Tíminn - 30.11.1980, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.11.1980, Blaðsíða 16
16 • I > « « t i t r « t Sunnudagur 30. növémber 1980. Hinn hreini tónn er fundinn Ég kom klukkan hálf tiu að morgni á skrifstofu Garðars Cortes f söngskólanum. Garöar er mjög upptekinn maður, en hafði þrátt fyrir það fallist á að tala við mig um hagi sina og söngfóiks á isiandi. Söngskólinn er i gömlu, virðulegu húsi við Hverfisgötuna, sem hæfir vel sllkri stofnun. Fáir voru f húsinu þennan morgun, þó heyröist sungið hér og þar upp og niður tónstigann, og við fengum gott næði þarna á skrifstofunni. Ég spuröi Garðar fyrst hvar hann hefði fengið söng- bakteriuna: — Ja, ætli hún hafi ekki alltaf blundað I mér... — Hvaövaktihana? — Ég var i menntaskóla úti i Englandi i eitt ár til þess aö læra ensku. bar var tónmenntadeik}, og ég söng i kór skólans, hafði reyndar áður sungið i kór hér heima. Slðan fékk ég einkatima I söng hjá kennara við skólann, ætli bakterian hafi ekki fariö aö vakna þá. Svo kom ég heim, og það liðu tvö ár þar til ég ákvað endanlega aö leggja þetta fyrir mig. ;Ég fór til Englands aftur 1963. Þar var ég I námi I nokkur ár og lauk próf- um vorið 1969. — Komstu svo heim að kenna? — Nei, ég byrjaði á aö auglýsa eftir nemendum úti I Englandi og kenndi þar um tima. Ég kom siöan heim, og réði mig skóla- stjóra til Seyöisfjarðar við tónlistarskólann þar. Eftir þaö hóf ég störf við Réttarholtsskóla. Þar sameinaöi ég enskukennsl- una og tónlistarkennsluna. Ég lét krakkana syngja ýmsa létta enska söngtexta, sem höfðu veriö skrifaöir fyrir skólafólk. Nemendurnir glósuðu textana og lærðu framburð, og lukum við þessu meöþvi aö flytja tvær óper- ur. önnur þeirra var sagan um Jónas i hvalnum. A fyrstu lista- hátiðinni stóð ég fyrir þvi að setja upp örkina hans Nóa eftir Benjamin Britten. I þvi tóku þátt um tvö hundruö manns, einsöngvarar, hljómsveit og nemendur úr skólanum, sem léku dýrin. Sú ópera var flutt átta sinnum í Bústaðakirkju. Söngfólk og hljómlistar- fólk — Hvenær fór Söngskólinn af stað? — Það var ekki fyrr en 1973, að söngskólinn var stofnaöur. Ástæöan fyrir stofnun skólans var sú, að aöstaöa söngvara til menntunar var ekki sú sama og annars tónlistarfólks. Ég hef allt- af verið mjög á móti þeirri skil- greiningu aö tala um söngvara annars vegar og hljómlistarmenn hins vegar, eins og þetta sé tvennt ólikt. Nú er þetta ekki hægt lengur, þvi nú fá söngvarar nákvæmlega sama undirbúning og annað tónlistarfólk hér i söng- skólanum, þannig aö viö tölum aöeins um tónlistarfólk. Við vor- um i leiguhúsnæði á Laufásvegin- um I fyrstu, höfðum þar forleigu- rétt til fimm ára. Eigendurnir neyddust til að selja húsiö og við stóðum á götunni. Við höfðum haft augastað á þessu húsi hér, Hverfisgötu 45, það haföi staöið autt í eitt ár. Við sáum siðan aug- lýsingu i blaðium aöhúsiðværi til sölu, og höföum samband við norska sendiherrann, seni hafði meö máliö að gera. Hún vildi selja okkur en ekki leigja. Það voru settar upp 40 milljónir fyrir húsið, sem var svimandi upphæð fyrir okkur, en viö ákváðum að