera breytingar á sér. Reyndar finnst mér fleiri og fleiri vera til í slíkt. Fólk hugsar bara „fokkitt, þetta er hár en ekki sálin í mér“ og lætur vaða á breyting- arnar í kjölfarið, sem er alveg frábært,“ segir þessi ástsæli útlitshönnuður að lokum. Popparar þurfa aukavinnu Brúðkaupsdagar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.