Fréttablaðið - 19.06.2007, Side 26

Fréttablaðið - 19.06.2007, Side 26
 19. JÚNÍ 2007 ÞRIÐJUDAGUR2 fréttablaðið hola í höggi Golfsamtök fatlaðra á Íslandi leita stöðugt leiða við að bæta þjónustu sína við félagsmenn. Nýlega tóku þau í notkun bíl sem auðveldar hreyfihömluð- um að leika golf án fyrirstöðu. „Við erum búin að fjárfesta í raf- magnsbíl, sem auðveldar fólki sem á erfitt með gang að leika golf,“ segir Hörður Barðdal, formaður GSFÍ, Golfsamtaka fatlaðra á Íslandi, sem standa meðal annars fyrir golfkennslu fyrir fatlaða í Básum. „Markmiðið er að breiða út svokall- að sitjandi gólf, enda ætti hreyfi- hömlun ekki að vera fyrirstaða fyrir þátttöku í þessari íþrótt.“ Rafmagnsbíllinn er því nýjasta útspil Golfsamtaka fatlaðra sem hafa verið í stöðugum vexti síðan þau voru stofnuð árið 1995. Þá var ekki margt í boði fyrir fatlaða golf- spilara hérlendis og þurfti Hörður, sem átti frumkvæði að stofnun þeirra, að leita fyrirmynda erlend- is frá. „Þegar ég fór að kanna málið í byrjun níunda áratugarins, var ekki mikið um að vera og ég hélt í fyrstu að ekki væru til sambæri- leg samtök úti í heimi,“ rifjar hann upp. „Nánari eftirgrennslan leiddi þó í ljós að til voru golfsamtök fatlaðra, sem kallast The One Armed Golfer´s Society, og höfðu starfað alveg frá árinu 1932. Um það leyti sem ég var að spá í spilin, var síðan farið að stofna samtök víðsvegar um heim. Í Svíþjóð árið 1992, stuttu áður á Englandi, og í Þýskalandi árið 1995, eða sama ár og íslensku samtökin voru stofn- uð.“ Forsvarsmenn íslensku sam- takanna sátu ekki auðum hönd- um eftir stofnunina, heldur gerðu sér lítið fyrir og sendu keppendur á alþjóðlegt golfmót fatlaðra sem haldið var í Swinton á Englandi árið 1998. Þá kepptu Hörður og Gunnar Hjartarson, sem er jafn- framt þekktur fyrir þátttöku sína í biljarð, fyrir Íslands hönd. Óhætt er að segja að félagarnir hafi stað- ið sig með prýði, þar sem Gunnar náði fyrsta og öðru sæti. Eru þá óupptalin innanlandsmótin sem samtökin hafa staðið fyrir nánast árlega frá 1995. „Þetta sýnir bara að golf og fötlun hafa lengi átt samleið,“ segir Hörður. „Fötlun er því engin fyrirstaða og við tökum vel á móti öllum sem sýna þessari íþrótt áhuga. Gildir einu um hvers konar fötlun er að ræða, líkamlega eða andlega, þar sem við reynum að sníða golfkennsluna út frá sérþörfum hvers og eins. Sem stendur erum við með hóp sem mætir reglulega í kennslu og telur sex manns svo við getum enn bætt við okkur.“ Golfkennsla fyrir fatlaða fer fram í Básum alla miðvikudaga frá klukkan fjögur til sex og byrjar í janúar og stendur yfir fram til september. Nánari upp- lýsingar undir liðnum „klúbbar“ á síðunni www.golf.is . roald@frettabladid.is Sitjandi golf að breiðast út Hörður Barðdal, formaður GSFÍ, hefur unnið hörðum höndum að því að bæta þjónustu við fatlaða golfspilara. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nýr leikur frá Tiger Woods er kominn á markaðinn. Hann heitir Tiger Woods PGA Tour 07 og er gefinn út hér á landi af Senu. Í leiknum er hægt að spila sem bestu golfarar heims en einnig er hægt að búa til eigin persónur, til dæmis sjálfan sig. Keppt er á völlum sem eru til í raun og veru og margir möguleikar eru fyrir hendi í leiknum. Meðal annars er hægt að keppa á öllum helstu stórmótum sem fram fara í golfi og einnig hægt að spila sig upp og spila að lokum við Tiger sjálfan. Leikur- inn inniheldur nýtt sveiflukerfi sem auðveldar leikmönnum að ná betri og nákvæmari höggum. Stafræn sveifla með Tiger Woods Eins og sést á myndinni er öll grafík í tölvuleiknum mjög góð. www.cargobilar.is Sendibílar til leigu Krefst ekki meiraprófs réttinda Hjá Icefin kaupirðu milliliðalaust af framleiðanda sem tryggir þér gæðavöru á betra verði. • Útivistarjakki • Buxur • Flís undirföt • Flís peysa • Bakpoki • Hanskar • Húfa Outdoor 06 Útivistarpakkinn ...alklæðnaður fyrir aktíft fólk Allur pak kinn!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.