Fréttablaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 18
18 5. júlí 2007 FIMMTUDAGUR Svona erum við fréttir og fróðleikur > Fjöldi veiddra minka: Heimild: HagstoFa Íslands 7. 99 5 7. 70 3 6 .3 41 8. 30 7 8. 28 9 Fréttaflutningur af slys- um, veikindum, ásökunum um kynferðislegri áreitni og hörmulegar aðstæður koma fljótlega upp í huga flestra þegar minnst er á framkvæmdirnar við Kára- hnjúka og ítalska verk- takafyrirtækið Impregilo. Oddur Friðriksson, yfir- trúnaðarmaður starfsfólks, hefur verið í hringiðunni miðri frá upphafi fram- kvæmdanna. Oddur hóf störf sem yfirtrúnaðar- maður á Kárahnjúkum við upphaf framkvæmdanna, sumarið 2003. Hann hefur aðsetur í vinnubúðum eftirlitsaðila á svæðinu, og dvelur fyrir austan í tíu daga lotum. Þess á milli fær hann fjögurra daga frí sem hann nýtir til að heimsækja fjölskylduna. Farið allt of hratt af stað Oddur segir erfiðasta tímann hafa verið við upphaf framkvæmdanna. „Menn voru alls ekki nógu vel und- irbúnir, það verður bara að segjast eins og er. Mánuði eftir að við byrj- uðum voru komnir hérna 500 starfsmenn, ekkert húsnæði og enginn viðbúnaður.“ Hann segir langmesta stappið hafa verið að tryggja erlendu starfsmönnunum lágmarkskjör. „Þá voru starfsmannaleigurnar að koma fyrst til Íslands og það kunni enginn að höndla þær. Vendipunkt- urinn varð þegar við náðum loks samningum um það, 10. október 2004. Upp frá því urðu engar deil- ur.“ Þá segir hann mikinn tíma hafa farið í það að fá opinberar stofnan- ir, Vinnueftirlitið, Heilbrigðis- stofnun, Vinnumálastofnun og fleiri, til að koma að verkinu. „Við þurftum að ganga í þessi hlutverk sjálfir fyrst. Við slökktum á vinnu- vélum og þess háttar. Það er nán- ast að maður sakni þess tíma.“ Skammdegið leggst á sinnið Fæstir þeirra sem starfa við verk- ið eru vanir aðstæðum eins og þeim sem við þeim taka á hálendi Íslands. Oddur segir kolsvart skammdegið yfir vetrartímann þungbærast fyrir starfsfólk. Hann þarf reglulega að ræða við fólk vegna slíkra erfiðleika. „Reykvík- ingar eru lagstir í þunglyndi eftir fjögurra daga sólarleysi. Hvernig haldið þið að þetta sé í svartasta skammdeginu hérna uppi á fjöll- um? Auðvitað leggst þetta á sinnið á mönnum. Það þarf ákveðnar manngerðir til að þola það að búa svona lengi í einangruðu 1.300 manna karlasamfélagi.“ Návígið hefur áhrif á andrúmsloftið Fimm banaslys hafa orðið á Kára- hnjúkum og virkjuninni í Fljóts- dal, og þótt ekkert þeirra hafi orðið hjá Impregilo, stærsta verktakan- um, segir Oddur að slík atvik fái mjög á allt samfélagið. Þá kom upp eitt afar alvarlegt atvik í fyrra- sumar þar sem kínverskur starfs- maður Impregilo skaðaði sjálfan sig lífshættulega með hníf. „Andinn breyttist hjá Kínverj- unum við það,“ segir Oddur. „Við erum í svo einangruðu samfélagi að auðvitað tökum við svona öll inn á okkur. Návígið er svo mikið.“ Oddur tekur þó fram að oft fái svo alvarleg mál meira á Vesturlanda- búana en aðra. „Mannslíf úti í Kína er einfaldlega ekki svo mikils viðri.“ Kunnugt um kynferðislega áreitni Umfjöllun um ítalska verktakafyr- irtækið Impregilo og starfsemi þess á Íslandi hefur einkennst af mikilli neikvæðni og tortryggni. Fyrrum starfsmenn hafa stigið fram í fjölmiðlum, borið yfirmenn sína þungum sökum og sagt vinnu- aðstæður á Kárahnjúkum afleitar. Hrafndís Bára Einarsdóttir, fyrrum starfsmaður Impregilo, sakaði á dögunum yfirmenn um vonda framkomu og kynferðislega áreitni. Oddi er kunnugt um slík tilvik. „Jájá, það hafa konur leitað til mín vegna kynferðislegrar áreitni í einstaka tilvikum.“ Hann segir að fundað hafi verið um málið innan fyrirtækisins og í kjöl- farið tekið á því. Síðan hafi ekkert slíkt komið upp. Á dögunum kvartaði portúgalsk- ur fyrrum starfsmaður yfir hörmu- legum aðstæðum á sjónvarpsstöð í heimalandi sínu. Oddur tekur fálega í þær athugasemdir. „Portú- gali sem var hér í 14 daga, þar af níu daga í rúminu. Mér finnst alveg athugunarvert hvað er mikið marktækt af því sem hann segir.