Fréttablaðið - 10.06.2007, Síða 78

Fréttablaðið - 10.06.2007, Síða 78
„Ef við værum með betri VIP- stúku, meiri umgjörð í kringum landsliðið og strákarnir fengu meira klapp á bakið, þá værum við miklu betri í fótbolta.“ Upptökur á fyrstu sólóplötu rokk- arans Magna Ásgeirssonar, sem standa yfir í Danmörku, ganga prýðilega. Hljóðverið er í sveita- býli rétt fyrir utan Óðinsvé þar sem Magni og félagar hans Baddi og Gunni úr Sóldögg hafa dvalið í góðu yfirlæti. „Við erum að verða búnir að taka upp alla trommugrunna og fullt af gíturum,“ segir Magni. „Þetta er æðislegasta stúdíó sem ég hef komið í. Hérna er allt æðislegt. Við erum lengst úti í sveit og akrar allt í kringum okkur. Við viljum helst ekki fara héðan í burtu. Ég hef hugsað mér að taka upp allar mínar plötur hérna í framtíðinni.“ Magni býst við því að taka upp megnið af plötunni í Danmörku en eitthvað verður þó gert heima á Ís- landi. „Þetta er að koma mjög vel út,“ segir hann. Lögin á plötunni verða öll á ensku og stefnir Magni að því að gefa hana út hér heima í lok júlí og á svipuðum tíma á iTunes. Síðar meir vonast hann til að koma henni á markað erlend- is og verða þá enskar útgáfur af lögum Á móti sól í stað þeirra er- lendu tökulaga sem verða á ís- lensku útgáfunni. Eins og áður segir kann Magni ákaflega vel við sig í Danaveldi. „Hérna bragðast Tuborginn mikið betur en heima. Maður fær sér alltaf einn og einn öl. Það er bara ætlast til þess að þú drekkir bjór í Danmörku og borðir smörrebröd.“ Bætir hann því við að samstarfið við Badda og Gunna gangi eins og í sögu. „Það er rosalega gott að vera bara þrír. Þeir eru mjög reyndir upptökumenn og ef einn nennir ekki að taka upp þá kemur hinn bara í staðinn. Við erum allir bestu vinir.“ Allt æðislegt hjá Magna í Óðinsvéum Stefán Lárus Stefánsson, sendi- herra Íslands hjá Evrópuráðinu, hitti Benedikt XVI páfa í Vatík- aninu í byrjun mánaðarins þar sem hann fékk afhent trúnaðar- bréf. Stefán Lárus, sem er einnig sendiherra Íslands hjá Evrópuráð- inu, segir páfa hafa mikinn per- sónuleika. „Fólk skynjar strax að hann hefur mikinn persónuleika. Um leið og hann kom inn í salinn náði hann tökum á atburðinum, ef svo má segja,“ segir Stefán Lárus. Sendiherrann var ekki einn við at- höfnina því kona hans og synir fylgdu með, sem og Guðni Braga- son, fastafulltrúi Íslands hjá land- búnaðar- og fiskistofnun Samein- uðu þjóðanna í Róm. Mikil viðhöfn fylgir afhendingu trúnaðarbréfa í Páfagarði. Íslend- ingarnir voru sóttir í lögreglufylgd og leiddir inn í höll í Páfagarði, sem hýsir meðal annars íbúð páfa. „Á göngunum voru svissnesku líf- verðirnir sem hafa séð um gæsluna í mörg hundruð ár. Þeir klædd- ust þessum skrautlegu búningum sem Michaelangelo er sagður hafa hannað,“ segir Stefán Lárus. Eftir athöfnina gaf páfi sig á stutt spjall við Íslendingana og þar á meðal syni Stefáns sem eru fjórtán og nítján ára. „Þeim þótti mikið til þess koma að upplifa svona athöfn og sjá hana kannski með öðrum augum en maður sjálf- ur. En það fór ekki framhjá þeim að við vorum að fara í gegnum at- höfn sem hefur verið endurtekin í þúsund ár og fannst mikið til koma. Þeim þótti líka vænt um að hann gaf sér tíma til að heilsa þeim og skiptast á nokkrum orðum,“ segir Stefán Lárus. Í ræðu sem páfi flutti við at- höfnina sagði hann meðal annars að kristin trú hefði í yfir þúsund ár mótað íslenska menningu. Hann ræddi um friðargæslusveitir Ís- lendinga og minntist á nunnurnar í Hafnarfirði sem biðja fyrir vel- ferð Íslendinga á degi hverjum. Að lokum bað hann fyrir guðsblessun allra Íslendinga. „Þrátt fyrir allan þann umbúnað, glæsileika og þá miklu sögu sem er í Vatíkaninu skynjar fólk samt frið- sæld og ró. Og það var eiginlega sú tilfinning sem situr eftir í mér,“ segir Stefán Lárus, sendiherra í Vatíkaninu. Samúraí í silkisokkum 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.