Fréttablaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 28
 19. JÚNÍ 2007 ÞRIÐJUDAGUR4 fréttablaðið hola í höggi Golfklúbburinn Keilir heldur úti öflugu barna- og unglingastarfi. „Við erum með sumarnám- skeið í samstarfi við Hafnarfjarð- arbæ. Það eru um tuttugu krakk- ar á hverju námskeiði á aldrinum sjö til þrettán ára,“ segir Hörður Arnarson, yfirgolfkennari í Keili. Hann segir þessi námskeið vera fyrir byrjendur og séu kynning á íþróttinni. „Við erum með sérlega góða aðstöðu hér til þess að taka á móti krökkunum, bæði inni og úti, svo veðrið skiptir orðið litlu máli fyrir okkur.“ Að auki er í Keili hópur barna og unglinga sem æfir innan félags- ins að staðaldri. Hörður segir það vera um 85 krakka á aldrinum átta til átján ára. Þau séu á skipulögð- um æfingum tvisvar til þrisvar í viku og auk þess æfi þau sig sjálf þess á milli. Að sögn Harðar eru flestir stærstu golfklúbbarnir með sum- arnámskeið fyrir börn í samstarfi við viðkomandi bæjarfélög. Golfnámskeið fyrir börn Hvaleyrarvöllur Systkinin Lúðvík og Þórdís Geirsbörn fara fagmannlega með púttkylfurnar á Hvaleyr- arvellinum í Hafnarfirði. „Þórdís er búin að læra svo mikið síðan ég kenndi henni á sínum tíma að ég á engan séns í hana lengur. Nýfermd var hún farin að slá fram úr mér, var í landsliðinu um tíma og hefur náð nokkrum Íslandsmeistaratitlum. Við hjón- in erum reyndar að fara að sinna golfinu af alvöru þannig að það er aldrei að vita nema ég nái henni aftur,“ segir Lúðvík glettinn þegar þau systkinin eru spurð hvort rígur sé á milli þeirra á vellinum. Lúðvík og Þórdís ólust upp á Hvaleyrarholtinu og segja golf- völlinn hafa verið þeirra leik- svæði. „Ég byrjaði að koma hing- að sem krakki þegar völlurinn var nýr, kringum 67-68 og eign- aðist fljótlega kylfur. Svo var ég að draga fyrir karlana, ganga um fjöruna og finna bolta,“ rifjar Lúð- vík upp. „Tvíburasysturnar Þór- dís og Ásdís eru sex árum yngri en ég og voru rétt byrjaðar að standa í fæturna þegar ég fór að draga þær hingað niður eftir. Þórdís fór aldrei heim aftur. Hún er búin að vera hér í fjörutíu ár!“ Hvað skyldi hafa orðið til þess að Þórdís ílentist í golfinu en ekki hin systkinin? „Það var rosalega góður hópur á svipuðum aldri og ég sem stund- aði golfið á þessum tíma,“ svarar hún. „Ég var reyndar eina stelp- an en varð fljótt jafnvíg strákun- um og gaf þeim því ekki kost á að skilja mig útundan. Ég byrjaði líka eins og Lúlli á að draga fyrir meistaraflokksfólk og fljótlega fór ég að læra reglur golfsins og hvernig á að haga sér. Það er hluti af íþróttinni. Umgengnisreglurn- ar eru þroskandi og byggja meðal annars á snyrtimennsku og hátt- vísi.“ Það var fyrir fjörutíu árum sem golfklúbburinn Keilir var stofn- aður og völlurinn lagður á Hval- eyrarholtinu. „Hér voru bújarðir og fyrsta klúbbhúsið var gamalt býli. Eflaust væri hér íbúðar- eða iðnaðarsvæði ef menn hefðu ekki haft þá forsjálni að koma þessum velli á. Hann hefur síðan stækkað og út í hraunið,“ segir bæjarstjór- inn og er ekki í vafa um gildi vall- arins fyrir Hafnarfjörð. „Völlurinn hefur mikla þýð- ingu, fyrst og fremst sem útivist- arsvæði því hann er eins og vin í bænum. Í öðru lagi er golfið orð- inn stór þáttur í ferðaþjónustu í Hafnarfirði. Það er víst bara hér og á Hawaii sem golfvellir eru í hrauni og hingað kemur fólk bæði frá öðrum stöðum á Íslandi og utan úr heimi til að slá kúlu. Hér hafa verið haldin stór alþjóðleg mót og margir þekktustu kylfing- ar heims hafa spilað hér á undan- förnum árum. Ekki má svo gleyma því að hér er unnið mikið uppeld- is- og æskulýðsstarf sem er mjög mikilvægt.“ Þórdís er sama sinnis. „Þegar ég var að byrja um 12 ára aldur- inn þá var ég með þeim yngstu á svæðinu,“ segir hún. „Við fórum á völlinn með nesti og vorum fram á kvöld en þá voru engar skipu- lagðar æfingar fyrir krakka. Nú eru fimm til sex ára börn byrjuð á námskeiðum og það er æðislegt.“ Sjálf hefur hún miklu að miðla í íþróttinni. Skyldi hún stundum taka bróður sinn í tíma? „Það er regla í golfinu að menn segi ekki hver öðrum til nema þeir biðji um það en Lúlli er ekk- ert feiminn að spyrja mig ráða ef hann vill laga eitthvað.“ Nú finnst bæjarstjóranum ástæða til að minna á upphafið. „Þegar fólk hefur orð á því við mig hversu góður kylfingur systir mín sé þá segi ég auðvitað. „Já, það var ég sem kenndi henni!“ Því neitar Þór- dís ekki. „Ég stal að minnsta kosti kylfunum hans,“ segir hún glað- lega. gun@frettabladid.is Ólust upp á Hvaleyrarvelli Þórdís og Lúðvík æfa púttið. Þau segjast þó fara alltof sjaldan saman á völlinn núorðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI sportvision w w w. p l u s m i n u s . i s Suðurlandsbraut 4 l sími 517 0317 Ástríða | Stíll | Reisn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.