Fréttablaðið - 05.07.2007, Page 2
2 5. júlí 2007 FIMMTUDAGUR
Sturla á Mön
Sturla Böðvarsson, forseti Alþing-
is, verður við þingsetningu á eyjunni
Mön í dag. Þingað er undir berum
himni og er athöfnin árlegur viðburð-
ur á þjóðhátíðardegi Manar. Rekur
hann rætur sínar aftur til víkingaaldar.
StjórnMál
lögregla á slysadeild
Lögreglumenn þurftu að vakta tvo
menn sem voru lagðir inn á slysa-
deild í annarlegu ástandi í gærnótt.
Tilkynnt var um mennina í annar-
legu og jafnvel hættulegu ástandi auk
þess sem þeir voru viðskotaillir.
lögreglufréttir
VeðUR „Veðrið hefur verið
glettilega gott í nokkuð marga
daga og verður það áfram í dag,“
segir Einar Sveinbjörnsson
veðurfræðingur
um blíðviðrið á
höfuðborgar
svæðinu
undanfarna
daga. „Það fer
að verða meira
skýjað og
einhverjar líkur
á úrkomu bæði
á morgun og
hinn.“
Einar segir þó
að ekkert met hafi verið slegið og
að ekki þurfi að leita langt aftur í
tímann til að finna annan eins
góðviðriskafla.
„Ég man mjög vel eftir sumrinu
1991, þá var samfelldur góðviðris
kafli frá 13. júní fram undir 10.
júlí,“ segir Einar. „Þá fór hitinn
að minnsta kosti fimm sinnum
yfir 20 stig í Reykjavík, en við
höfum held ég ekki náð því enn þá
núna. Þá var reyndar miklu meiri
blíða um land allt.“ - sgj
Blíðviðrið í höfuðborginni:
Síðasti sólskins-
dagurinn í bili
einar
SveinbjörnSSon
VIðskIpTI Úrvalsvísitalan hækkaði
um 1,59 prósent í Kauphöllinni í
gær, endaði í 8.541 stigi og hefur
aldrei verið hærri. Gengi bréfa í
Alfesca hækkaði mest, um 3,96
prósent, en mesta lækkunin varð á
gengi bréfa í Föroya Banka, sem
fór niður um 1,69 prósent.
Vísitalan hefur hækkað um 33,24
prósent það sem af er árs.
Björn Rúnar Guðmundsson,
forstöðumaður greiningardeildar
Landsbankans, segir engar
sérstakar skýringar liggja að baki
hækkuninni síðustu tvo daga aðrar
en þær að bjartsýni virðist almennt
ríkja á hlutabréfamarkaði. - jab
Enn stekkur Úrvalsvísitalan:
Vísitalan aldrei
hærri en nú
Sigurður, er þetta ekki í raun
bara eitt og sama starfið?
„Nei, bændur eru ekki allir fram-
sóknarmenn frekar en allir fram-
sóknarmenn bændur.“
Sigurður Eyþórsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Framsóknarflokksins, hefur
verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra
Landssamtaka sauðfjárbænda.
AlþInGI Skrifstofa Alþingis sendi nýjum þingmönn
um tölvuskeyti fyrir skemmstu þar sem þeim er
gert grein fyrir því að þar sem Alþingi væri með
„ríkissamning við Símann, og greiðir alla síma
reikninga alþingismanna, væri það til mikilla þæg
inda“ að þeir flyttu símanúmerin til Símans ef þeir
væru með viðskipti við annað fyrirtæki. Sérstak
lega er tekið fram að fjármálaskrifstofa Alþingis
geti „annast flutninginn“ eins og orðrétt segir í
tölvuskeytinu sem Fréttablaðið hefur undir hönd
um.
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis,
segir skilaboðin hafa verið send til þingmanna
vegna samnings ríkisins við Símann. Ekki sé verið
að beita þá þrýstingi með neinum hætti. „Alþingi
er aðili að samningi ríkisins við Símann og það
væri einfaldlega ódýrara fyrir Alþingi ef þing
menn beindu símaviðskiptum sínum til Símans. En
ef þingmenn kjósa að eiga viðskipti við önnur fyr
irtæki þá er það bara allt í góðu lagi. Það er enginn
þvingaður til eins eða neins,“ segir Helgi. - mh
Skrifstofa Alþingis beinir því til nýrra þingmanna að færa viðskipti sín til Símans:
Sagt vera þægilegt fyrir Alþingi
alþingi Ríkið er með samning um símaviðskipti við Símann,
sem nær til Alþingis. FRéTTABLAðið/gvA
UTAnRíkIsMál Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir utanríkisráðherra var
viðstödd setningu níunda leiðtoga-
fundar Afríkusambandsins (AU) í
Accra, höfuðborg Gana á sunnu-
daginn.
