Tíminn - 30.11.1980, Blaðsíða 21
'Sunnuda'gur 30. VóVétóÍérT 1980.
‘Í9
Hvaö er sjálfsagöara en að hafa nægð
vatns? Þannig getum við spurt, því að við
erum svo sett, að sjaldan og óvíða er þurrð á
vatni hjá okkur. Á seinni árum þykir svo til
hverjum manni sjálfsagt, að vatn fossi úr
krönum, ef þeim er snúið. En því f jarri, að
þorri jarðarbúa sem jafnvel settur og við. Á
stórum svæðum heims býr fólk við vatnsskort.
Ef einhver frávik verða frá venjulegri úr-
komu, skrælnar gróðuinn og fólk og fénaður
dyr. Mjög víða er vatn í heitum löndum með
þeim ágöllum, að til þess eiga rót sína að rekja
sjúkdómar, sem hrjá á annan milljarð manna,
og í mörgum auðugum iðnaðarlöndum hefur
háttsemi manna verið með þeim hætti síðustu
áratugina, að ár og vötn hafa fyllzt ólyf jan og
jafnvel sjórinn sjálfur eitrazt svo, að það er
vanvænt, er úr honum kemur. Þó að fjöldi
fólks farist úr vatnsskorti, eru þeir þó marg-
falt fleiri, er deyja fyrir aldur vegna þess, að
þeir neyta mengaðs vatns og sóttnæms.
þjáist af trakómu, sem spillir sjón
og veldur aö lokum blindu. Þrjá-
tiu milljónir manna hafa misst
sjónina vegna áblindu. Tvö
hundruð milljónir manna eru með
afmyndaða likamshluta vegna
filaveiki, bilharzia þjái tvö
hundruð milljónir manna og eitt-
hundrað og sextiu milljónir
manna eru með malariu. Þessir
sjúkdómar og margir aðrir valda
meiri þjáningum og örbirgð en
verður með orðum lýst.
Og þó er ekki allt talið. Meö
óhreinu og menguöu vatni, sem
notað er til drykkjar eöa haft til
þvotta, berast sjúkdómar eins og
kólera, taugaveiki, gula og fjöldi
sjúkdóma i meltingarsjúkdóma,
sem valda óskaplegum barna-
dauöa, ekki sizt þar, sem þetta
ástand helzt I hendur við nær-
ingarskort. Tölur herma, að i hin-
um fátæku löndum deyi árlega
sex milljónir barna innan fimm
ára aldurs af völdum iðrasjúk-
dóma einna.
Alls er taliö, að milli tiu og
tuttugu og fimm milljónir manna
deyi árlega úr sjúkdómum, sem
tengjast vondu vatni — með öðr-
um oröum þrjátiu til sjötiu þús-
und manna dag hvern.
Þessi ofboöslegi manndauði
tengist meðal annars skorti á sal-
ernum. Hátt i tveir milljaröar
manna eru án salerna af ein-
hverju tagi, og þvi fylgir, að ná-
lega ógerningur er að verjast
sýklum, sem berast með saur, og
sizt af öllu er þess nokkur kostur,
þar sem þéttbýlt er.
Okkur finnst þetta hræðilegt á-
stand. En eitthvað i þessu likt var
ástatt i okkar heimshluta fyrir
ekki svo ýkjalöngu — opnar
skólprennur við hvers mann dyr i
borgum, sorpi hent út götuna og
svin og hundar snapandi i hroðan-
um. Kólerufaraldrar gusu upp,
taugaveiki var landlæg og barna-
dauðinn sambæriiegur við það,
sem nú gerist i vanþróuðum lönd-
um. Fyrir okkur tslendinga er
vert að gefa gaum að þvi mann-
falli, sem varð meðal skólapilta
og iönnema, sem fóru á þessu
skeiði til Kaulmannahafnar, og
vafalaust hefur að hluta til stafað
af þvi, að fólk, sem kom úr strjál-
býli, þar sem sjúkdómshætta var
minni, þótt þrifnaði væri áfátt,
þoldi ekki þá sýkla, er þar herj-
uðu á það, til jafns við þá, sem á
annaö borð höfðu komizt af
barnsaldri við þau skilyrði, er
gáfust i borgunum.
Nú er á ný svo komiö, að
Vesturlandaþjóðir mega gæta
sin. Dauðinn býr i Nfl og Ganges,
en hann hefur líka tekiö sér ból-
festu i fljótum á Vesturlöndum.
Hálf ævin fer I vatnsburö hjá þessum konum.
£ Framhald á næstu síðu
Óhreint vatn er uppspretta sjúkdóma.
JOLAMARKAÐUR
NÝR MARKAÐUR
Höfum opnað jólamarkað að
Gnoðavogi 44 oPið ki. 13 - is.
Úrval leikfan|2;a(Frönsk og ítölsk) Barnaskíði —
Hjólaskautar — Snjóþotur — 0.m.fL
Allt á markaðsverði
Yerið velkomin í
JÓLAMARKAÐINN
Gnoðarvogi 44 — S. 38860
Glæsibær
CHO
Jólamarkaöurinn
/ ■* i
•OGO*