“ Upplifir Ítalina ekki sem skíthæla Mörgum misjöfnum sögum fer af Impregilo og áður en fyrirtækið hóf störf hérlendis höfðu kvittir komist á kreik um það hversu vafasamir starfshættir fyrirtæk- isins væru. „Ég var búinn að heyra allar þessar sögur áður en ég kom hérna,“ segir Oddur. „Ég lagðist yfir allar upplýsingar sem ég komst í á netinu en ákvað þó að allar þessar sögu yrðu einskis virði í mín eyru til að byrja með.“ Hann segist kunna ágætlega við Ítalina. „Ég upplifi þá ekki sem neina sér- staka skíthæla. Hvað er að gerast annars staðar í Evrópu eða í Afr- íku er bara ekki eitthvað sem mér kemur við. Þeim sem ég hef kynnst hérna eru bara menn eins og ég og þú.“ Svartasta skammdegið þungbærast Jóhanna sigurðardóttir félagsmálaráðherra lækkaði lánsfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs í áttatíu prósent í fyrradag. Hámarkslán er þó enn átján milljónir. Hvað er Íbúðalánasjóður? Íbúðalánasjóður er sjálfstæð ríkisstofnun sem veitir fólki, sveitarfélögum og félaga­ samtökum húsnæðislán til íbúðarkaupa og byggingarframkvæmda. Íbúðalánasjóður er fjárhagslega sjálfstæður og stendur undir lánveitingum og rekstri með eigin tekjum, að því er fram kemur á heimasíðu sjóðs­ ins. markmið hans er að stuðla að jafnrétti og öryggi í húsnæðismálum með lánveiting­ um og skipulagi. guðmundur Bjarnason er framkvæmdastjóri sjóðsins. Hvernig eru lánin? Íbúðalánasjóður lánar allt að átta­ tíu prósentum af kaupverði húsnæð­ is, en þó aldrei meira en átján millj­ ónir. Hver og einn getur aðeins átt eina íbúð með láni frá sjóðnum, nema í undantekningartilfell­ um. ef umsækjandi um lán nær ekki að selja íbúð með áhvílandi láni frá Íbúða­ lánasjóði innan árs verð­ ur lánið gjaldfellt. Íbúðin verður auk þess að vera til eigin nota. Fyrir hverju er lánað? einstaklingar geta tekið almenn lán til íbúðakaupa. sveitarfélög, félög og félagasam­ tök geta tekið lán vegna leiguíbúða. auk þess lánar sjóðurinn fyrir endurbótum og breyt­ ingum á húsnæði þegar þar býr ein­ staklingur með skerta starfsorku eða hreyfi­ hömlun. Íbúðalána­ sjóður styrkir einnig rannsóknir háskóla­ nema á sviði hús­ næðismála og meist­ aranema í bygging­ ariðngreinum fyrir góðan námsárangur. Fbl-GreiNiNG: ÍbúðaláNaSjóðUr Stuðlar að jafnrétti í húsnæðismálum neytendastofa úrskurðaði í fyrradag að samtök banka og verðbréfafyrir­ tækja hefðu brotið lög um órétt­ mæta viðskiptahætti þegar þau auglýstu að þjónustugjöld banka á Íslandi væru þau lægstu á norður­ löndum. erna Jónsdóttir er sérfræð­ ingur hjá neytendastofu. Hvernig voru lögin brotin? „auglýsingarnar gáfu til kynna með miklum alhæfingum mun víðtæk­ ari verðkönnun en í raun var fram­ kvæmd. eingöngu var gerður sam­ anburður á fáum þjónustuliðum. Vaxtamunur og lántökugjald var til dæmis ekki tekið inn í sem verð­ ur að teljast stór hluti af þjónustu­ gjöldum sem neytendur borga til banka. neytendastofa taldi því aug­ lýsinguna vera ósanngjarna gagnvart neytendum þar sem umfang könn­ unarinnar gat ekki verið nægilegur grundvöllur fyrir þá víðtæku ályktun sem af henni var dregin.“ Hvert verður framhald málsins? „Það verður ekki gert meira af okkar hálfu. auglýsingarnar eru hættar að birtast en ef þær héldu áfram að birtast eftir úrskurð okkar gæti orðið um sektir að ræða.“ spURT & svARAð aUGlýSiNGar Um þjóNUStUGjöld Miklar alhæf- ingar í þeim erNa jóNSdóttir sérfræðingur hjá neytendastofu. 1995 1997 1999 2001 2004 beSti viNUr maNNSiNS Í FaNGi beSta viNar maNNaNNa á KáraHNjúKUm Hund­ urinn Carlos, sem alla jafna er til heimilis hjá konu odds í borginni, kemur af og til í heimsókn á hnjúkana og fær þá að flakka um óáreittur eins langt og hann hættir sér. FréttaBlaðið/Hörður Í aðGöNGUm KáraHNjúKavirKjUNar impregilo lá fyrr á árinu undir ámæli fyrir að vanrækja starfsmenn sína eftir að gangaverkamenn veiktust í tugatali. oddur segir menn hafa leitað til sín vegna aðstæðnanna, og öryggisráðið á staðnum, sem hann á sæti í, hafi í kjölfarið fundað stíft um málið. FréttaBlaðið/Hörður FréttaViðtal sTÍGUR hELGAsON stigur@frettabladid.is Frá 9.900 kr. aðra leiðina + Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is Sölutímabil Special Offer tilboða: til og með 13. júlí. Ferðatímabil: til 10. desember. Takmarkað sætaframboð. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 66 61 0 6 /0 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.