Fréttablaðið - 10.05.2007, Qupperneq 54
Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5000.
„Hver hefði trúað þessu? Ekki ég.
Þetta hlýtur að vera einhver bókhalds-
villa hjá Hagstofunni,“ segir dr. Sveinn
Rúnar Hauksson læknir sem er sextug-
ur í dag.
Sveinn Rúnar þrætir ekki fyrir að
aldurinn sé farinn að segja til sín en erf-
itt sé þó að átta sig á því. „Þetta kemur
hægt yfir og maður upplifir aldurinn á
allt annan hátt kominn á hann en þegar
maður lítur til hans. Rétt eins og þegar
maður sér fyrir sér hátt fjall. Finnst
fjallið hátt sem á að klífa en upp kom-
inn upplifir maður hæðina á allt annan
hátt.“
Afmælisbarn dagsins er fætt í Reykja-
vík 10. maí og eru foreldrar Ingibjörg
Guðmundsdóttir sem er látin og Haukur
Sveinsson, skákmeistari og fyrrverandi
póstfulltrúi. Systkini eru Óttar Felix
framkvæmdastjóri, Sigríður, land- og
kerfisfræðingur, og Sigfús og Guðmund-
ur, bakarameistarar í Brauðbæ. Yngst
er María, kennari og kerfisfræðingur.
Kona Sveins og móðir yngri barna hans
er Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi
en þeirra börn eru: Guðfinnur 17 ára og
Kristín 15 ára. Fyrri kona Sveins er Eva
Kaaber og börn þeirra eru Gerður, Inga
og Haukur, öll við háskólanám. „Fyrsta
og eina barnabarnið er fætt undir rauð-
um fána, 1. maí, og varð eins árs nú á
dögunum. Hún heitir Eva Björk í höfuð
beggja barnsmæðra minna. Já, lukkan
leikur við mig og hefur gert. Þetta er
ein stór og samstæð fjölskylda og það
er hún sem verður í kringum mig á af-
mælisdaginn sjálfan.“
Vegna ónæðis af kosningum ætlar
Sveinn reyndar að slá afmæliskaffinu á
frest þar til á sunnudeginum eftir þær.
Læknirinn góði er vinmargur maður og
langar til að þakka liðnu árin. En þótt
hann sé „afmælisbarn“ að upplagi og
kunni vel að meta góðar gjafir vill hann
engar hefðbundnar slíkar.
„Mig langar mest í atkvæði í afmælis-
gjöf og helst nýja ríkisstjórn. En þetta er
kannski svolítið frekt gagnvart sumum
í ættinni. Þannig að ég hef nefnt það,
leyft mér það, að benda á neyðarsöfn-
un Palestínu. Vonast til að afmælisgjaf-
irnar verði á því forminu, sem framlag
í hana, ekki vanþörf á. Okkur hefur tek-
ist vel að koma hverri krónu til skila í
mannúðar- og hjálparstarf. Ég er meira
að segja alveg til í að gefa þér banka-
upplýsingar: 542-26-6990, kt. 520188-
1349.“
Það var og. Aðspurður hvort tíminn
líði ekki hraðar eftir því sem árin fær-
ast yfir segir Sveinn svo vera:
„Þegar litið er til sextíu ára aldursins
virðist þetta gríðarlega hár aldur. En
þegar maður hefur smám saman kom-
ist á þann aldur finnst manni lítið hafa
breyst – mér finnst ég alltaf vera sami
strákurinn og til í hvað sem er.“
Churchill verður forsætisráðherra
„Því hærra sem þú kemst, því
fleiri mistök leyfist þér að gera.
Þegar komið er efst á toppinn
er litið á þau, ef þú gerir nógu
mikið af þeim, sem persónuleg-
an stíl þinn.“
FÆDDUST ÞENNAN DAG
MOSAIK
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Unnur S. Malmquist
Dalbraut 23, Reykjavík,
sem lést föstudaginn 4. maí, verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju föstudaginn 11. maí kl. 13.
Ulla Knudsen
Hilmar Knudsen Ólöf Kjaran
Sigurður Bergsteinsson Bryndís Kondrup
Bóas Bergsteinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Útför móður okkar,
Guðrúnar Jónasdóttur
frá Öxney, (Guðrúnar í Galtarey),
verður gerð frá Stykkishólmskirkju föstudaginn 11. maí
kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir
en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Þroskahjálp.
Hreinn Jóhannsson
Sigríður Jóhannsdóttir
Brynja Jóhannsdóttir
og fjölskyldur okkar.
Þökkum samúð og vinsemd við andlát
og útför móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
Kristveigar Friðgeirsdóttur
frá Leifsstöðum í Öxarfirði.
Sigurborg og Kristinn
Stefán Leifur og Hulda Hörn
Friðgeir og Guðfinna
Svala Rut, Silja Rún, Rögnvaldur og Emil Stefánsbörn
Sigurbjörn Veigar og Rögnvaldur Viðar Friðgeirssynir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Anna Nikulásdóttir
er látin. Minningarathöfn fer fram í Fossvogskapellu
föstudaginn 11. maí kl. 11.
Ólafur Reynir Sigurjónsson Brynhildur Aðalsteinsdóttir
María Knútsdóttir Alf Bengtsson
Tómas J. Knútsson Magga Hrönn Kjartansdóttir
Björn Ingi Knútsson Jóna Kristín Þorvaldsdóttir
ömmu- og langömmubörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Pétur Eyfeld
Laugavegi 65, Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudag-
inn 3. maí, verður jarðsungin föstudaginn 11. maí frá
Fossvogskirkju kl. 15.00.
Þórdís Eyfeld Pétursdóttir
Pétur F. Eyfeld Guðbjörg E. Karlsdóttir
Njála Vídalín Gísli Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Hallur Þór Hallgrímsson
Árhólum, Laxárdal,
lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, sunnu-
daginn 6. maí. Jarðarförin fer fram í Þverárkirkju,
Laxárdal, laugardaginn 12. maí kl. 14.
Guðrún Pétursdóttir
Pétur Hallsson Regína Hallgrímsdóttir
Sigurbjörg Hallsdóttir Kristján H. Erlendsson
Hallgrímur Hallsson Erla Þórunn Ásgeirsdóttir
barnabörn, langafabarn og aðrir aðstandendur.