Fréttablaðið - 05.07.2007, Page 30

Fréttablaðið - 05.07.2007, Page 30
 5. júlí 2007 FIMMTUDAGUR4 Jakki og skór í stíl. Þessi mynd birtist fyrst í tímaritinu Housewife árið 1954. Fyrir sextíu árum kynnti Frakkinn Christian Dior fyrstu tískulínu sína. Christan Dior fæddist í Frakk- landi 21. janúar 1905. Hugur drengsins hneigðist fljótt til lista þótt vonir fjölskyldunnar væru að hann gerðist diplómati. Hann hætti í skóla árið 1925 og opnaði lítið listagallerí í Darfur með hjálp föður síns með þeim skil- yrðum að Dior nafnið yrði ekki bendlað við það. Vegna fjölskylduharmleiks neyddist Dior til að loka lista- safninu og fór á fjórða áratugn- um að framfleyta sér með því að skissa upp kjóla fyrir hátísku- húsin í Frakklandi. Árið 1938 vann hann með Robert Piguet en árið 1945 hannaði hann fyrir Marcel Boussac. Boussac þessi varð mjög áhugasamur um þá hugmynd Diors að nota mörg lög af mismunandi dýrum efnum í flíkur. Fyrsta tískulína sem Dior kynnti undir eigin nafni og kall- aðist Corolle var frumsýnd árið 1947. Með tilkomu Diors má segja að París hafi á ný orðið miðstöð tísku í heiminum eftir seinni heimstyrjöldina. Hann var þekktur fyrir klassíska fágun og lagði ríka áherslu á kvenleika í sniðum. Dior lifði þó aðeins í tíu ár eftir að hann setti tískulínu sína á markað en hann lést í okt- óber 1957. Fyrsta tískulínan frá Dior eftir að hönnuðurinn lést átti mikilli velgengni að fagna en það var hinn 21 árs gamli Yves Saint Laurent sem átti heiðurinn að henni. Saint Laurent var hylltur sem þjóðarhetja en vakti ekki eins mikla kátínu hjá tískufyrir- tækinu þegar hönnun hans varð æ djarfari og náði mestum hæðum með „beat“ tískunni árið 1960 en innblástur fékk hann frá djassklúbbum. Það ár var hönn- uðurinn kallaður í herinn og framkvæmdastjórnin mótmælti því ekki. Hann opnaði síðan sitt eigið tískuhús eftir að herskyld- unni lauk. Í stað Yves Saint Laurent var Marc Bohan ráðinn til Dior sem starfaði þar til 1996 þegar ungur Breti að nafni John Galliano var ráðinn aðalhönnuður Christian Dior og starfar hann þar enn við góðan orðstír. Verslanir Diors má finna víða um heim en flaggskip þeirra eru í New York, Beverly Hills, Waikiki, Houston, Short Hills, New Jersey, Boston og San Francisco. solveig@frettabladid.is Christan Dior í sextíu ár Tískan fer í hringi, líka hjá Christian Dior. Hér er nýleg hönnun frá fyrirtækinu. Tvær fyrirsætur í kvöldkjólum eftir Christian Dior árið 1951. Vortíska Dior kynnt í London í janúar 1970. Fallegir græn-, hvít- og rauð- röndóttir kvöldkjólar blakta í golunni í október 1979. Kjólarnir eru úr Boutique-línunni frá Christian Dior í London. NorDiCpHoTos/GeTTyNýbýlavegi 12 Sími 554 3533 Opið virka daga 10-18 Laugardaga 10-16 g æ ð i o g g l æ s i l e i k i Stærðir 36 - 48 ÚTSALA Sandalar í úrvali Stærðir 28 - 35 3.995 kr. Stærðir 41 - 48 12.950 kr. Stærðir 37 - 42 10.640 kr. Stærðir 36 - 47 3.995 kr. Stærðir 22 - 35 1.995 kr. Auglýsingasími – Mest lesið Mörkinni 6, Símí 588-5518 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.