slá til, finna 40 milljónir einhvers staðarog kaupa húsið. En þá kom babb I bátinn, 40 milljónimar áttu að koma á borðiö, svona, segir Garöar og slær i borðiö. Nú, við ákváðum að halda áfram, og þaö var barist mikiö allan þann vetur. Við þurftum ekki nema tvær milljónir til að fá lyklavöldin og höfðum siöan 3 mánuði til að finna 18 milljónir i viðbót. Þegar það var búiö, höfðum við 12 mánuði til að finna afganginn, 20 milljónir. — Hvernig fóruö þið að þessu? — Þaðer baraeitt orö yfir það: Samstaöa. Það lögðust allir á eitt, kennarar og nemendur. Þeir fóru um allt, sungu á skemmtunum út um borg og bý og lögðu peningana i sjóðinn. Það voru haldnir flóa- markaöir, kökubasarar og kaffi- Kór Söngskólans I Reykjavik, ásamt Garðari Cortes og ólöiu'Harðardóttúr á miðnæturtónleikum i Háskólablói. kvöld. Ogsvokom stærsta hjálpin okkar, miðnæturskemmtanir i Háskólabiói, sem hétu I fyrra „Hvað er svo glatt”, „Góðra vina fundur I ár, og ætli þær heiti ekki „Gleðin skín” á næsta ári. 36.000 broddborgarar? — Hvenær komist þið I Gamla bió? — Við hér i söngskólanum ætl- um okkurekki að komast þangað. — En er ekki söngskdlafólkið það fólk, sem ber uppi íslensku óperuna? — Það fólk, sem starfar hér I söngskólanum, er mjög duglegur ogframsýnn hópur, og er hluti af sty rktarfélögum Islensku óperunnar. Ég er styrktarfélagi, og flestir kennarar og nemendur, ogsvo er auövitað hópur fólks úti i bæ, sem eru styrktarfélagar óperunnar. En þetta með Gamla bió er nú bara draumórar. Viö ætlum okkur aö komast i eitthvert hús, þvl að skilyröið fyrir þvi, aö lslenska óperan geti starfaö, er að hún fái eigið húsnæði, á sama hátt og söngskólinn þurfti sitt húsnæöi. — Þú heldur að lslenska óper- an geti starfaö, þ.e. aö hún fái næga aðsókn? — Ég efast ekki um það. — Þú heldur ekki, að þetta veröi aðeins skemmtun fyrir broddborgara og hástéttir þessa lands? — Ef þú kallar 36.000^10.000 Islendinga, sem sækja óperu Þjóðleikhússins broddborgara, þá er það þitt mál, en ég held, að aðsóknin að ýmsum óperum, sem sýndar hafa verið, sýni fram á, að Garðar Cortes þetta er mögulegt. T.d. fylltum við Háskólabió fimm sinnum með óperunni Pagliacci, sem Islenska óperan flutti i fyrra.Carmen var flutt i Þjóöleikhúsinu 50 sinnum o.s.frv. Við ætlum ekki heldur eingöngu að flytja óperur, heldur einnig óperettur og söngleiki. — Þú heldur þá, að það sé stærrihópur hér, sem hefurhug á óperum en erlendis? — Já, ég held það, miðaö viö höfðatölu eru mun fleiri sem hafa áhuga á óperu, þvi að áhugi á söng og tónlist er mjög mikill á tslandi. Ætlunin er ekki að flytja bara eina eða tvær óperur á ári. Við ætlum að koma á fót stofnun, sem hefur fast starfslið, söngv- ara, hljóðfæraleikara, sauma- konur, ljósameistara o.s.frv., svipað og I leikhúsi, og halda gangandi óperettum og óperusýn- ingum allt árið. — Sumir segja, aö þú sért kraftaverkamaður I Islenskri sönglist. — Hvaöa vitleysa. Nei, nei. Það eru svo margir, karlar og konur, sem hafa gert miklu meiri og stærri hluti en nokkurn timann viöhér í söngskólanum. Samtiðin gleymir oft fortiðinni, og það er