Tíminn - 30.11.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.11.1980, Blaðsíða 1
Eflum Tímann Síðumúla 15 ■ Pósthólf 370 • Reykjavik ■ Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Þótt viö segjum stundum, aö sólin gangi til viöar, þá er það orðafar, sem fyrst og fremst vitnar um, að við höfum átt for- ferður, er bjuggu i miklum skógarlöndum. Hér á landi hefur þetta að vísu sums staðar mátt til sanns vegar færa á meðan birkiskógarnir voru litt eða ekki eyddir. Þar er líkt ástatt um það orðatiltæki, að oft sé i holti heyrandi nær, er segir okkur fyrstog fremstþá sögu, aðbungurogásar, erseinna blés nið- ur i grjót, hafi verið skógi vaxnir á dögun hinna fyrstu kyn- slóða , sem byggðu landið. — Á myndinni hér ofan sjáum við sólina siga i haf í vestri handan Álftaness og roða sléttan Skerjafjörðinn síöustu mínúturnar. — Timamynd: Róbert. Vítamín: Neytendur blekktir á löglegan hátt Vafasamir lyf jaf ram leiðendur merkja oft venjulegt vítamin á þann hátt, að kaupandinn heldur, að um náttúruleg eða lífræn vitamín sé að ræða. Sem dæmi letrar einn þekktur framleiðandi náttúruvítamína, C- vítamín: msyyitiærhy ..ztpse Hip", 1000 mg af C-vítamini i töflu. Fólk heldur að hér sé um vitamin, sem unn- ið er úr „Rosi Hip” jurtarinnar að ræða. Staðreyndin er hins vegar sú, að venjulegri askorbínsýru er bætt í töfl- ur úr rósajurtinni. Þannig eru neyt- endur blekktir á löglegan hátt. © Víða er tært vatn munaður Ekkert líf getur þrifizt án vatns. Þar sem vatnsskortur verður, visnar gróður og fólk og fénaður dregst upp. Miklu fleiri verða þó sjúk- dómum að bráð af völdum mengaðs vatns. Þeir skipta hundruðum milljóna hár hvert. Með þvi fé, sem varið er til háskalegs vígbúnaðar hefði fyrir löngu mátt bæta úr vatnsþörf allra jarðar- búa og breyta heilum eyðimörkum í akurlendi að auki. Fyrir 3-4% af hernaðarútgjöldunum nú væri unnt að sjá öllum f yrir hreinu vatni og koma upp viðunandi salernum á einum áratug. En næsta áratug hafa Sameinuðu þjóðirnar einmitt ákveðið, að skuli vera áratugur vatnsins. Heimilis- Tíminn fylgir blaðinu ' i dag Nú-Tíminn Bls. 26 Hinn hreini tónn er fundinn Fuglaræningjar Afbrotin alvarleg en viðurlög væg Víða um Norðurlönd eru á ferli viðsjárverðir náungar sem sitja um að stela ungum fáséðra fugla, einkum ránfugla, og safana fuglahömum til sölu. Sums staðar hfa þessir menn verið harla mikilvirkir, og helzt leggjast þeir á alfriðaða fugla. En það kemur fyrir lítið, þótt hendur séu hafðar í hári þeirra — viðurlögin eru svo væg, að þeir hvekkjast ekkert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.