Fréttablaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 6
6 5. júlí 2007 FIMMTUDAGUR oRkUMál Vatnsnotkun borgarbúa hefur aukist mikið í þurrkum og eindæma blíðu undanfarinna daga og kemur það greinilega fram á rennslistölum frá Orkuveitu Reykjavíkur. Að sögn Kristins H. Þorsteins- sonar, garðyrkjustjóra Orkuveit- unnar, er um að ræða tuttugu pró- senta aukningu á vatnsnotkun miðað við það sem venjulega er. Ástæðurnar eru nokkrar að hans sögn. „Þegar heitt er í veðri, sól- skin og vindur, þá fer fólk út og þvær gluggana og húsin sín. Bíl- arnir eru líka þvegnir mun oftar,“ segir Kristinn. Hann segir þó vökvun eiga mestan þátt í þessari auknu vatnsnotkun, ekki síst á gróðrarstöðvum. Það sé mikilvægt að fólk vökvi gróður lengur og sjaldnar svo að vatn nái ofan í jarðveginn. Rennslið frá vatnstökusvæðum borgarinnar varð mest rúmlega 1.100 lítrar á sekúndu síðdegis föstudaginn 29. júní. Vikuna fyrir það nam mesta rennslið rúmlega 1.000 lítrum á sekúndu. Kristinn segir borgina þó ekki á leið að verða vatnslausa, þrátt fyrir aukninguna. „Orkuveitan annar þessu en að sjálfsögðu hvetjum við borgarbúa til að bruðla ekki með vatnið.“ - þeb sTjóRnMál Efasemdir eru uppi um að ákvörðun Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra um að lækka lánshlutfall Íbúðalána- sjóðs úr níutíu prósentum í átta- tíu prósent hafi tilætluð áhrif. Ráðherra hefur sagt aðgerðina viðbrögð við mikilli hækkun á fasteignamarkaði sem, auk ann- ars, hefur leitt til þenslu í hag- kerfinu. Ingibjörg Þórðardóttir, fast- eignasali á Híbýli og formaður Félags fasteignasala, telur aðgerðina ekki hafa áhrif á lækk- un fasteignaverðs því hún breyti litlu sem engu fyrir fólk sem kaupir eignir á rúmar tuttugu milljónir og þar yfir. Þar ráði veðviðmið Íbúðalánasjóðs sem reiknast út frá brunabótamati, auk lóðamats. „Þetta kemur harðast niður á fólki sem kaupir ódýrustu og minnstu eignirnar og var svo hepp- ið að geta tekið níutíu prósenta lán. Allt tal um að þetta slái á þensluna er því rangt. Þetta hefur ekkert að segja og kemur verst við þá sem minnst mega sín,“ segir Ingibjörg og bendir á að fólk þurfi eftir sem áður að fjármagna íbúðakaup sín með einhverjum hætti. Ingibjörg segir að sárlega vanti úrræði fyrir fólk sem á undir högg að sækja á fasteignamark- aði og deilir þar skoðun með félagsmálaráðherra. Hún vill að öllum gefist færi á lántöku innan sama kerfis en ráðherra boðar sérstakar félagslegar úrbætur. Slíkar ráðstafanir telur Ingibjörg afturför; ekki eigi að stimpla fólk með félagslegum úrræðum. bjorn@frettabladid.is Lægra lánshlutfall slær ekki á þenslu Lægra lánshlutfall Íbúðalánasjóðs slær ekki á þenslu og stuðlar ekki að lækkun fasteignaverðs, að mati formanns Félags fasteignasala. Á fyrstu fimm mánuð- um ársins fengu 127 lántakendur hámarkslán, þar af 40 á höfuðborgarsvæðinu. IngIbjörg Þórð- ardóttIr Formaður Félags fasteignasala. úrvalIð skoðað Formaður Félags fasteignasala telur lækkað lánshlutfall Íbúðalánasjóðs koma harðast niður á fólki sem kaupir ódýrustu og minnstu eignirnar. Eftir sem áður þurfi fólk að fjármagna íbúðakaup sín. Fréttablaðið/pjEtur