Fréttablaðið - 10.05.2007, Page 72
Heiðar Helguson er ekki
á förum frá enska félaginu Ful-
ham þrátt fyrir takmörkuð tæki-
færi á vellinum í vetur. Hann
ætlar að berjast fyrir sæti sínu
sama hver stýrir liðinu.
„Það eru tvö ár eftir af samn-
ingi mínum við félagið. Ég mun
ekki leggja árar í bát heldur berj-
ast fyrir sæti mínu. Það er ekki
ljóst hver stýrir Fulham á næstu
leiktíð og allt eins líklegt að það
verði nýr stjóri. Þá byrja allir
jafnir.“
Verður áfram
hjá Fulham
Hermann Hreiðarsson
sagði í samtali við Fréttablað-
ið í gær að ekkert væri ákveð-
ið um framtíð sína hjá Charlton
sem féll úr ensku úrvalsdeildinni
fyrr í vikunni. „Það er enn það
stutt síðan þetta gerðist að það er
ótímabært að segja eitthvað nú,“
sagði Hermann. „Það er enn einn
leikur eftir af tímabilinu sem við
hugsum um núna.“
Charlton mætir Liverpool á An-
field á sunnudaginn kemur í loka-
umferðinni. Samkvæmt heimild-
um Fréttablaðsins er Hermanni
heimilt að fara frá félaginu nú
þegar það er fallið samkvæmt
samningi sem hann gerði í haust.
Ekkert ákveðið
Eggert Magnússon,
stjórnarformaður West Ham,
staðfesti að félagið muni ekki
áfrýja úrskurði ensku úrvals-
deildarinnar um að sekta félag-
ið um rúmar 700 milljónir króna
vegna brota á félagaskiptaregl-
um í haust.
Engin stig voru dregin af West
Ham og hafa liðin sem eru í fall-
baráttu ensku úrvalsdeildarinn-
ar með félaginu kannað hvort
þau geta leitað réttar síns vegna
þessa. Stjórn ensku úrvalsdeild-
arinnar hefur hins vegar sent
öllum félögunum bréf þar sem
segir að úrskurðinum verði ekki
haggað.
Þá var það einnig staðfest að
Carlos Tevez má spila með West
Ham gegn Manchester United um
helgina.
West Ham mun
ekki áfrýja
Aðalfundarboð
Aðalfundur Íþróttafélagsins Gerplu verður haldinn
mmtudaginn 10. maí 2007 kl. 18:00 á 2. hæð
Íþróttahúss Gerplu í Versölum.
Stjórn Íþróttafélagsins Gerplu
SENDU SMS JA SP3
Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR Á SPID
ERMAN,
SPIDERMAN TÖLVULEIKIR, TÓNLIS
T ÚR SPIDERMAN,
DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA
SMS
LEIKUR
SJÁÐU MYND
INA!
SPILAÐU LEI
KINN!J
I !
I I I
!
Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið.
ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is
Rafstöðvar
Bensín- og díselrafstöðvar
í stærðum 2,5 kW -4,2 kW.
HAGSTÆTT VERÐ Valsmenn eru meistarar
meistaranna eftir sigur á Breiða-
bliki í Egilshöll í gær. Um algera
einstefnu var að ræða þar sem
Margrét Lára Viðarsdóttir fór á
kostum og skoraði fimm mörk á 50
mínútum. Staðan í hálfleik var 6-
1, Val í vil. Leikmenn liðsins bættu
svo við tveimur mörkum í síðari
hálfleik og lokatölur því 8-1.
Margrét Lára skoraði tvö mörk í
upphafi leiks, á 5. og 7. mínútu. Það
síðara kom úr víti sem hún fisk-
aði sjálf. Blikar minnkuðu muninn
með sjálfsmarki á 17. mínútu en
Margrét Lára fullkomnaði þrenn-
una þremur mínútum síðar.
Næstu tvö mörk skoruðu Vanja
Stefanovic (27. mínúta) og Rakel
Logadóttir (27.) áður en Margrét
Lára kom Val í 6-1 á lokamínútu
hálfleiksins. Hún skoraði svo sjö-
unda mark Vals og fimmta mark
sitt á 50. mínútu.
Guðný Óðinsdóttir átti svo síð-
asta orðið á 83. mínútu en Margréti
Láru var skipt af velli á 61. mínútu.