Utanríkisráðherra sótti einnig
framkvæmdaráðsfund sambands-
ins sem fór fram dagana á undan
og átti tvíhliða einkafundi með
ráðherrum rúmlega tuttugu
Afríkuríkja. Meðal þeirra voru
utanríkisráðherrar Eritreu og
Eþíópíu.
Framboð Íslands til Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna var kynnt og
stuðningur fjölmargra Afríkju-
ríkja við framboðið þakkaður. - lbb
Utanríkisráðherra í Gana:
Þakkar stuðning
við framboðið
pARís, Ap Cecilia Sarkozy,
eiginkona Nicholas Sarkozys
Frakklandsforseta, hefur skilað
kreditkortinu sem hún fékk eftir
að eiginmaður hennar sigraði í
forsetakosning
unum í Frakk
landi í maí.
Ástæðan er sú
að franska
blaðið Le
Canard
Enchaine
greindi frá því
að Cecilia
notaði kortið í
tvígang til að
bjóða fólki út að borða og lét því
ríkissjóð borga brúsann: saman
lagt tæpar 35 þúsund krónur.
Laurent Wauquiez, talsmaður
frönsku ríkisstjórnarinnar, segir
að Cecilia hafi ákveðið að skila
kreditkortinu til að komast hjá
„öllum misskilningi.“ Að sögn
talsmanns frönsku forsetahallar
innar notaði Cecilia kortið aðeins
í þessi tvö skipti á síðustu
tveimur mánuðum. - ifv
C. Sarkozy skilaði kreditkorti:
Lét ríkissjóð
borga máltíðir
FélAGsMál „Þetta þýðir einfald
lega flótta úr Njálsgötunni enda
liggur við að það sé önnur hver
íbúð hér komin á sölu,“ segir Pétur
Svavarsson, annar tvegga fulltrúa
íbúa og húseigenda í samráðshópi
vegna opnuna athvarfs fyrir heim
ilislausa á Njálsgötu 74.
Velferðarráð Reykjavíkurborg
ar samþykkti í gær að heimilið á
Njálsgötu verði opnað 1. október:
„Velferðarráð hefur ákveðið að
koma til móts við gagnrýnisraddir
íbúa í nágrenninu með því fækka
heimilismönnum um tvo, heimilis
menn verða því átta en ekki tíu
eins og áður var gert ráð fyrir.
Öflugt samstarf verður við lög
reglu um vakt í hverfinu, skapað
ur verður grundvöllur fyrir reglu
legri samvinnu við nágranna
heimilisins og staðsetning heimil
isins verður endurskoðuð að ári
liðnu með tilliti til reynslunnar,“
segir í frétt sem velferðarráð
sendi frá sér í gær.
Pétur segir þessa ákvörðun
koma sér algerlega í opna skjöldu.
Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson borg
arstjóri hefði sagt á fundi með
íbúunum að samráð yrði haft við
íbúana. Aðeins tveir fundir hefðu
verið haldnir í samráðshópnum og
fulltrúar borgarinnar þar lagt
fram tillögur sem fulltrúar íbú
anna hefðu algerlega hafnað en
væru nú grundvöllur fyrir stofn
un heimilisins.
Í lögfræðiáliti lögmannanna
Karls Axelssonar og Dýrleifar
Kristjánsdóttur sem unnið var
fyrir íbúanna og lagt fram á fundi
samráðshópsins kemur fram sú
skoðun að stofnun heimilisins á
Njálsgötu án grenndarkynningar
og breytts deiliskipulags brjóti í
bága við lög því að í raun sé um
stofnun en ekki heimili að ræða á
svæði sem ekki sé skipulagt fyrir
stofnanir. Þessari túlkun hefur
Jórunn Frímannsdóttir, formaður
velferðarráðs, hafnað.
