Tíminn - 30.11.1980, Blaðsíða 7
Sunnudagur 30. nóvember 1980.
Þórarinn Þórarinsson:
íslendingar eignast önd-
vegisrit um sjávarhætti
Jólabækurnar
Lúövlk Kristjánsson og kona hans Helga Proppé.
Fullar horfur viröast á þvf, aö
fleiri bækur veröi gefnar út hér-
lendis á þessu ári en nokkru
sinni fyrr. Þeir, sem koma aö
staöaldri i bókabúöir, hafa séö
tugi bóka bætast viö á hverjum
degi siöustu vikur. Þó munú all-
margar ókomnar enn.
Islenzk bókaútgáfa hefur þau
séreinkenni, að langflestar bæk-
urnar koma út siöustu vikurnar
fyrir jólin. Viðast annars staöar
er bókaútgáfa miklu jafnari allt
áriö.
Vafalitiö stafar þetta af þvi,
að hér hefur sú venja skapazt,
aö bækur séu gefnar til jóla-
gjafa. Þaö er vissulega góöur
siöur aö velja bækur til jóla-
gjafa. Bók, sem veitir lesanda
sinum ánægju, er góö gjöf, og
getur veitt honum gagnlega
hvild eftir annrikiö fyrir jólin.
Þaö er hins vegar spurning,
hvort þetta hefur að öllu leyti
heppileg áhrif á bókaútgáfuna.
Jólabækurnar miöast viö þaö aö
vera eins konar afþreyingar-
lestur og verða misjafnar skáld-
sögur oft fyrir valinu. Minni
rækt er lögð við fræðibækur,
sem ekki eru álitnar eiga eins
stóran lesendahóp.
Þó eru hér góöar undan-
tekningar og flestir bókaútgef-
endur viröast stefna að þvi að
hafa einhver slik rit á boöstól-
um, þótt hitt sé meira áberandi.
í sérflokki
Það er ekki neinum gert rangt
til, þótt staöhæft sé, aö ein
þeirra bóka, sem hefur komiö út
á þessu hausti, er i algerum sér-
flokki og stendur langt spp úr
öllu bókaflóöinu. Hún á vafalltiö
eftir aö verða talin i hópi is-
lenzkra öndvegisrita fyrr og
siöar.
Hér er átt viö fyrsta bindiö af
ritverki Lúöviks Kristjáns-
sonar, íslenzkir sjávarhættir,
en það mun veröa þrjú bindi
alls.
Þetta er I senn mikið bók-
menntaverk og visindaverk.
Þótt þaö sé visindalega unniö,
er þaö létt lestrar. Lúövik hefur
erft marga beztu rithöfundar-
hæfileika Einars Þorkelssonar
afa sins, en hefur enn betra vald
á alþýölegu máli.
Lúövik Kristjánsson er lika
sem fræöimaöur og visinda-
maöur meira en jafnoki Jóns
Þorkelssonar afabróöur sins, en
hann bjargaði mörgum merki-
legum þjóölegum fróðleik frá
glötun. Lúövik hefur gert þaö i
enn rlkari mæli meö ritverki
sinu um sjávarhættina.
Afkastamikill
fræðimaður
Þaö er alltaf erfitt aö dæma
um hver er beztur eða afkasta-
mestur I þessari eöa annarri
starfsgrein. Ég hef veriö aö
reyna aö rifja þaö upp I hugan-
um hver geti talizt afkasta-
mestur og vandvirkastur is-
lenzkra fræðimanna á tuttug-
ustu öldinni. Ég veit, aö Lúövik
Kristjánsson kærir sig hvorki
um aö vera talinn beztur eða
mestur, og ég ætla ekki heldur
aö gera þaö. Ég hefi hins vegar
ekki komiö auga á neinn, sem
tekur honum fram.
Lúövik Kristjánsson er löngu
þjóökunnur fyrir ritstörf sin og
fræöimennsku. Bók hans um
Knud Ziemsen bar þess vitni, aö
þjóöinni haföi bætzt fræöi-
maöur, sem vann verk sitt af
kostgæfni.
Flestar ævisögur, sem
byggðar eru á viötölum viö
söguhetjuna, eru meö þvi marki
brenndar, aö litt er kannaö
hvort frásögnin sé rétt, þótt
veriö sé aö segja frá löngu liön-
um atburöum.