sorglegt, viðmegum ekki gleyma þvisem á undan er gengið. Þessir menn, sem störfuöu með tvær hendur tómar.höföu enga mennt- aða aðstoðarmenn i kring um sig og geröu allt af hugsjón, þaö eru mennirnir, sem voru krafta- verkamenn. Við byggjum aðeins á þeirra starfi, þetta eru engin kraftaverk, viö vinnum aöeins úr þvi, sem búiö er að sá. „Ég er enginn kraftaverka- maöur' 4. ’Á.. Sunnudagur 30. nóvember 1980. Talað við Garðar Cortes, skólastjóra söngskólans, um drauma og veruleika í íslensskum söngmálum Garðar afhendir norska sendiherranum Anne Marie Lorentsen 20 milljón króna tékka, en með því var Söngskólinn endanlega eigandi hússins að Hverfisgötu 45. Sinfóníuhljómsveitin í Reykjavik — Sinfóniuhljóms veitin i Reykjavlk, af hverju var hún stofnuð? — Mig dreymdi alltaf um þrihyrninginn — sinfóniuhljóm- sveit, söngskóla og óperu. Mér fannst, að þegar þetta þrennt væri komið þá mundi það styrkja hvað annað og tryggja framtiðina. — Þú vilt ekki nota Sinfóniu- hljómsveit Islands? — Jú, jú, ég hef ekkert á móti þvi. En kaupa hana i hvert skipti, sem við fiytjum óperur eöa mess- ur, er dýrt, þvi þetta er allt at vinnufólk. Árið 1975 leyfði ég mér aö láta annan gamlan draum ræt- ast: Að flytja söngdrápu um Elia spámann, sem ég hafði heyrtúti i Englandi og langaði til að flytja hér.Söngskólinnvarþá orðinn til, kór söngskólans lika, en þá vant- aði mig 50 manna sinfóniuhljóm- sveit. Þaö var of stór biti að kaupa þá alla til að spila, þvi það þurfti töluverðar æfingar. Svo að ég auðglýsti i blööunum eftir fólki, sem vildi spila i nýstofnaðri sinfónluhljómsveit i Reykjavik. Meira að segja held ég, að ég hafi veriö búinn að tilkynna verkefni og dagsetningar i auglýsingunni, áður en nokkur hafði skráð sig i hljómsveitina! Við fengum ágæta hljómsveit, en hver einasti maður var leikmaður, sem sýn(U, að hægt er aö fylla heila sinfóniu- hljómsveit með sliku fólki. Hér var þá staddur erlendur próf- dómari á vegum söngskólans, Michael Head, sem varð mjög hrifinn af þvi, hve vel þessi áhugamannahljómsveit leysti verkefniðaf hendi. Hann skrifaði mér bréf nokkru seinna og sagöist hafa beðið frægan hljómsveitar- stjóra, Sir Adrian Bolt, aö koma mér i samband við hljómsveitar- stjóra, sem gæti kennt mér meira um að stjórna hljómsveit. Þetta var nú svolitiö tvieggjaö, ég tók þetta sem hól, en það er hægt að taka þetta þannig, að ég hafi ekki kunnað neitt, segir Garðar og hlær. En ég tók þetta sem hól um fyrirtækið allt. En sem sagt: Þarna var þetta komið, hljóm- sveit, kór, einsöngvarar, forsenda fyrir óperu. Þessir aðil- ar og nokkrir aörir fluttu siðan óperuna Pagliacci. — Og svo kom gjöfin mikla. — Já, hún gerir þaö mögulegt, sem ég hef alltaf talið forsendu' fyrir starfrækslu óperunnar. Að eignast eigið húsnæði. Aö hjónin Sigurliði og Helga skuii hafa gefið auðæfi sin til menningarmála, verður skráö i' Islandsannála og bömin okkar læra um þetta. Þetta er og verður mikil lyfti- stöng fyrir þá, sem njóta gjafar- innar. Meiri tónlist i grunnskólana — Hvaö viltu segja um tónlistaruppeldi Islendinga? — Þaðerviða góð