Fréttablaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 19
[Hlutabréf] Gengi hlutabréfa í bandaríska ál- risanum Alcoa, sem meðal annars rekur álver á Reyðarfirði, hækk- aði um 2,8 prósent í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi í gær eftir að sá orðrómur komst á kreik að ástralska náma- og álfyrirtækið BHP Billiton væri að undirbúa 40 milljarða dala, tæplega 2.500 millj- arða króna, yfirtökutilboð í álris- ann. Fréttaveitan Bloomberg segir yfirtökuáætlum BHP Billit- on skammt á veg komna og hafi stjórnendur námafyrirtækisins ekki átt fund með Alcoa um málið. Bloomberg segir nokkuð líklegt að yfirtökutilboð verði lagt fram, ekki síst eftir forstjóraskipti hjá BHP Billiton í október en þá stíg- ur Charles Goodyear úr sæti for- stjóra fyrir Marius Kloppers, sem þykir mjög jákvæður fyrir yfir- tökunni. Goodyear var aftur á móti andvígur þess háttar skrefum. Alcan í yfirtöku? Marel hefur selt kínverska mat- vælaframleiðandanum Pacif- ic Andes upplýsingakerfi sem notað verður í nýrri verksmiðju fyrirtækisins í Quingdao-héraði í Kína. Marel mun í kjölfarið opna skrifstou í Kína og leggja aukna áherslu á innreið sína á markað- inn. Kerfið frá Marel er fram- leiðslueftirlitskerfi, sem miðar að því að ná sem mestri nýt- ingu á hráefni við framleiðslu á unnum fiskafurðum. Pacific Andes hefur höfuð- stöðvar í Hong Kong og er eitt af stærstu fiskveiði- og vinnslufyr- irtækjum heims. Í verksmiðju fyrirtækisins á Quingdao-hér- aði munu 3.200 manns vinna við kerfið sem miðar að því að ná sem mestri nýtingu á hráefni við framleiðslu á unnum fiskafurð- um. Með innleiðingu á búnað- inum í haust, sem er fimmta og nýjasta kynslóð hugbúnaðarins af þessari gerð frá Marel, geta stjórnendur sömuleiðis fylgst náið með framleiðsluferlinu frá degi til dags, brugðist skjótt við því sem má fara betur og aukið bæði afköst og nýtingu. Marel selur í Kína Sumarskóli TBR 2007 -nýtt skipulag! Sumarskóli TBR hefur verið starfræktur í 20 sumur. Þetta er alhliða íþróttaskóli og eru fjölmargar íþróttagreinar á dagskrá. Badmintoníþróttin skipar þó veglegan sess, enda er hún aðalíþrótt TBR. Við starfrækjum íþróttaskóla fyrir 6-13 ára börn í sumar. Skipt er í hópa eftir aldri. Á námskeiðinu er stefnt að því að kynna nemendum helstu grunnatriði badmintoníþróttarinnar.Kennslan fer bæði fram á leikjaformi og í formi tækniæfinga og skiptist erfiðleikastig þeirra eftir aldri og getustigi þátttakenda. Einnig kynnast nemendur helstu leikreglum. Námskeiðið er fjölbreytt, spennandi og skemmtilegt og við nýtum okkar frábæru staðsetningu í Laugardalnum, auk þess að fara í stuttar ferðir með strætó út fyrir dalinn. Á hverju námskeiði er m.a. farið í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn, í sund í Laugardalnum, ratleik í Elliðaárdalnum, Nauthólsvík heimsótt o.s.frv. Hverju námskeiði lýkur með hátíðardagskrá með ýmsum skemmtilegum viðburðum. Boðið verður upp á bæði heils- og hálfsdagsvistun, frá 9-13 og 9-16. Möguleiki er á gæslu frá 8-9 og frá 16-17. Boðið er upp á léttan hádegisverð fyrir börn sem eru í heilsdagsvistun. Þjálfarar eru m.a. Skúli Sigurðsson íþróttakennari, Broddi Kristjánsson íþróttakennari, Tinna Helgadóttir badmintonþjálfari, Árni Þór Hallgrímsson badmintonþjálfari, Jónas Huang badmintonþjálfari. Námskeið 2 25. júní - 6. júlí Námskeið 3 7. ágúst - 20. ágúst Öll börn í Sumarskólanum fá jafna viðurkenningu fyrir þátttöku og verðlaunapening eins og stefna ÍSÍ í þjálfun barna og unglinga segir til um. Verð er kr. 8.000 fyrir námskeið kl. 9-13 og kr. 15.000 fyrir námskeið kl. 9-16. Upplýsingar og innritun í síma 581-2266. TENNIS- OG BADMINTONFÉLAG REYKJAVÍKUR Gnoðarvogi 1, 104 Reykjavík, Sími: 581-2266 tbr@tbr.is www.tbr.is Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express SÉRFERÐIR Verð á mann í tvíbýli 149.900 kr. Innifalið: Flug og skattar, gisting í tíu nætur ásamt morgunverði, allar rútu- og skoðunarferðir og íslensk fararstjórn. Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 29. ágúst–8. september Andalúsía á Spáni býður upp á fagurt landslag, fjölskrúðugt mannlíf og dásamlega matargerð. Fararstjórinn sem er Þórarinn Sigurbergsson, þekkir hvern stokk og stein á þessu stórmerka svæði. Ferðalýsing: Granada: Alhambra-höllin sem og listigarðar Alhambra og dómkirkjan. Flamenco-kvöld fyrir þá sem vilja. Sevilla, höfuðborg Andalúsíu: La Giralda bæjarturninn, ein stærsta gotneska dómkirkja Evrópu, konunglega borgarvirkið og ein best varðveitta mudéjar-höllin á Spáni. Einnig dagsferð í La Doñana þjóðgarðinn sem er engu líkur. Cordóba: Undurfögur borg sem hefur m.a. að geyma næststærstu mosku í heimi. Alcoy: Hin einstaka fjallaborg í Alicante-héraði heimsótt. Boðið upp á ógleymanlegan sælkerakvöldverð. Lokadagur: Farið í skoðunar- ferð um Alicante-hérað, fjalllendi og strendur. Flogið heim um kvöldið. Lágmarksþátttaka er 20 manns. Andalúsía Í fótspor Márans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.