Fréttablaðið - 05.07.2007, Page 64

Fréttablaðið - 05.07.2007, Page 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 515 7506, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGjuM FRÉTTIR SMáAuGLýSINGASÍMINN ER 512 5000 Ég hef aldrei hugsað jafn mikið um geirvörturnar á mér eins og síðustu vikurnar. Þarna liggja þær vesælar í hárskógi, skrauf- þurrar og engum til gagns, allra síst nýfæddri dóttur minni, sem þó teygir sig gapandi í áttina til þeirra þegar ég er með hana í fanginu. TIL hvers úthlutaði náttúran körl- um geirvörtum? Til þess eins að gera lítið úr þeim í samanburði við konur? Eru geirvörturnar kannski leifar af glæstri fortíð þegar karl- ar sátu mjólkandi í hellum með kornabörn á brjósti? Eða bara hönnunarslys? STóRkoSTLEGT framfaraskref í jafnréttismálum væri stigið ef læknavísindunum tækist að koma mjólkurframleiðslu í gang hjá körlum. Stoltir karlar með þrútnar geirvörtur framan á rosa júllum færu um bæinn og auðvitað kæmi keppnisskapið upp í þeim. Karl- ar hættu að keppa í bílategundum og færu að keppa í brjóstastærð- um – „Hann Gúndi í Glaumi er sko með ekkert smá bobbinga enda nýkominn úr stækkun, en greyið hann Siggi er ennþá með ræfils- legu tepokana og heldur áfram að tapa og tapa á bréfunum sínum.“ Karla-brjóstahaldarar fengjust auðvitað með merkjum fótbolta- félaga, hljómsveitalógóum og öðru því sem körlum finnst merki- legt. Stebbi Arsenal væri alltaf í Arsenal-haldara og Kiddi rokk í Metallica-topp. AÐ gera karla kvenlegri er mun vænlegri – svo ekki séð talað um skemmtilegri – leið til jafnrétt- is en sú þunglynda leið sem nú er sett fram sem sú eina rétta: að best í heimi sé að sem flestar konur verði í fararbroddi í stjórnmálum og svokallaðir æðstu stjórnendur í fyrirtækjum. Ekki þessi leiðindi! Hvaða ofsatrú er þetta eiginlega á andlausu framapotinu? Hvaða jafnrétti heldur fólk að náist með því að greindar og skemmtilegar konur breytist umvörpum í vind- þurrkuðustu fiskhausa tilverunn- ar? Betra væri auðvitað að fara alveg öfuga leið og koma rennandi mjólk í karlajúgur. Fyrst hægt er að fljúga fólki til tunglsins hlýtur það nú að vera hægt. MEÐ tútturnar virkar myndu innstu leyndardómar lífsins loks- ins ljúkast upp fyrir körlum. Þeir yrðu alvöru þátttakendur í hring- rás lífsins – ekki bara sæðis- sprautandi fylgihlutir – og myndu róast með korrandi ungabörn föst á geirvörtunum. Í beinu framhaldi legðist hraðakstur og ofbeldi af og með þessa sameiginlegu reynslu fyndist öllum sjálfsagt og eðlilegt að laun í umönnunarstörfum yrðu þau sömu og í fjármálageiranum. Geirvörtur Auglýsingasími – Mest lesið F í t o n / S Í A F I 0 2 1 9 7 1 Gríptu augnablikið og lifðu núna Og1 fyrir fámennar fjölskyldur Viltu geta hringt úr GSM símanum þínum í heimasíma erlendis í 120 mínútur á mánuði, gjaldfrjálst? Vertu með Heimasíma, GSM og Internet fjölskyldunnar í Og1 – og sparaðu bæði tíma og peninga. Farðu á www.vodafone.is, komdu við í verslun okkar eða hringdu í 1414 og skráðu þína fjölskyldu í Og1. Heimasími, GSM, og Internet – allt á einum stað F í t o n / S Í A F I 0 2 1 8 7 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.