Fréttablaðið - 19.06.2007, Page 2

Fréttablaðið - 19.06.2007, Page 2
 Stöðva ber frekari gerð uppbyggðra vega á hálend- inu vegna neikvæðra áhrifa á nátt- úru, landslag og víðerni. Tak- marka skal lagningu annarra vega eins og kostur er. Þetta er mat þverfaglegs vinnuhóps Land- verndar sem hefur unnið grunn að stefnu félagsins um hálendisvegi. Gagnrýnt er í skýrslu vinnuhóps- ins að heildstæða sýn „í vegagerð á hálendinu er ekki að finna í áætl- unum stjórnvalda“. Bergur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landverndar, segir afar brýnt að stjórnvöld móti heildstæða stefnu vegna vega- gerðar á hálendinu. „Það er mikil- vægt að ríkisstjórnin noti kjör- tímabilið til að móta stefnu um hálendið og vinna landskipulag sem hefur náttúruvernd að leiðar- ljósi.“ Bergur segir það sérstakt ánægjuefni að Kristján L. Möller samgönguráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráð- herra hafi að undanförnu lýst þeirri skoðun sinni að ekki verði ráðist í uppbyggingu á Kjalvegi, sem er sú vegagerð á hálendinu sem hefur verið mest í umræð- unni eftir að einkahlutafélagið Norðurvegur var stofnað 2005. Félagið hefur það markmið að sem fyrst verði ráðist í nauðsynlegar undirbúningsathuganir vegna vegagerðarinnar sem stytta á leið- ina á milli Norður- og Suðurlands. Kristján sagði í pistli í Morgun- blaðinu nýlega að ekki stæði til að ráðast í gerð upphækkaðs heil- sársvegs yfir Kjöl. Kristján bend- ir á að í umhverfisskýrslu með til- lögu að tólf ára samgönguáætlun sem samþykkt var 2007 er engin samræmd stefna um landnotkun á hálendinu og þar með ekki vitað hvernig vegagerð þar verður hátt- að. Í skýrslu Landverndar er lögð áhersla á nauðsyn þess að greint sé á milli ferðamannavega og almennra vega bæði hvað varðar gerð vega og val á staðsetningu. Almennir vegir skulu þá almennt byggðir með það að leiðarljósi að gera vegfarendum og flutninga- bílum mögulegt að komast fljótt og örugglega á milli áfangastaða. Ferðamannavegir skulu hins vegar þjóna þeim tilgangi að gera ferðafólki mögulegt að fara í áföngum um áhugaverð svæði sem henta til skoðunar á landslagi og náttúrufari. Vegir á miðhálendi Íslands eiga fyrst og fremst að vera ferðamannavegir og mikil- vægt er að þar verði víðáttumikil vegalaus svæði, segir í skýrsl- unni. Raggi, tókstu við viðurkenning- unni með hangandi hendi? Hálendisvegir taldir hafa neikvæð áhrif á náttúruna Landvernd vill stöðva frekari gerð uppbyggðra vega á hálendinu og takmarka aðra vegagerð eins og kostur er. Kallað er eftir heildstæðri áætlanagerð stjórnvalda. Vilja að miðhálendið verði víðfeðmt vegalaust svæði. Hæstiréttur hefur dæmt nítján ára pilt, Arnar Val Valsson, í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir til- raun til manndráps og fleiri smærri brot. Hæstiréttur þyngdi þar með fimm ára fangelsisdóm Héraðs- dóms Reykjavíkur frá því í nóvem- ber. Arnar Valur stakk sautján ára pilt í bakið með rúmlega fjórtán sentimetra löngum veiðihnífi í afmælisveislu fórnarlambsins í maí í fyrra. Arnar hafði þá haft í hótunum við hann allan daginn með símskilaboðum og símtölum. Arnar mætti í afmælisboð fórn- arlambsins í félagi við aðra, einn þeirra var vopnaður hafnabolta- kylfu. Við komuna reyndi faðir fórnarlambsins að hrekja mennina á brott en þeir létu ekki segjast. Eftir nokkur átök fyrir utan reyndi maður sem ók Arnari á staðinn að aka einn afmælisgestanna niður. Í kjölfarið stakk Arnar afmælis- barnið í bakið og flúði af vett- vangi. Hnífsblaðið gekk inn í bakið, á milli hryggtinda, inn í mænugöng og skaðaði taugar. Fórnarlambið hefur ekkert getað unnið eftir árás- ina auk þess að vera með skerta líkamskrafta. Arnar játaði verknaðinn við yfir- heyrslur, en sagði jafnframt að hann „vildi að [fórnarlambið] hefði