Fréttablaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 515 7506, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGjuM FRÉTTIR SMáAuGLýSINGASÍMINN ER 512 5000 Ég hef aldrei hugsað jafn mikið um geirvörturnar á mér eins og síðustu vikurnar. Þarna liggja þær vesælar í hárskógi, skrauf- þurrar og engum til gagns, allra síst nýfæddri dóttur minni, sem þó teygir sig gapandi í áttina til þeirra þegar ég er með hana í fanginu. TIL hvers úthlutaði náttúran körl- um geirvörtum? Til þess eins að gera lítið úr þeim í samanburði við konur? Eru geirvörturnar kannski leifar af glæstri fortíð þegar karl- ar sátu mjólkandi í hellum með kornabörn á brjósti? Eða bara hönnunarslys? STóRkoSTLEGT framfaraskref í jafnréttismálum væri stigið ef læknavísindunum tækist að koma mjólkurframleiðslu í gang hjá körlum. Stoltir karlar með þrútnar geirvörtur framan á rosa júllum færu um bæinn og auðvitað kæmi keppnisskapið upp í þeim. Karl- ar hættu að keppa í bílategundum og færu að keppa í brjóstastærð- um – „Hann Gúndi í Glaumi er sko með ekkert smá bobbinga enda nýkominn úr stækkun, en greyið hann Siggi er ennþá með ræfils- legu tepokana og heldur áfram að tapa og tapa á bréfunum sínum.“ Karla-brjóstahaldarar fengjust auðvitað með merkjum fótbolta- félaga, hljómsveitalógóum og öðru því sem körlum finnst merki- legt. Stebbi Arsenal væri alltaf í Arsenal-haldara og Kiddi rokk í Metallica-topp. AÐ gera karla kvenlegri er mun vænlegri – svo ekki séð talað um skemmtilegri – leið til jafnrétt- is en sú þunglynda leið sem nú er sett fram sem sú eina rétta: að best í heimi sé að sem flestar konur verði í fararbroddi í stjórnmálum og svokallaðir æðstu stjórnendur í fyrirtækjum. Ekki þessi leiðindi! Hvaða ofsatrú er þetta eiginlega á andlausu framapotinu? Hvaða jafnrétti heldur fólk að náist með því að greindar og skemmtilegar konur breytist umvörpum í vind- þurrkuðustu fiskhausa tilverunn- ar? Betra væri auðvitað að fara alveg öfuga leið og koma rennandi mjólk í karlajúgur. Fyrst hægt er að fljúga fólki til tunglsins hlýtur það nú að vera hægt. MEÐ tútturnar virkar myndu innstu leyndardómar lífsins loks- ins ljúkast upp fyrir körlum. Þeir yrðu alvöru þátttakendur í hring- rás lífsins – ekki bara sæðis- sprautandi fylgihlutir – og myndu róast með korrandi ungabörn föst á geirvörtunum. Í beinu framhaldi legðist hraðakstur og ofbeldi af og með þessa sameiginlegu reynslu fyndist öllum sjálfsagt og eðlilegt að laun í umönnunarstörfum yrðu þau sömu og í fjármálageiranum. Geirvörtur Auglýsingasími – Mest lesið F í t o n / S Í A F I 0 2 1 9 7 1 Gríptu augnablikið og lifðu núna Og1 fyrir fámennar fjölskyldur Viltu geta hringt úr GSM símanum þínum í heimasíma erlendis í 120 mínútur á mánuði, gjaldfrjálst? Vertu með Heimasíma, GSM og Internet fjölskyldunnar í Og1 – og sparaðu bæði tíma og peninga. Farðu á www.vodafone.is, komdu við í verslun okkar eða hringdu í 1414 og skráðu þína fjölskyldu í Og1. Heimasími, GSM, og Internet – allt á einum stað F í t o n / S Í A F I 0 2 1 8 7 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.