kennsla, eins og t.d. hjá Jóni Stefánssyni i Arbæjarskóla, þar sem allir nemendur læra viss grunnatriöi I tónfræði, t.d. að lesa nótur og fleira.Enþettaer ekkiallsstaðar svona, og það vantar viöa tónmenntakennara. Viö finnum til þess hér i söngskólanum, að fólk vantar stundum tónmennta- undirstöðuna, þegar það kemur. Ég hef að vlsu ekki nógu góða innsýni málið, enég get sagt þaö, að tónlistarkennslan mætti vera meiri I grunnskólunum. — Helduröu, að popptónlist hafi eitthvaö gildi? — Já, hún hefur eflaust sitt gildi. Annars skiptist popptónlist i mörg svið, og ég er ekki nógu kunnugur á þessum sviöum. Hins vegar finnst mér gaman að göml- um dægurlögum, sem segja má, að séu oröin klassisk, hafa lifað lengi. En ég er nú svolitið gamal- dags. — — Eitthvað að lokum? — Mér er efst i huga, aö draumurinn um Islensku óperuna veröi að veruleika, þannig aö Islenskir söngvarar geti setst viö sama borð og aðrir listamenn, fengið trygga starfsaðstöðu og þurfi ekki aö vera á snöpum úti um allan bæ, sér og sinum til lifs- viðurværis. — Þaö virðist ekki vera svo óliklegt, aö sá draumur rætist. Þaö er enginn vafi á þvi, aö Garöar og hans fólk hefur lyft grettistaki I islenskri sönglist. Hinn hreini tónn viröist vera fundinn. Lesmál: Árni D. Júlíusson Myndir: Guðjón Einarsson a pt*-t**t*' w, i. <v VARA- HLUTIR Höfum mikið úrval varahluta Bronco V8 72 Saab 99 ’74 Austin Allegro ’76 Mazda 616 ’74 Toyota Corolla ’72 Mazda 323 Datsun 1200 ’72 Benz diesel ’69 Benz 250 ’70 Skodi Amigo ’79 WV 1300 ’71 Volga ’74 Cortina ’75 Ford Capri ’70 Sunbeam 1600 ’74 Mini ’75 Volvo 144 ’69 Chevrolet Vega ’73 Benz 220 D. ’69 o. fl. o. fl. Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Sendum um land allt Opið virka daga 9—19 • Laugar- daga 10—16 HEDD HF. Skemmuvegi 20 Kópavogi Sími (91) 7-75-51 (91) 7-80-30 Reynið viðskiptin Bílapartasalan Höfðatúni 10, simi 11397. Höfum notaða varahluti f flestar geröir bila, t.d. vökvastýri, vatns- kassa, fjaðrir, rafgeyma, vélar, felgur o.fl. i Ch. Chevette ’68 Dodge Coronette ’68 Volga ’73 Austin Mini ’75 Morris Marina ’74 Sunbeam ’72 Peugeot 504, 404, 204, ’70, ’74 Volvo Amazon ’66 Willys jeppi ’55 Cortina ’68, ’74 Toyota Mark II ’72 Toyota Corona ’68 VW 1300 ’71 Fiat 127 ’73 Dodge Dart ’72 Austin Gipsy '66 Citroen Pallaz ’73 Citroen Ami ’72 Hilman Hunter ’71 Trabant ’70 Hornet ’71 Vauxhall Viva ’72 Höfum mikið úrval af kerru- efnum. BHapartasalan, Höfðatúni 10. Simar 11397 og 26763. Opiö kl. 9-7, laugar- daga kl. 10-3. Höfum opið I hádeginu. Bilapartasalan, Höfðatúni 10. ÓVENJU HAGSTÆTT VERÐ LIPRIR OG TRAUSTIR RAFMAGNS- OG DISELLYFTARAR W.W. 1206 rafmagnslyftari lyftir 1250 kg. Innbyggt hleðslutæki Verð m/sölusk. kr. 5.900.000.- Nýkr. 59.000.- G.P.W.-2005 díesellyftari Verð m/sölusk. kr. 8.750.000.- Nýkr. 87.500.- G.P.S. 2001 díesellyftari Lyftir 2500 kg. Verð m/sölusk. kr. 10.600.000.- Nýkr. 106.000.- ATHUGIÐ! Tökum notaða lyftarara sem greiðslu v/ kaup á nýjum Hafið samband við sölumenn okkar VCIACCCG Sundaborg 10 — Símar 8-66-55 8 8-66-80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.