drepist“. Hann var dæmdur til að greiða 1,7 milljónir í miskabætur. Auk þess var hann dæmdur fyrir innbrot í bíl og bílstuld. Yfir 700 manns voru handteknir og 31 barni bjargað þegar flett var ofan af viðamiklum barnaklámhring á net- inu að því er bresk yfir- völd greindu frá í gær. Barnaklámhringur- inn var rakinn til spjall- rásar á netinu sem kall- aðist „Börn, ljósið í lífi okkar“ þar sem finna mátti myndir og mynd- skeið af börnum sem sættu grófri kynferðis- legri misnotkun. Dæmi voru um að hægt var að horfa á misnotkunina á netinu á sama tíma og hún átti sér stað. Sum barnanna voru aðeins nokk- urra mánaða gömul. Rúmlega fimmtán af börnunum sem var bjargað voru í Bretlandi. Yfirvöld í 35 löndum tóku þátt í rannsókn málsins sem stóð í rúma tíu mán- uði. Ekki var greint frá um hvaða önnur lönd væri að ræða nema Kanada, Ástralíu, Bandaríkin og Bretland. Rannsókn málsins hófst eftir að yfirvöld í Kanada sendu bresk- um yfirvöldum upp- lýsingar í ágúst síðast- liðnum um spjallrásina sem 27 ára gamall Breti, Timothy David Martyn Cox, var skráður fyrir. Við rannsókn á tölvu Cox fund- ust 75.960 ósæmilegar myndir auk sannana um að hann hefði sent 11.491 mynd til annarra notenda spjallrásarinnar. Björguðu 31 barni Hálfþrítugur maður hefur fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur verið ákærður fyrir að hafa í maí 2005 þvingað tvær mann- eskjur út úr bílum sínum með ofbeldi og hótunum og ekið bílunum á brott. Ók hann á miklum hraða allt til Mosfellsbæjar. Þar missti hann stjórn á bílnum á hringtorgi og ók á tré. Við það stöðvaði kona sem sá óhappið bíl sinn, en maðurinn beið ekki boðanna heldur dró hana út úr bílnum, settist upp í hann og ók á brott. Konan meiddist nokkuð. Krafist er refsingar yfir mannin- um, en til vara að hann verði vistaður á viðeigandi stofnun. Reif fólk úr bíl- um og ók burt Fyrsta íslenska sendiráðið sem gefur út vega- bréfsáritanir til ferðalaga á Schengen-svæðinu er sendiráð Íslands í Peking í Kína. Sérstök deild sér um útgáfu áritananna, og tók hún til starfa 15. júní síðastliðinn. Fyrstu áritanirnar fékk átján manna kínversk sendinefnd sem á að ræða fríverslun milli landanna, samkvæmt tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Frá því Íslendingar hófu þátttöku í Schengen-samstarfinu hafa allar vegabréfsáritanir Íslands verið gefnar út af sendiráðum annarra ríkja. Sendiráð í Kína gefur út áritanir Lögreglan í Borgar- nesi stöðvaði níu ökumenn grunaða um akstur undir áhrifum lyfja frá fimmtudegi þar til í gærkvöldi. Átta af níu voru að koma af Bíladögum á Akureyri, að sögn lögreglu. Lögreglan stöðvaði um kvöld- matarleytið í gær karlmann á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum kókaíns og kannabisefna. Hann var stöðvaður vegna hraðaksturs. Tólf aðrir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í gær, sá sem hraðast ók var mældur á 146 kílómetra hraða. Átta tilvik tengd Bíladögum Evrópusam- bandið og Bandaríkin gáfu í gær fyrirheit um að hefja á ný beinan efnahagsstuðning við Palestínu í kjölfar þess að forseti landsins, Mahmoud Abbas, skipaði nýja stjórn á sunnudaginn sem Hamas- samtökin eiga ekki aðild að. Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Condoleezza Rice, hafði samband við nýjan forsætisráð- herra Palestínu, Salam Fayyad, í gær og greindi honum frá því að Bandaríkin hefðu aflétt efnahags- legri og pólitískri einangrun Palestínu, skref sem ætlað er að styrkja hina nýju stjórn í sessi og stöðu Abbas. Efnahagsaðstoð við Palestínu var hætt eftir að Hamas, sem ESB og Bandaríkin skilgreina sem hryðjuverkasamtök, vann óvæntan kosningasigur á Fatah- hreyfingunni fyrir rúmu ári. Einangrun Pal- estínu aflétt

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.