Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.07.2007, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 01.07.2007, Qupperneq 4
„Fjölskyldan er afar ánægð með störf björgunarsveitanna og lögreglu og viljum skila þakk- læti til þeirra. Þeir brugðust vel við,“ segir Þorgrímur G. Daní- elsson, sóknarprestur á Grenjað- arstað og faðir Brands Þorgríms- sonar, sextán ára pilts sem féll 11 metra ofan í Laxá í Aðaldal á föstudag. Brandur kom að brúnni á reið- hjóli á miklum hraða. Hann rakst á brúarhandriðið og steyptist yfir það. Það varð honum til happs að lenda á krónu birkitrés í gilinu sem tók af honum mesta fallið áður en hann hrapaði á klettasnös og þaðan út í ána. Um 11 metra fall er fram af brúnni. Brandur var fyrst lagður inn á sjúkrahúsið á Húsavík en dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þar sem hann gekkst undir aðgerð í gær. Hann slapp furðu vel miðað við aðstæður, hlaut nokkur smábrot á hendi og við olnboga. Þorgrímur segir að foreldrun- um hafi verið brugðið þegar þeir fréttu af slysinu en það hafi þó verið bót í máli að fá fréttirnar beint frá Brandi sem hringdi í móður sína úr GSM-síma sínum þegar hann hafði fikrað sig upp á árbakkann í gilinu. Hringdi fyrst í móður sína Úrvalsvísitala Kaup- hallar Íslands hækkaði um 29,5 prósent á fyrri hluta ársins sem jafngildir 59 prósenta hækkun á ársgrundvelli. Á fyrri hluta ársins í fyrra lækkaði vísitalan um 1,2 prósent að sögn Vegvísis Landsbankans. Á öðrum ársfjórðungi nam hækkunin um 10,8 prósentum. Aukinn hagnaður og væntingar um frekari vöxt félaga, einkum fjármálafyrirtækja, skýra að stórum hluta þær hækkanir sem sést hafa á árinu. Tvö félög hafa hækkað um níutíu prósent það sem af er ári en þetta eru Atlantic Petroleum og Vinnslustöðin. Hlutabréf í 365 hf., útgáfufélagi Fréttablaðsins, og Flögu lækkuðu hins vegar mest á fyrri helmingi ársins, um rúm 27 prósent. Mikill viðsnún- ingur á milli ára Starfstengt diplómunám fyrir fólk með þroskahömlun verður í boði við Kennaraháskóla Íslands frá og með haustinu. Námið var kynnt á fjölmennum fundi á fimmtudag. Markmið námsins er að gefa fólki með þroskahömlun tækifæri til fullgildrar samfélagsþátttöku. Þetta er í samræmi við yfirlýsta alþjóðlega stefnu hagsmunasam- taka fólks með þroskahömlun. Námið fer fram við þroska- þjálfa- og tómstundabraut KHÍ og miðar námið meðal annars að undirbúningi fyrir störf í skólum, félagsmiðstöðvum, frístunda- heimilum og víðar. Starfsnám fyrir þroskahamlaða Tvítug stúlka hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmd til að greiða átján ára pilti 116 þúsund krónur í miskabætur vegna áverka sem hann hlaut þegar hún braut glas á höfði hans í febrúar. Stúlkunni var hins vegar ekki gerð refsing þar sem sýnt þótti að hann hefði byrjað með því að hrækja framan í hana. Fólkið var statt á skemmtistað þegar stúlkan rakst utan í piltinn. Hann brást hinn versti við og hrækti framan í hana. Hún sagði það þá hafa verið ósjálfráð viðbrögð að slá til mannsins, en svo hafi viljað til að hún hafði glas í hönd. Við ákvörðun refsing- ar var tekið tillit til þess að stúlkan „snöggreiddist vegna óforsvaranlegrar framkomu“ mannsins. Hann byrjaði og svo sló hún Milljarðasjóðir eftir söluna Fimm sveitarfélög sem seldu eignarhlut í Hitaveitu Suðurnesja munu hafa milljarða til að spila úr, eftir að skuldir hafa verið greiddar. Sveitarstjórnarmenn segja söluna tryggja þjónustu og öryggi byggðarlaganna. Fjárhagur fimm sveitarfélaga á Suðurnesjum og Suðurlandi hefur tekið stakka- skiptum eftir samninga á sölu á eignarhluta í Hitaveitu Suður- nesja. Sveitarstjórnarmenn segja söl- una tryggja að hægt sé að greiða niður skuldir og ráðast í fram- kvæmdir. Hugmyndir eru uppi um að stofna sérstaka varasjóði með því fé sem fæst fyrir eignar- hlutina. Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra gekk að tilboði Geysir Green Energy í 15,2 prósent hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja 30. maí síðastliðinn. Tilboðið hljóðaði upp á rúma 7,6 milljarða króna á genginu 6,7 sem var margfalt matsverð fyr- irtækisins. Capacent hafði þá metið fyrirtækið stuttu áður á genginu 3,1. Geysir Green Energy er alþjóð- legt fjárfestingarfélag um sjálf- bæra orkuvinnslu og er í eigu FL Group, Glitnis og VGK hönnunar og ætlar á næstu misserum að fjárfesta fyrir 70 milljarða um allan heim. Síðustu daga hafa verið mikil átök um eignarhald á Hitaveit- unni. Orkuveita Reykjavíkur fékk tilboð frá nokkrum sveitar- félögum um kaup á hlut þeirra í HS. OR gekk að því á genginu 7. Geysir Green Energy brást við því með að hækka tilboðið í 7,1 og að því gengu sjö sveitarfélög. Reykjanesbær og Hafnarfjarðar- bær tóku þá ákvörðun að verja hagsmuni sína innan fyrirtækis- ins með því að lýsa því yfir að nýta forkaupsrétt sinn að kaup- um hlutafjár ríkisins og sveitar- félaganna. Um er að ræða 43 prósenta hlut sem metinn er á 23 milljarða króna. Eins og staðan er í dag lítur því út fyrir að aðkoma Geysir Green Energy sé úr sög- unni í bili. Gangi kaup sveitarfélaganna tveggja á hlut ríkisins og sveitar- félaganna eftir mun Reykjanes- bær eignast 72 prósent í fyrir- tækinu en Hafnarfjarðarbær um 28 prósent. Sími 591 3100 - www.atlantsolia.is 5 kr. afsláttur þegar þú átt afmæli! Þeir sem eru með dælulykil Atlantsolíu fá 5 krónu afslátt af lítraverði þegar þeir kaupa eldsneyti á afmælisdaginn sinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.