Guðmundur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, telur ákvörðun um lækkað láns- hlutfall sjóðsins hafa lítil áhrif. „Ég held að þetta hafi ekki mjög mikil áhrif á útlánastarf- semi sjóðsins vegna þess að aðrar takmarkanir, eins og brunabótamat, hafa mikil áhrif á lánveitingarnar,“ segir Guð- mundur. Þær takmarkanir eigi fyrst og fremst við um fyrstu íbúðakaup á höfuðborg- arsvæðinu þar sem brunabóta- mat eldra og ódýrara hús- næðis er lágt. „Þess vegna óttast ég að þessi breyt- ing kunni frekar að hafa áhrif úti á landi og þensluáhrifin hafa nú kannski ekki verið mest þar.“ Guðmundur segir sjóðinn vita- skuld starfa eftir ákvörðunum ráðherra og allt tal um annað sé rangt. „Stundum er því haldið fram að Íbúðalánasjóður fylgi ekki stefnu stjórnvalda í efna- hagsmálum. Við gerum auðvitað ekki annað en það sem stjórn- völd ákveða með lögum og reglu- gerðum.“ - bþs Hefur lítil áhrif á starfsemina guðmundur bjarnason Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Verður fuglaflensan að heimsfaraldri? já 24% nei 76% spurnIng dagsIns í dag: Er kominn tími á rigningu og rok? Segðu skoðun þína á vísir.is upplýsingar frá Íbúðalánasjóði sýna að aðeins lítið brot lántak- enda hjá sjóðnum fær eða tekur lán sem nemur hæsta fáanlega hlutfalli af kaupverði. Á fyrstu þremur mánuðum ársins, þegar lánshlutfallið var áttatíu prósent, fengu 88 lántakendur slík lán - 28 á höfuðborgarsvæðinu og sextíu utan þess - og á næstu tveimur mánuðum, þegar hlutfallið var níu- tíu prósent, fengu 39 slík lán - tólf á höfuðborgarsvæðinu og 27 utan þess. Á fyrstu fimm mánuðum ársins seldust á bilinu 4-5.000 íbúðir. Í maí lánaði Íbúðalánasjóður rúma fimm milljarða króna til íbúða- kaupa og nam meðallánið í mán- uðinum rúmum níu milljónum. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins er meðallán sjóðsins um eða undir sextíu prósentum af kaupverði. FáIr taka há lán R V 62 37 Rekstrarvörur 1982–200725ára Bjarni Ómar Ragnarsson - verslunarstjóri hjá RV Umhverfisvottaðar hreinlætisvörur – fyrir sumarbústaðinn og veiðihúsið Auglýsingasími – Mest lesið Borgarbúar nota fjórðungi meira vatn en venjulega: Notkun eykst í blíðviðri Meðaltalsnotkun á vatni í reykjavík frá áramótum: 762 lítrar á sekúndu. á mínútu : 45.720 lítrar Nóg til að fylla laugardalslaug 16,3 sinnum á klukkustund : 2.743.200 lítrar Nóg til að fylla laugardalslaug 979,7 sinnum á sólarhring : 65.836.800 lítrar Nóg til að fylla laugardalslaug 23.513 sinnum Laugardalslaug tekur 2.800 lítra. vatnsnotkun sett í samhengI löGReGlUMál Tíu félagar í mótorhjólagengi gengu í skrokk á manni í félagsheimili við Hverfis- götu í gær. Lögregla fékk tilkynningu um atburðinn og voru tólf lögreglu- og sérsveitarmenn sendir á vettvang. Mennirnir tíu voru allir handteknir á staðnum. Fórnarlamb árásarinnar var flutt á slysadeild með lítilsháttar meiðsl. Lögregla telur víst að farið hefði verr hefði hún ekki komið svo skjótt á vettvang. Ekki er vitað um orsakir árásarinnar en fórnarlambið þekkti árásar- mennina. Í framhaldi af handtök- unum var gerð húsleit. - lbb Líkamsárás á Hverfisgötu: Tíu gengu í skrokk á einum kjörkassInn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.