Fréttablaðið - 20.05.2007, Page 16

Fréttablaðið - 20.05.2007, Page 16
Í kvikmyndahúsum er nú verið að sýna kvikmyndina Zodiac en hún fjallar um samnefndan raðmorðingja sem gekk laus í Kaliforníu rétt fyrir lok sjöunda ára- tugarins til ársins 1974. Zodiac- morðinginn gengur enn laus en hefur ekki látið til skara skríða í rúm þrjátíu ár. Einn maður var handtekinn grunaður um ódæðis- verkin en var sleppt vegna ónógra sannana. Leikstjóri myndarinnar, David Fincher, er þarna á kunnug- legum slóðum því hann gerði einn- ig Seten þar sem lögreglumenn- irnir Mills og Sommerset eltasta við raðmorðingja. Samkvæmt tölum frá Bandaríkj- unum er talið að árlega glími lög- regluyfirvöld þar í landi við 35 raðmorðingja. Aðrir telja þá vera mun fleiri og í bókinni Serial Kill- er: Growing Menace eftir Joel Harris er því haldið fram að yfir fimm hundruð slíkir séu á ferli eða bíði eftir að láta til skara skríða. FBI vinnur eftir fyrirfram ákveðinni skilgreiningu um hvað raðmorðingi er. Raðmorð- ingi verður að hafa drepið þrjá á löngu tímabili og þurft að taka sér hlé frá drápum sínum til að slaka á og njóta verknaðar síns. Þótt raðmorðingjar séu í flestra huga persónur á hvíta tjaldinu og illvirki þeirra fjarri raunveruleikanum þá er talið að lögregluyfirvöld í Bandaríkj- unum þurfi árlega að glíma við þrjátíu og fimm raðmorðingja. Freyr Gígja Gunnarsson fetaði inn á hættulegar slóðir raunverulegra raðmorðingja og reyndi að gera sér í hugarlund hvað gerir manneskju að slíkri grimmdar- veru. Þetta hlé getur staðið yfir í marga daga, mánuði og jafnvel ár. Talið er að þessi skilgreining sé annað hvort kominn frá FBI-fulltrúanum Robert Ressler eða Dr. Robert D. Keppel en Ressler rannsakaði mál Teds Bundy á sínum tíma og var hann sá fyrsti sem fékk þessa skil- greiningu. Raðmorðingjar eru oftast greindir sem geðsjúkir og sið- blindir menn. Þeir koma frá heim- ilum þar sem andlegt, líkamlegt og eða kynferðislegt ofbeldi hefur viðgengist og eru þjakaðir af lágri þjóðfélagsstöðu eða fátækt. Til eru bæði skipulagðir raðm- orðingjar og óskipulagðir. Í fyrr- nefnda hópnum eru þeir sem eru mjög gáfaðir og hafa tiltölulega háa greindarvísitölu og skipu- leggja morðin langt fram í tím- ann. Þeir gæta þess að drepa á einum stað en losa sig við líkið á öðrum og eru oft mjög vel að sér í meinafræði sem auðveldar þeim að hylja sporin. Raðmorðingjar af þessari gerð eru oft vinamarg- ir, eiga jafnvel maka og börn. Ná- grannar þeirra lýsa þeim oft sem vingjarnlegum persónum sem þeir telja óhugsandi að geti unnið nokkrum mein. Í seinni hópnum eru hins vegar yfirleitt mjög félagslega einangr- aðir einstaklingar sem eiga fáa vinum og eru á stöðugu flakki. Yfirvöld eiga því oft mjög erfitt með að hafa hendur í hári þeirra. Þeir velja fórnarlömb sín ekki af jafn mikilli nákvæmni og þeir í hinum hópnum heldur gera oft skyndiárásir í skjóli nætur. Raðm- orðingjar af þessari gerð fram- kvæma hins vegar oft viðurstyggi- legar athafnir á fórnarlömbum sínum sem þeir telja nauðsynleg- ar til að fullkomna athöfn sína. Talið er að hægt sé að skipta raðm- orðingjum niður í fimm hópa eftir skýringunum sem þeir gefa á gjörðum sínum. Margir þeirra eiga hins vegar heima í fleiri en einum hópi. Flestir raðmorðingj- anna fremja ódæðisverk sín til að fullnægja þörf sinni fyrir valdi og stjórnun. Raðmorðingjar í þess- um hópi hafa yfirleitt verið mis- notaðir í æsku og svala valdbeit- ingarþörf sinni með því að svipta aðra manneskju lífinu. Raðmorð- ingjar í þessum hópi beita oftast fórnalömb sín kynferðislegu of- beldi, hvort sem það er fyrir eða eftir dauða þeirra. Þótt margir raðmorðingjar beri það fyrir sig í rétti að rödd í höfði þeirra hafi skipað þeim að gera þetta reynist það sjaldnast raunin og oftast er þetta tilraun þeirra til Á slóðum raunverulegra

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.