Fréttablaðið - 01.07.2007, Page 4

Fréttablaðið - 01.07.2007, Page 4
„Fjölskyldan er afar ánægð með störf björgunarsveitanna og lögreglu og viljum skila þakk- læti til þeirra. Þeir brugðust vel við,“ segir Þorgrímur G. Daní- elsson, sóknarprestur á Grenjað- arstað og faðir Brands Þorgríms- sonar, sextán ára pilts sem féll 11 metra ofan í Laxá í Aðaldal á föstudag. Brandur kom að brúnni á reið- hjóli á miklum hraða. Hann rakst á brúarhandriðið og steyptist yfir það. Það varð honum til happs að lenda á krónu birkitrés í gilinu sem tók af honum mesta fallið áður en hann hrapaði á klettasnös og þaðan út í ána. Um 11 metra fall er fram af brúnni. Brandur var fyrst lagður inn á sjúkrahúsið á Húsavík en dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þar sem hann gekkst undir aðgerð í gær. Hann slapp furðu vel miðað við aðstæður, hlaut nokkur smábrot á hendi og við olnboga. Þorgrímur segir að foreldrun- um hafi verið brugðið þegar þeir fréttu af slysinu en það hafi þó verið bót í máli að fá fréttirnar beint frá Brandi sem hringdi í móður sína úr GSM-síma sínum þegar hann hafði fikrað sig upp á árbakkann í gilinu. Hringdi fyrst í móður sína Úrvalsvísitala Kaup- hallar Íslands hækkaði um 29,5 prósent á fyrri hluta ársins sem jafngildir 59 prósenta hækkun á ársgrundvelli. Á fyrri hluta ársins í fyrra lækkaði vísitalan um 1,2 prósent að sögn Vegvísis Landsbankans. Á öðrum ársfjórðungi nam hækkunin um 10,8 prósentum. Aukinn hagnaður og væntingar um frekari vöxt félaga, einkum fjármálafyrirtækja, skýra að stórum hluta þær hækkanir sem sést hafa á árinu. Tvö félög hafa hækkað um níutíu prósent það sem af er ári en þetta eru Atlantic Petroleum og Vinnslustöðin. Hlutabréf í 365 hf., útgáfufélagi Fréttablaðsins, og Flögu lækkuðu hins vegar mest á fyrri helmingi ársins, um rúm 27 prósent. Mikill viðsnún- ingur á milli ára Starfstengt diplómunám fyrir fólk með þroskahömlun verður í boði við Kennaraháskóla Íslands frá og með haustinu. Námið var kynnt á fjölmennum fundi á fimmtudag. Markmið námsins er að gefa fólki með þroskahömlun tækifæri til fullgildrar samfélagsþátttöku. Þetta er í samræmi við yfirlýsta alþjóðlega stefnu hagsmunasam- taka fólks með þroskahömlun. Námið fer fram við þroska- þjálfa- og tómstundabraut KHÍ og miðar námið meðal annars að undirbúningi fyrir störf í skólum, félagsmiðstöðvum, frístunda- heimilum og víðar. Starfsnám fyrir þroskahamlaða Tvítug stúlka hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmd til að greiða átján ára pilti 116 þúsund krónur í miskabætur vegna áverka sem hann hlaut þegar hún braut glas á höfði hans í febrúar. Stúlkunni var hins vegar ekki gerð refsing þar sem sýnt þótti að hann hefði byrjað með því að hrækja framan í hana. Fólkið var statt á skemmtistað þegar stúlkan rakst utan í piltinn. Hann brást hinn versti við og hrækti framan í hana. Hún sagði það þá hafa verið ósjálfráð viðbrögð að slá til mannsins, en svo hafi viljað til að hún hafði glas í hönd. Við ákvörðun refsing- ar var tekið tillit til þess að stúlkan „snöggreiddist vegna óforsvaranlegrar framkomu“ mannsins. Hann byrjaði og svo sló hún Milljarðasjóðir eftir söluna Fimm sveitarfélög sem seldu eignarhlut í Hitaveitu Suðurnesja munu hafa milljarða til að spila úr, eftir að skuldir hafa verið greiddar. Sveitarstjórnarmenn segja söluna tryggja þjónustu og öryggi byggðarlaganna. Fjárhagur fimm sveitarfélaga á Suðurnesjum og Suðurlandi hefur tekið stakka- skiptum eftir samninga á sölu á eignarhluta í Hitaveitu Suður- nesja. Sveitarstjórnarmenn segja söl- una tryggja að hægt sé að greiða niður skuldir og ráðast í fram- kvæmdir. Hugmyndir eru uppi um að stofna sérstaka varasjóði með því fé sem fæst fyrir eignar- hlutina. Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra gekk að tilboði Geysir Green Energy í 15,2 prósent hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja 30. maí síðastliðinn. Tilboðið hljóðaði upp á rúma 7,6 milljarða króna á genginu 6,7 sem var margfalt matsverð fyr- irtækisins. Capacent hafði þá metið fyrirtækið stuttu áður á genginu 3,1. Geysir Green Energy er alþjóð- legt fjárfestingarfélag um sjálf- bæra orkuvinnslu og er í eigu FL Group, Glitnis og VGK hönnunar og ætlar á næstu misserum að fjárfesta fyrir 70 milljarða um allan heim. Síðustu daga hafa verið mikil átök um eignarhald á Hitaveit- unni. Orkuveita Reykjavíkur fékk tilboð frá nokkrum sveitar- félögum um kaup á hlut þeirra í HS. OR gekk að því á genginu 7. Geysir Green Energy brást við því með að hækka tilboðið í 7,1 og að því gengu sjö sveitarfélög. Reykjanesbær og Hafnarfjarðar- bær tóku þá ákvörðun að verja hagsmuni sína innan fyrirtækis- ins með því að lýsa því yfir að nýta forkaupsrétt sinn að kaup- um hlutafjár ríkisins og sveitar- félaganna. Um er að ræða 43 prósenta hlut sem metinn er á 23 milljarða króna. Eins og staðan er í dag lítur því út fyrir að aðkoma Geysir Green Energy sé úr sög- unni í bili. Gangi kaup sveitarfélaganna tveggja á hlut ríkisins og sveitar- félaganna eftir mun Reykjanes- bær eignast 72 prósent í fyrir- tækinu en Hafnarfjarðarbær um 28 prósent. Sími 591 3100 - www.atlantsolia.is 5 kr. afsláttur þegar þú átt afmæli! Þeir sem eru með dælulykil Atlantsolíu fá 5 krónu afslátt af lítraverði þegar þeir kaupa eldsneyti á afmælisdaginn sinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.