Þar með er Valur meistari
meistaranna í þriðja skiptið á
fjórum árum. Í fyrra tapaði liðið
einmitt heldur óvænt fyrir Blik-
um, 5-1. Í ár sá þó ungt og óreynt
lið Breiðabliks aldrei til sólar
en eftir að tveimur leikmönnum
liðsins var skipt út af í hálfleik
voru þær sem eftir voru á vellin-
um allar fæddar 1987 eða síðar.
Valur vann einnig deildarbik-
arkeppni kvenna og því handhafi
beggja vortitlanna, rétt eins og
2005. Það boðaði þó ekki gott þá
því liðið missti af báðum stóru titl-
unum það árið.
Valur fór illa með Blika í gær
HK er deildarbikar-
meistari karla eftir sigur á bikar-
meisturum Stjörnunnar í oddaleik
á Digranesi í gær, 29-28. Leikur-
inn var æsispennandi og hefði sig-
urinn getað lent hvoru megin sem
var.
HK var með undirtökin í fyrri
hálfleik og Stjarnan í þeim síð-
ari. Bæði lið náðu þó að vinna upp
muninn en staðan í hálfleik var 16-
16.
Stjarnan náði mest þriggja
marka forystu um miðbik síðari
hálfleiksins en með mikilli baráttu
tókst heimamönnum að minnka
muninn aftur. Eina skiptið sem HK
var yfir í síðari hálfleik var þegar
Valdimar Þórsson skoraði sigur-
mark liðsins úr vítakasti þegar 30
sekúndur voru til leiksloka. Það
var eina mark hans í hálfleiknum
en hann var atkvæðamikill í fyrri
hálfleik með sjö mörk.
Skömmu áður var Stjarnan í
sókn og átti möguleika á að kom-
ast yfir á lokamínútunni. Dómarar
leiksins dæmdu þá umdeildan dóm
þegar David Kekelia var dæmdur
brotlegur fyrir ruðning.
Patrekur Jóhannesson, fyrirliði
Stjörnunnar, var ósáttur við bæði
þann dóm og vítið sem HK fékk í
lokin. „Þetta var svolítið sérstakur
leikur. Ruðningurinn á David var
lykildómur í leiknum því ef við
hefðum skorað hefðum við líklega
unnið leikinn. Svo kom vítið í kjöl-
farið sem var fáránlegur dómur.
En HK vann og átti það skilið, ég
óska þeim til hamingju,“ sagði
Patrekur.
Roland Eradze átti sem fyrr
stórleik í marki Stjörnunnar en í
þetta sinn dugði það ekki til þegar
upp var staðið. Einnig hafði það
mikið að segja þegar Tite Ka-
landadze fékk rautt spjald í fyrri
hálfleik, rétt eftir að hann var
búinn að skora tvö lagleg mörk í
röð.
„Roland var okkur erfiður allan
leikinn en við gáfumst ekki upp,“
sagði Gunnar Magnússon, aðstoð-
arþjálfari HK, eftir leik. „Við gáf-
umst ekki upp og það var einnig
dýrmætt að fá mann eins og Ólaf
Bjarka ískaldan inn af bekknum
og skora samt gríðarlega mikið af
mörkum. Þessi sigur sýndi karakt-
er liðsins enda höfum við aldrei
tapað tveimur leikjum í röð. Allt-
af höfum við komið til baka og
unnið.“
Spurður um dómgæsluna kvaðst
Gunnar vera sáttur. „Þetta var
með því skárra. Við vorum ósáttir
í síðasta leik og í það heila fannst
mér þetta sanngjarnt.“
Hann segir þennan endi á tíma-
bilinu vera ánægjulegan. „Þessi
titill er gríðarlega mikilvægur
fyrir félagið og vonandi það sem
koma skal. Við ætlum okkur stóra
hluti á næstu árum.“
HK er deildarbikarmeistari karla í handbolta eftir sigur á Stjörnunni í æsileg-
um oddaleik á Digranesinu í gær. Stjörnumenn voru ósáttir við dómgæsluna.
Nýkrýndir Englands-
meistarar Manchester United
gerðu markalaust jafntefli gegn
Chelsea á útivelli í gær. Greini-
legt var að stjórar beggja liða
höfðu ekki mikinn áhuga á að
leggja allt í sölurnar í þessum
leik og stilltu upp hálfgerðum
varaliðum í leiknum.
Chelsea var nærri því að landa
sigrinum í gær.
Óspennandi
á Brúnni