Fréttablaðið - 10.05.2007, Page 60

Fréttablaðið - 10.05.2007, Page 60
Franski fiðluleikarinn Olivier Charlier hleypur í skarðið fyrir samlanda sinn, píanóleikarann Hélène Grimaud, sem leika átti með Sinfóníuhljómsveit Íslands á morgun en forfallast vegna óvið- ráðanlegra aðstæðna. Charlier er mikilsvirtur lista- maður; hefur sópað til sín verð- launum úr alþjóðlegum tónlistar- keppnum, verið eftirsóttur ein- leikari hjá mörgum af bestu hljómsveitum veraldar og unnið með mörgum af þekktustu hljóm- sveitarstjórum samtímans. Efnisskrá tónleikanna breytist lítillega af þessum sökum. Í stað píanókonserts Johannesar Brahms nr. 2 hljómar fiðlukonsert nr. 3 eftir Saint-Saëns. Efnisskráin er því orðin alfrönsk, sem er vel við hæfi á lokaviðburði frönsku menningardaganna Pourquoi-Pas. Hljómsveitarstjóri er sem fyrr David Björkman en hann fékk gríðarlegt lof áheyrenda og hljómsveitar þegar hann nú fyrir skemmstu, hljóp í skarðið á ell- eftu stundu fyrir Mikko Frank og stýrði tveimur eftirminnileg- um konsertum með Sænsku út- varpshljómsveitinni og Héléne Grimaud. Segja má með sanni að gestir Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands á þessum tónleikum séu sannkallaðir bjargvættir. Tónleikarnir eru framlag Pourquoi-Pas til Listahátíðar og hefjast þeir kl. 19.30 á morgun í Háskólabíói. Alfrönsk efnisskrá 7 8 9 10 11 12 13 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 1 3 1 BÍLALÁN GLITNIS FJÁRMÖGNUNAR GEFA GLITNISPUNKTA „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.