Fréttablaðið - 20.05.2007, Page 60

Fréttablaðið - 20.05.2007, Page 60
Halldór Gylfason leik- ari vann þrjú sumur í saltfiski á Hellissandi. Þar græddi hann mun meira en jafnaldrar hans á mölinni. Halldór Gylfason tók sín fyrstu skref á at- vinnumarkaðnum í blaða- útburði rigningasumarið mikla 1983. „Ég bar út Moggann þetta sumar í endalausri rigningu,“ segir Halldór. „Það varð ekki framhald á því enda fór ég í saltfisk á Hellis- sandi næsta sumar.“ Halldóri líkaði vel við saltfiskinn, svo vel reynd- ar að þar vann hann næstu þrjú sumur, frá 13 ára aldri þar til hann varð 16 ára. „Þetta var rosa fínt. Kom heim eftir sumarið með fulla rassvasa af pen- ingum meðan allir félag- arnir voru staurblankir eftir unglingavinnuna,“ segir Halldór og hlær. Þótt Hellissandur sé ekki stór tókst Halldóri að villast þar. „Fyrsta dag- inn kom ég seint um kvöld með rútu og fór bara beint að sofa þegar ég var kom- inn á leiðarenda. Svo var ég vakinn hálf átta og drif- inn beint í vinnu,“ segir Halldór og bætir við hlæj- andi: „Svo kom hádegið og allir fóru heim í mat og þó það séu bara einhverj- ar fjórar götur á Hellis- sandi ráfaði ég um í leit að rauða húsinu sem ég átti heima í og var eiginlega rammvilltur.“ Halldór tókst að finna húsið að lokum og fá há- degismatinn. „Ég hef aldrei aftur villst svona og það er hálf fáránlegt að það hafi gerst á Hellis- sandi af öllum stöðum,“ segir Halldór og glottir. Villtist á Hellissandi Teikn eru á lofti um að atvinnuástand fari batn- andi. Skráð atvinnuleysi í apríl- mánuði er 1,1 prósent, sem jafngildir því að 1.866 manns hafi að jafnaði verið atvinnulausir í mánuðin- um. Þetta er minna miðað við mánuðinn á undan og apríl á síðasta ári, þegar það var 1,3 prósent. Atvinnulausum fækk- aði í apríl um 68 frá fyrra mánuði, þar af 48 á höfuð- borgarsvæðinu og um 20 á landsbyggðinni. Hefur lausum störfum fjölgað í apríllok frá því í marslok úr 414 í 560. Atvinnuleysi er ríflega 1 prósent hjá körlum á höf- uðborgarsvæðinu og lands- byggðinni. Slíkt hið sama má segja um konur á höf- uðborgarsvæðinu. Atvinnu- leysi kvenna á landsbyggð- inni er hins vegar yfir 2%. Mestu munar um 4,4% at- vinnuleysi kvenna á Suður- nesjum í apríl. Dregið hefur úr fjölda at- vinnulausra að undanskild- um Suðurnesjum, Suður- landi og Vesturlandi. Virð- ist atvinnuástandið vera einna verst á Suðurnesj- um og Norðurlandi eystra, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar. Frá þessu er greint á vef- síðu Vinnumálastofnunar, www.vinnumalastofnun.is. Góðar atvinnuhorfur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.