Fréttablaðið - 10.06.2007, Page 26

Fréttablaðið - 10.06.2007, Page 26
www.deloitte.is Vegna aukinna umsvifa óskar Fjármálaráðgjöf Deloitte (Financial Advisory Services) eftir sérfræðingum á sviði sérhæfðrar fjármálaráðgjafar. Störfin felast í sérhæfðri fjármálaráðgjöf (Corporate Advisory) til íslenskra og alþjóðlegra fyrirtækja, með áherslu á aðstoð við kaup og sölu fyrirtækja, áreiðanleikakannanir, verðmat og aðra ráðgjöf á sviði fjármála. Verkefni fjármálaráðgjafar Deloitte eru unnin bæði hér á landi og erlendis, oft í nánu samstarfi við erlenda starfsmenn Deloitte. • Fólki sem hefur lokið meistaranámi í fjármálum og hefur reynslu á því sviði • Fólki sem hefur lokið námi í viðskiptafræði, hagfræði eða verkfræði og hefur lagt áherslu á fjármál • Hæfni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæðum vinnubrögðum, frumkvæði og metnaði • Virkum þátttakendum í hópstarfi • Mikilli þekkingu og hæfni í Excel og öðrum Office kerfum Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Starfsferilsskrá sem inniheldur upplýsingar um fyrri störf og menntun sendist á net- fangið aslaug.gudmundardottir@deloitte.is fyrir 28. júní nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Áslaug B. Guðmundardóttir í síma 580 3000. Við erum að leita að: Deloitte er alþjóðlegt endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtæki og leiðandi á sínu sviði. Hjá Deloitte starfa nú um 200 manns víðsvegar um landið, en á alþjóðavísu eru starfsmenn Deloitte um 150.000. Fyrirtækið leggur metnað í að bjóða starfsmönnum sínum upp á gott starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og metnaðarfulla alþjóðlega endurmenntun. Sérfræoingar á svioi fjármálaráogjafar Staða sérfræðings í Barnahúsi Barnaverndarstofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu sérfræðings við Barnahús. Meginverksvið sérfræðingsins er á sviði rannsóknarviðtala við börn þolað kynferðisafbrot, meðferðar barna og ráðgjafar við barnaverndar- nefndir vegna meintra kynferðisbrota. Leitað er eftir félagsráðgjafa, sálfræðingi eða sérfræðingi í uppeldisfræðum. Reynsla á sviði meðferðar barna æskileg en reiknað er með að viðkomandi fái þjálfun í rannsóknarviðtölum. Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að starfsmaður geti ð störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. ð veitir forstjóri Barnavernd- arstofu í síma 530 2600 eða með tölvupósti bragi@bvs.is. nna á vefsíðunni http://bvs.is/ Umsóknarfrestur er til og með 25. júní n.k. Með auglýs- ingu þessari er framlengdur áður auglýstur umsóknarfrestur um starf sérfræðings í Barnahúsi sem birtist á starfatorgi.is 22. apríl -7. maí s.l. Umsóknir skulu berast til Barnaverndarstofu, Borgartúni 21 - Höfðaborg - 105 Rvík. Umsóknir geta gilt í sex mán- uði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.