Í lögfræðiálitinu segir að falli
borgaryfirvöld ekki frá núverandi
áformum liggi beinast við að íbú
arnir krefjist lögbanns. Í síðasta
lagi á þeim tímapunkti sem borgin
tilkynni um opnun heimilsins sé
ástæða til að hefjast handa við
undirbúning lögbannskröfunnar.
Pétur segir það nú verða tekið til
skoðunar:
„Borgin er að reyna að brjóta
lögin af því hún þorir ekki með
málið í grenndarkynningu. Nú
munum við ræða við okkar lög
menn um næstu skref. Þetta útspil
borgarinnar er eins og blaut tuska
framan í okkur og breytir alls engu
um okkar afstöðu.“
gar@frettabladid.is
Njálsgötubúar íhuga
að krefjast lögbanns
Fulltrúi í samráðshópi íbúa og borgarinnar vegna heimilis fyrir heimilislausa
á Njálsgötu segir ákvörðun velferðarsviðs um opnun heimilisins koma sér á
óvart. Íbúarnir ræði nú lögbannskröfu eins og boðað var af lögmönnum þeirra.
njálSgata 74 Hér munu átta heimilislausir karlmenn búa frá 1. október í haust.
FRéTTABLAðið/ANToN
jórunn
fríMannSdóttir
Formaður velferð-
arráðs Reykjavíkur.
Pétur
SvavarSSon
Annar fulltrúa
íbúa í samráðs-
nefnd.
CeCilia SarKoZY
lÖGReGlUMál Mjög sterk upplausn
af morfínskyldu lyfi var í sprautu
sem fannst við hlið ungrar konu
er lést á Landspítalanum mánu
dagskvöldið 18. júní, samkvæmt
upplýsingum Fréttablaðsins.
Konan lá á smitsjúkdómadeild og
fannst meðvitundarlaus þar
aðfaranótt 16. júní. Hún lést
skömmu síðar.
Lögregla höfuðborgarsvæðis
ins hefur rannsakað málið að und
anförnu, meðal annars hvaðan
sprautan og innihald hennar
komu. Efnarannsókn fer fram um
þessar mundir. Útilokað er að full
yrða um dánarorsök konunnar,
þar á meðal hvort hún neytti
umrædds efnis, fyrr en niðurstöð
ur krufningarinnar liggja fyrir.
Lyfið sem var í sprautunni er
morfínskylt lyf, eins og áður sagði,
af tegundinni Fentanyl. Það er
meðal annars til í svokölluðum
forðaplástrum í mismunandi
styrkleikum, sem notaðir eru gegn
slæmum verkjum. Þeir skammta
lyfið smátt og smátt inn í líkam
ann. Rökstuddur grunur er um að
upplausn úr slíkum plástri hafi
verið í sprautunni, samkvæmt
upplýsingum Fréttablaðsins.
Sem dæmi um styrkleika má
nefna að sé notuð sterkasta gerð
Fentanylplásturs, sem er 10
milligrömm, efnið í honum leyst
upp og sprautað í mannslíkama,
þá fær viðkomandi hundraðfald
an skammt í líkamann á einu
bretti. - jss
Stúlkan sem lést á voveiflegan hátt á Landspítalanum:
Sterkt morfínskylt lyf
fannst í sprautunni
MennTUn Háskólaráð Háskóla
Íslands hefur skipað nefnd sem
mun gera úttekt á brottfalli
nemenda við skólann, greina
ástæður þess og leggja fram
tillögur um úrbætur.
Á dögunum kom út skýrsla á
vegum Ríkisendurskoðunar um
háskólanám á Ísland og kom
Háskóli Íslands best út á flestum
sviðum. Hins vegar benti
Ríkisendurskoðun á mikilvægi
þess að draga úr brottfalli við HÍ.
Nefndin mun einnig hanna
stefnu um inntöku nýnema og
hvernig auka megi kröfur og
kynna betur þjónustustofnanir
skólans. - sgj
Háskólaráð Háskóla Íslands:
Brottfall skoðað
Sex kanadískir hermenn úr NATo
og afganskur túlkur þeirra létust í
sprengjuárás í í suðurhluta Afganist-
an í gær. Sprengja sprakk við veginn
þar sem þeir keyrðu í bifreið merktri
NATo. Árásin er sú mannskæðasta
gegn erlendum hermönnum í Afgan-
istan síðan 13. maí.
afganiStan
Sex Kanadamenn létust
SPurning dagSinS