Fréttablaðið - 19.06.2007, Side 21

Fréttablaðið - 19.06.2007, Side 21
Þórsteinn Ágústsson, eigandi heilsuvöru- verslunarinnar Góð Heilsa á horni Njálsgötu og Klapparstígs, hefur lifað mjög heilsusamlegu lífi rúmlega hálfa ævi sína og þó er hann ekki nema þrjátíu og tveggja ára. Aðeins sextán ára gamall byrjaði Þórsteinn að stunda hlaup og jóga og hefur ekki hnikað af þeirri leið síðan. „Það má segja að ég hafi tekið alla þessa lifnað- arhætti upp á sama tíma. Til dæmis kom matar- æðið svolítið í kjölfar jógans og hugleiðslunnar, enda tengjast hugur og líkami á ákveðinn hátt,“ segir Þórsteinn. Í dag skrifar Þórsteinn sitt góða heilsufar mest- megnis á jóga og hreyfingu, en ekki síður á hollt og gott mataræði. Hann hefur verið grænmeti- sæta frá sextán ára aldri og borðar hvorki kjöt né fisk. „Ég byrja alltaf daginn á því að útbúa mér hrist- ing sem inniheldur meðal annars frosin ber, banana, hörfræ, mysuprótein og svo einhvern ávaxtasafa,“ segir Þórsteinn og bætir því við að af þessum góða drykk verði hann mettur fram að hádegi „Þá fer ég oft á einhvern af þessum græn- metisstöðum sem eru í grennd við verslunina til dæmis Garðinn sem er við hliðina á henni eða aðra nærliggjandi staði.“ Þórsteinn hleypur meira en flestir meðalmenn og konur, eða um það bil sex sinnum í viku, allt frá fimm og upp í þrjátíu kílómetra í senn. Spurður að því hvort hann telji skokkið ávanabindandi svarar þessi hressi maður umbúðalaust að svo sé „Það er engin spurning. Þetta er endorfín beint í æð.“ Endorfín beint í æð Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.