Lúövik Kristjánsson rengdi
ekki sögumann sinn, en kynnti
sér þó sem bezt allar samtlma-
heimildir, og kom þá margt i
ljós, sem Ziemsen var búinn aö
gleyma, en geröi sögu hans
eftirminnilegri. Sagan af Ziem-
sen er þvi merkilegt framlag til
sögu Reykjavlkur.
En þetta var aðeins byrjunar-
verk Lúöviks. Siöan komu
bækur hans, sem fjölluðu um
Vestlendinga, slóöir Jóns Sig-
urðssonar og Þorlák Johnson.
Bak viö öll þessi rit Lúöviks
felst sleitulaust rannsóknar-
starf. Þau eru heimildir, sem
hægt er aö treysta. Meö þeim
hefur verið bjargaö geysilega
miklum fróöleik, sem I framtiö-
inni mun gera eftirminnilega
sögu tslendinga á 19. öld enn
eftirminnilegri en ella.
Jafnframt hafa Islendingar
hér eignazt rit, sem er ánægju-
leg lesning öllum þeim, sem
sækjast eftir sögulegum fróö-
leik.
„Föðurland vort
hálft er hafið,,
Þaö heföi verið hverjum
meðalmanni æriö verkefni aö
vinna að þeim verkefnum, sem
talin eru upp hér á undan. Mesta
verk Lúöviks Kristjánssonar er
þó ótalið. Islenzkir sjávar-
hættir. Aö þvi er hann búinn að
vinna áratugum saman, hefur
rætt viö hundruö manna viös
vegar um land og kannaö ótelj-
andi skriflegar heimildir. ööru
islenzku riti fylgir ekki itarlegri
heimildaskrá en fyrsta bindinu
af Islenzkum sjávarháttum. 1
lesmálinu er svo visað til þess-
ara heimilda, og má af þvi ráöa,
hversu vandlega þetta mikla rit
hefur veriö unniö.
I þessu fyrsta bindi ritverks-
ins, — er fjallaö um fjörunytjar,
strandjurtir, rekaviö, og seli og
selveiöar, — og lýst margvis-
legri nýtingu þjóöarinnar á
þessum hlunnindum á liönum
öldum.
Hér er safnaö saman marg-
vislegum fróöleik, sem hefur
óðum veriö aö gleymast, en
varpar skýru ljósi á hina höröu
lifsbaráttu þjóðarinnar áöur
fyrr.
I framhaldi ritverksins mun
einkum fjallaö um sjósókn
meöan sjór var eingöngu stund-
aður á árabátum, en sá timi
spannar hvorki meira né minna
en fyrstu tiu aldir þjóöarsög-
unnar.
Af lestri fyrsta bindisins I um-
ræddu ritverki Lúöviks
Kristjánssonar veröa áreiöan-
lega flestir þeirra, sem ekki erú
orönir háaldraöir, margs visari
um samskipti Islendinga viö
hafiö og nytjar þess.
Þaö má hiklaust taka undir
þau ummæli Lúöviks, aö þaö
margvislega efni, sem hér hefur
veriö kannaö og fjallaö um, ætti
,,að styöja þaö sannmæli, sem
fólgið er I þessum spaklegu orö-
um Jóns Magnússonar skálds:
Fööurland vort hálft er hafið”.
Kveikjan
Lúövik Kristjánsson varö 67
ára gamall 2. september
siðastl., fæddur og uppalinn i
Stykkishólmi. Hugur hans
stefndi fljótt til mennta og tókst
honum að brjótast áfram af
eigin ramleik og ljúka námi viö
Kennaraskólann. Siöar stundaöi
hann nám I norrænudeild Há-
skólans i tvo vetur, en ekki fékk
hann leyfi til aö ljúka prófi þar,
sökum þess aö hann skorti
stúdentspróf. Ekki mun þó
annar nemandi I þessari merku
háskóladeild hafa unnið sögu
þjóöarinnar öllu meira gagn en
hann og er þá rit hans um is-
lenzka sjávarhætti haft sérstak-
lega i huga.
Lúövik stundaöi kennslustörf
næstu árin, en fræöiiðkanir
munu þó alltaf hafa verið hon-
um efst I huga. Hann fékk
nokkru betri aöstööu til aö sinna
þeim eftir að hann gerðist rit-
stjóri Ægis, timarits Fiskifélags
Islands. Siöari áratugina hefur
hann nær eingöngu helgað sig
fræðistörfum.
