Fréttablaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 40
Sautjándi júní hefur yfir- leitt verið hulinn fár- viðrum, grenjandi rign- ingu eða jarðskjálftum af stærri gerðinni. Hing- að til hefur yfirleitt verið rætt um svokall- að „17.júní“-veður sem samanstend- ur af góðum blæstri, smáskúrum og blautum fötum. En á sunnudag- inn var annað upp á teningnum, sólin samgladdist þessari litlu þjóð og lék við hvurn sinn fingur. Meira að segja hinn ágæti vindur lét lítið fyrir sér fara og fánarnir knúsuðu því bara fánastangirnar í staðinn fyrir að líta út fyrir að vera á stöð- ugum flótta. Þjóðhátíðardagur Íslendinga er eflaust ekki frábrugðinn þjóðhátíð- ardögum annarra þjóða. Og við stát- um í það minnsta af alvöru dagsetn- ingu, annað en Bretarnir. Kannski ber það líka vott um þann byltingar- anda sem liggur einhvers staðar djúpt í hjörtum þjóðarinnar að hann ber upp á afmæli lýðveldishetjunnar Jóns Sigurðssonar, svona eins og hjá kommúnísku löndunum . Sautjánda júní fylgir yfirleitt mikið þramm í miklum mann- fjölda á litlu svæði. Að ógleymd- um biðröðum í hvers kyns hoppu- kastala styrkta af stórfyrirtækjum á borð við Kók og Svala. Og þá má ekki gleyma blöðrunum og öllu hinu glingrinu sem fylgir auk lagsins góða en það skal sungið við hvert tækifæri. Mestu máli skiptir þó fyrir smáfólkið að nýta sér þennan auka nammmidag og fá foreldrana til að festa kaup á sem mestum sykri. Sykurflos, snuð og gosdrykk- ir. En vandamálið er hins vegar að á þessum ágæta degi sitja börnin hins vegar ekki fyrir framan viðtækin og geta einbeitt sér algjörlega að góð- gætinu heldur er svo margt sem dreifir huganum. Því eru það for- eldrarnir sem fara hvað verst út úr þessu öllu enda tímir enginn núorð- ið að henda peningunum. Og full- orðna fólkið neyðist því til að klára brjóstsykurinn í tudduformi og bleika sykurinn. Drekka allt kókið á meðan börnin hoppa frá sér allt vit og á endanum eru það því þau sem liggja óvíg eftir af sykursjokki á meðan börnin heimta aðra blöðru og annan fána. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Bjóðum nú frábært tilboð í 2 vikur 30. júní eða 1 eða 2 vikur 7. júlí á allra síðustu sætunum til Rhodos, eyju sólarinnar. Þú bókar flugsæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tæki- færið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað. Stökktu til Rhodos Verð kr. 49.990 í viku /59.990 í 2 vikur Netverð á mann , m.v. 2 fullorðna í herbergi/stúdíó/íbúð í 1 eða 2 vikur. Stökktu tilboð 30. júní og 7. júlí. 30. júní eða 7. júlí frá kr. 39.990 Allra síðustu sætin Verð kr. 39.990 í viku /49.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 1 eða 2 vikur. Stökktu tilboð 30. júní og 7. júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.