Fréttablaðið - 10.06.2007, Side 1

Fréttablaðið - 10.06.2007, Side 1
Jóhann Jóhannsson um nýju sólóplötuna og aðra plötu Orgelkvartettsins Apparats Sunnudagar *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í maí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 46% M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 71% Baugur verður bakhjarl uppgræðslu- verkefnis í Rúanda sem leitt er af Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og skoska auðmann- inum Sir Tom Hunter. Baugur hefur um nokkurt skeið átt í viðskiptum við Hunter, sem hefur fjárfest á Íslandi í Glitni og FL Group. Jón Ásgeir Jóhannesson, sem gerðist starfandi stjórnarformaður Baugs er hann hætti sem forstjóri, segir Hunter hafa byggt upp áhrifa- mikla starfsemi í þróunarhjálp sem Baugur vilji styðja. Verkefnið hefur þann tilgang að kolefnis- jafna starfsemi Baugs um leið og örfoka land er grætt upp og bændur studdir til sjálfshjálpar með ávaxtarækt. Jón Ásgeir segir breytingar á stjórnarskipulagi Baugs Group til að skerpa áherslur og í samræmi við breytt verksvið. Hann vísar á bug vangaveltum um togstreitu milli sín og Hannesar Smárasonar. Stjórnendum FL Group hafi gengið einstaklega vel að ávaxta fjárfestingu í félaginu og hann og forstjóri félagsins séu einhuga um hvert beri að stefna í rekstri þess. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, afhenti í gær Þorsteini Inga Sigfússyni Alheimsorku- verðlaunin við hátíðlega athöfn í Pétursborg. Þorsteinn hlýtur verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur við rannsóknir á sviði orkumála, sér- staklega hvað viðkemur endur- nýjanlegri orku, en hann hefur verið leiðandi í vetnisrannsóknum hér á landi svo árum skiptir. Í þakkarávarpi Þorsteins kvaðst hann „standa á öxlum risa“ á sínu fræðasviði og vísaði þar til íslenskra frumherja í orkumálum. „Framleiðsla og notkun vetnis sem orkubera á Íslandi getur orðið fyrirmynd fyrir heiminn,“ sagði Þorsteinn í ræðu sinni. „Framlag mitt, og miklu frekar míns lands, til þess að draga úr kolefnismengun hefur verið að taka í notkun æ stærra hlutfall endurnýjanlegra orkulinda landsins,“ sagði hann og benti á að Ísland ætti nú þegar heimsmet í hlutfalli endurnýjan- legrar orku, eða 72 prósent. Einnig minntist hann rússneskra frumkvöðla sem margir hverjir hefðu haft mótandi áhrif á feril Þorsteins. Þá þakkaði hann Háskóla Íslands og Íslenskri NýOrku fyrir að hafa veitt sér tækifæri til dáða. Síðast en ekki síst þakkaði Þor- steinn ungum vísindamönnum og nemendum sínum í Háskóla Íslands í gegnum árin. Í Rússlandi er Alheimsorku- verðlaununum líkt við Nóbelsverð- launin. Þorsteinn var valinn úr hópi 146 manna og hlaut verðlaunafé að upphæð tíu milljónir rúblna, um 27 milljónir króna. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Benedikt Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, voru við athöfnina. Verðlaun úr hendi Pútíns Forseti Rússlands veitti Þorsteini Inga Sigfússyni Alheimsorkuverðlaunin við hátíðlega athöfn í gær. Verðlaunin voru veitt fyrir rannsóknir Þorsteins á sviði orkumála. Ein æðsta viðurkenning Rússa. „Þetta eru algjörir villi- menn,“ segir Sigurður Ingimund- arson, þjálfari íslenska landsliðs- ins í körfubolta, en lærisveinar hans áttu í vök að verjast fyrir tap- sárum Kýpverjum undir lok leiks liðanna á Smáþjóðaleikunum í gær. Þegar rúm mínúta var eftir af leiknum misstu leikmenn Kýpur stjórn á sér og réðust að íslensku leikmönnunum og einum dómara leiksins. Íslensku leikmennirnir vörðu sig fyrir höggunum en voru að öðru leyti ekki þátttakendur í ólátunum. Leikurinn var flautaður af í kjölfarið og Íslendingum dæmdur 2-0 sigur. Íslenska liðið hlaut gull- verðlaun á leikunum. Réðust á íslenska liðið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.