Fréttablaðið - 20.05.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.05.2007, Blaðsíða 16
Í kvikmyndahúsum er nú verið að sýna kvikmyndina Zodiac en hún fjallar um samnefndan raðmorðingja sem gekk laus í Kaliforníu rétt fyrir lok sjöunda ára- tugarins til ársins 1974. Zodiac- morðinginn gengur enn laus en hefur ekki látið til skara skríða í rúm þrjátíu ár. Einn maður var handtekinn grunaður um ódæðis- verkin en var sleppt vegna ónógra sannana. Leikstjóri myndarinnar, David Fincher, er þarna á kunnug- legum slóðum því hann gerði einn- ig Seten þar sem lögreglumenn- irnir Mills og Sommerset eltasta við raðmorðingja. Samkvæmt tölum frá Bandaríkj- unum er talið að árlega glími lög- regluyfirvöld þar í landi við 35 raðmorðingja. Aðrir telja þá vera mun fleiri og í bókinni Serial Kill- er: Growing Menace eftir Joel Harris er því haldið fram að yfir fimm hundruð slíkir séu á ferli eða bíði eftir að láta til skara skríða. FBI vinnur eftir fyrirfram ákveðinni skilgreiningu um hvað raðmorðingi er. Raðmorð- ingi verður að hafa drepið þrjá á löngu tímabili og þurft að taka sér hlé frá drápum sínum til að slaka á og njóta verknaðar síns. Þótt raðmorðingjar séu í flestra huga persónur á hvíta tjaldinu og illvirki þeirra fjarri raunveruleikanum þá er talið að lögregluyfirvöld í Bandaríkj- unum þurfi árlega að glíma við þrjátíu og fimm raðmorðingja. Freyr Gígja Gunnarsson fetaði inn á hættulegar slóðir raunverulegra raðmorðingja og reyndi að gera sér í hugarlund hvað gerir manneskju að slíkri grimmdar- veru. Þetta hlé getur staðið yfir í marga daga, mánuði og jafnvel ár. Talið er að þessi skilgreining sé annað hvort kominn frá FBI-fulltrúanum Robert Ressler eða Dr. Robert D. Keppel en Ressler rannsakaði mál Teds Bundy á sínum tíma og var hann sá fyrsti sem fékk þessa skil- greiningu. Raðmorðingjar eru oftast greindir sem geðsjúkir og sið- blindir menn. Þeir koma frá heim- ilum þar sem andlegt, líkamlegt og eða kynferðislegt ofbeldi hefur viðgengist og eru þjakaðir af lágri þjóðfélagsstöðu eða fátækt. Til eru bæði skipulagðir raðm- orðingjar og óskipulagðir. Í fyrr- nefnda hópnum eru þeir sem eru mjög gáfaðir og hafa tiltölulega háa greindarvísitölu og skipu- leggja morðin langt fram í tím- ann. Þeir gæta þess að drepa á einum stað en losa sig við líkið á öðrum og eru oft mjög vel að sér í meinafræði sem auðveldar þeim að hylja sporin. Raðmorðingjar af þessari gerð eru oft vinamarg- ir, eiga jafnvel maka og börn. Ná- grannar þeirra lýsa þeim oft sem vingjarnlegum persónum sem þeir telja óhugsandi að geti unnið nokkrum mein. Í seinni hópnum eru hins vegar yfirleitt mjög félagslega einangr- aðir einstaklingar sem eiga fáa vinum og eru á stöðugu flakki. Yfirvöld eiga því oft mjög erfitt með að hafa hendur í hári þeirra. Þeir velja fórnarlömb sín ekki af jafn mikilli nákvæmni og þeir í hinum hópnum heldur gera oft skyndiárásir í skjóli nætur. Raðm- orðingjar af þessari gerð fram- kvæma hins vegar oft viðurstyggi- legar athafnir á fórnarlömbum sínum sem þeir telja nauðsynleg- ar til að fullkomna athöfn sína. Talið er að hægt sé að skipta raðm- orðingjum niður í fimm hópa eftir skýringunum sem þeir gefa á gjörðum sínum. Margir þeirra eiga hins vegar heima í fleiri en einum hópi. Flestir raðmorðingj- anna fremja ódæðisverk sín til að fullnægja þörf sinni fyrir valdi og stjórnun. Raðmorðingjar í þess- um hópi hafa yfirleitt verið mis- notaðir í æsku og svala valdbeit- ingarþörf sinni með því að svipta aðra manneskju lífinu. Raðmorð- ingjar í þessum hópi beita oftast fórnalömb sín kynferðislegu of- beldi, hvort sem það er fyrir eða eftir dauða þeirra. Þótt margir raðmorðingjar beri það fyrir sig í rétti að rödd í höfði þeirra hafi skipað þeim að gera þetta reynist það sjaldnast raunin og oftast er þetta tilraun þeirra til Á slóðum raunverulegra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.