Fréttablaðið - 19.06.2007, Side 30
19. JÚNÍ 2007 ÞRIÐJUDAGUR6 fréttablaðið hola í höggi
Ragnhildur Sigurðardóttir at-
vinnukylfingur hefur spilað golf
frá 1983 og veit að hverju konur
í golfi þurfa að huga. Hún getur
því gefið nokkur góð ráð sem
ágætt er að hafa í huga.
1. Mundu að þú ert í golfi til að
hafa gaman af því
Golf er þannig samansett að það
kallar fram bæði bestu og verstu
hliðar fólks. Þegar öldudalirnir
eru djúpir er mikilvægt að rifja
upp að þetta er nú bara leikur
með öllum þeim áskorunum sem
í honum felast.
2. Gerðu pútterinn að uppáhalds-
kylfunni í pokanum
Pútterinn ætti að vera besti vinur
þinn. Hann getur orðið það ef þú
sinnir honum. Púttaðu í hvert
skipti áður en þú ferð að spila og
áður en þú ferð á æfingasvæðið
að slá, þannig eykur þú líkurnar á
betra skori og bjartara brosi.
3. Kláraðu sveifluna og notaðu
fæturna
Við konurnar erum ekki jafn
sterkar líkamlega og karlmenn.
Því er mikilvægt fyrir okkur að
nota sterkustu vöðvana okkar
sem eru í fótunum. Notaðu fæt-
urna og endaðu í jafnvægi þannig
að mjaðmir snúi í átt að lending-
arstað boltans.
4. Spilaðu eins margar holur og
henta þér
Þegar tíminn er knappur og mikið
að gera (á stóru heimili), finnst
mér betra að spila þrjár holur
heldur en ekki neitt. Ég fer þá,
(oft á kvöldin) og tek stundum
fleiri en einn bolta ef enginn er
fyrir aftan mig og kem heim end-
urnærð eftir fjörutíu mínútur á
golfvellinum.
5. Stofnaðu spilahóp með vinkon-
um þínum
Það að spila með vinum sínum er
hvetjandi og að eiga fastan spila-
tíma einu sinni í viku getur gert
gæfumuninn.
emilia@frettabladid.is
Pútterinn í uppáhaldi
Ragnhildur segir að mestu skipti að hafa gaman af golfinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR HNEFILL
Sigurpáll Geir Sveinsson, í golfklúbbn-
um Kili í Mosfellsbæ, hefur verið
atkvæðamikill kylfingur á undanförn-
um árum. Í fyrrahaust vann hann sinn
fyrsta keppnisrétt inn á atvinnumanna-
mót erlendis. Það var á sænsku móta-
röðina í golfi og hóf Sigurpáll keppni í
vor.
Sigurpáll hefur æft golf frá þrettán ára
aldri, það er 1988. „Það þótti ungt þá en í
dag er ekki óeðlilegt að börn byrji fimm
ára gömul í golfi,“ segir Sigurpáll og bætir
því við að hann hafi strax fundið að þetta
ætti vel við hann. „Sennilega er ástæðan sú
að einstaklingsíþróttir henta mér betur en
hópíþróttir. Svo fannst mér heillandi að slá
litla kúlu út í loftið og reyna að vera eins ná-
kvæmur og mögulegt er.“
Spurður hversu mikið hann æfi að stað-
aldri, segir Sigurpáll: „Yfir háveturinn,
þegar engin mót eru í gangi, hef ég verið
að æfa þrisvar til fjórum sinnum í viku í
eina til tvær klukkustundir í senn. Í mars
hefst venjulega undirbúningstímabilið og
þá æfi ég og spila að meðaltali í 24 tíma á
viku.“ Þegar keppnistímabilið hefst æfir
Sigurpáll í tvo til fjóra klukkutíma á dag,
stundum meira og stundum minna.
„Það skemmtilegasta við golfið er að
þar er maður bara einn að hugsa um sig
og sitt golf. Svo eru það náttúrulega þessi
fullkomnu högg inn á milli sem drífa
mann áfram,“ segir Sigurpáll og bætir við:
„Félagsskapurinn í kringum golfið er líka
einstakur.“
Sigurpáll viðurkennir að stundum fái
hann nóg af golfi. „Þá reyni ég að taka eina
viku í frí en þá er maður orðinn hungraður
í að fara að æfa aftur og verða betri. Það er
nauðsynlegt að taka sér pásu inn á milli því
of mikið golf getur haft slæm áhrif á get-
una.“
Sigurpáll hefur orðið Íslandsmeistari
þrisvar sinnum, árin 1994, 1998 og 2002.
„Svo hef ég orðið Íslandsmeistari með sveit-
unum mínum; Golfklúbbi Akureyrar árið
1998 og með Kili í Mosfellsbæ árin 2005 og
2006,“ segir Sigurpáll sem hefur sigrað á
mörgum mótum á íslensku mótaröðinni um
árin. „Í fyrra vann ég svo minn fyrsta at-
vinnumannamótsrétt erlendis. Það var úr-
tökumót fyrir sænsku mótaröðina þar sem
ég mun spila að miklu leyti í sumar. Ég hef
farið ágætlega af stað og komist í gegnum
alla niðurskurði en það vantar herslumun-
inn í púttunum til að ég geti blandað mér í
baráttuna um sigur.“
Árið í ár er það fyrsta sem Sigurpáll
keppir mikið erlendis sem atvinnumaður.
„Það verða líklega 7-9 mót hjá mér erlendis
og 5-6 heima á Íslandi.“
Sigurpáll svarar þeirri spurningu ját-
andi hvort það séu miklir peningar í golf-
inu. „Það má segja að þetta sé deildaskipt.
Birgir Leifur er að spila í fyrstu deild í Evr-
ópu þar sem sigur í móti getur gefið marga
tugi milljóna. Sjálfur er ég að spila í þriðju
deild og er í raun að nota hana til að undir-
búa mig fyrir úrtökumót í fyrstu deildina,“
segir Sigurpáll sem miðar nú allar æfingar
sínar og markmið við að vera í formi í sept-
ember til að komast í fyrstu deildina í Evr-
ópu. sigridurh@frettabladid.is
Stefnir á fyrstu deildina í Evrópu
Sigurpáll Geir Sveinsson hóf keppni á sænsku mótaröðinni í golfi í vor og hefur farið ágætlega af stað. Enn
vantar hann þó herslumuninn í púttunum til að blanda sér í toppbaráttuna í Svíþjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Fiat Grande Punto
Númer 1 í Evrópu
Frábær bíll – punktur!
• Stíll. Hannaður í anda Maserati af Giorgetto
Giugiaro.
• Eyðsla. Aðeins 6 lítrar á hverja 100 km
í blönduðum akstri.
• Öryggi. 5 stjörnur í Euro Ncap. 6 loftpúðar.
Malarhöfða 2a • 110 Reykjavík
Sími 570 9900 • www.fiat.is
Opið:
virka daga frá 8–18
laugardaga frá 12–16
Saga er umboðsaðili fyrir Alfa Romeo, Ducati, Ferrari, Fiat og Maserati
Fiat PuntoFiat Ducato Fiat Scudo Fiat MultiplaFiat Dobló Fiat Panda Fiat Croma
Þjónusta alla leið!
Varahlutaþjónusta og eigið verkstæði á staðnum.