Lúövik Kristjánsson segist
hafa fengiö kveikjuna aö Is-
lenzkum sjávarháttum áriö
1928, þegar hann, seytján ára
gamall, réöi sig á togara. „Þá
var eitt sinn á trollvakt, aö
skipsfélagi minn einn, greindur
vel og lesinn, hóf máls á þvi,
hversu nauðsynlegt væri að
bjarga frá gleymsku lýsingu á
lifi og háttum þeirra fiski-
manna, sem sótt höfðu sjó á
árabátum, ferðast milli lands-
fjóröunga og búið I verbúðum.
Sjálfur hafði hann reynslu áf
þeirri sjómennsku. Siðar varð
margt til þess, aö ábending
skipsfélaga mins frá vordögúm
1928 blundaði meö mér”.
Góðir
stuðningsmenn
Eftir aö Lúövlk Kristjánsson
varö ritstjóri Ægis, tók Bjarni
Sæmundsson fiskifræöingur upp
þann þráö, sem Lúövik haföi
fengiö frá skipsfélaga sinum
tæpum áratug áöur. Siöar bætt-
ust þeir ölafur Lárusson
prófessor og Árni Friðriksson
fiskifræöingur i hópinn. Þetta
leiddi til þess, að Lúövik bjó til
grind aö sjávarháttariti.
Arið 1961 fékk Lúövik styrk
frá Visindasjóði til aö kynna sér
þessi mál á Noröurlöndum.
Kristján Eldjárn, sem þá var
þjóöminjavörður, reyndist
Lúövik jafnan góöur stuönings-
maöur.
Þá hefur munað mikiö um
framlag Más Elissonar fiski-
málastjóra, en hann útvegaði
styrki frá ýmsum fyrirtækjum,
tengdum sjávarútvegi, til þess
aö Lúövík gæti gert þetta verk
sitt sem bezt úr garði. Menn-
ingarsjóöur hefur tekið aö sér
útgáfu verksins og hefur lagt
kapp á að gera þaö sem bezt úr
garði. Fyrsta bindiö er prýtt
fjölda mynda og teikninga og
frágangur allur hinn vandaö-
asti.
Lúövik Kristjánsson hefur
þannig fengið hvatningu og til
styrk margra mætra manna viö
þetta starf og þarf þá ekki aö
iöra þess.
Engum á þó Lúövik
Kristjánsson meira aö þakka en
konu sinni, Helgu Proppé, sem
hefur stutt hann meö ráöum og
dáö viö þetta verk eins og önnur,
og veriö honum frábær lifsföru-
nautur.
• •
„Oreigar verði
fullrikir,,
Lúövik Kristjánsson segir i
upphafi rits slns, aö sennilega
hafi enginn lýst eins nákvæm-
lega islenzkum fiskróöri og Arn-
grlmur Brandsson ábóti á Þing-
eyrum. Lýsingu sinni lýkur
hann meö þvi aö segja arðinn af
fiskveiöum svo mikinn, aö
„öreigar veröi fullrikir”.
Þremur áratugum eftir aö
Arngrimur skráöi þetta, hófust
veiöar útlendinga hér viö land I
sivaxandi mæli. Þeir keyptu
einnig fisk af tslendingum.
Lúövik Kristjánsson segir, aö
áhöld geti verið um, hvort is-
lenzkir útvegsmenn hafi i annan
tima komizt i meiri álnir en á 15.
og 16. öld. En þetta átti eftir aö
breytast.
„Aldrei voru landsmenn eins
vanbúnir aö sinna fiskveiöum
og á 17. og 18. öld. Þá sönnuöust
oft, og sennilega sárar en
nokkru sinni fyrr, orö Arngrims
ábóta, aö öll landsbyggðin
mætti sízt án fisks vera”. „Við
hafsbrún sáust þá vlöa skip
langt aö kom'in að sækja i fisk. A
meöan mátti heita, að lands-
menn yröu aö vera meö annan
fótinn I fjörúnni, en hinn I bátn-
um. Endurreisnarmenn boðuðu,
aö fyrst mundi bjarma af degi i
íslenzku þjóðlifi, þegar fiski-
mennirnir ættu heimili á hafinu.
Sá draumur rættist smámsaman
og fyrirheitin, sem. I honum fól-
ust, sönnuöu gildi sitt”.
Þaö er fróölegt aö kynnast
kjörum þjóöarinnar áöur en sá
draumur rættist, og hverníg hún
bjargaöist þá, þrátt fyrir allt.
tslenzkir sjávarhættir eru
ómetanlegt heimildarit um það.
menn og málefni