Fréttablaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 44
32 5. júlí 2007 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is > Ekki missa af þætti um söngleikinn Allra meina bót eftir Jónas, Jón Múla og Stefán Jónsson fréttamann á Gufunni í dag kl. 15.03. Allra meina bót var frumsýnd 24. mars 1961 í Austurbæjarbíó og geymdi margar perlur laga sem fluttar verða í þættinum í upp­ haflegum útgáfum. Borin verða upp þau ný- mæli í versluninni og menn- ingarsetrinu 12 Tónum á næstu vikum að þar verð- ur uppi myndlistarsýning: Það er listakonan Sigríður Níelsdóttir sem sýnir þar klippimyndir. Að þessu sinni sýnir Sigríður 31 klippimynd sem hún hefur unnið að síðastliðið ár. Viðfangsefn­ ið spannar allt litróf mannlífs­ ins og bera myndirnar nöfn eins og Fuglaútópía, Skakki turninn á Íslandi, Knús er hollt, Mammon og Sápukúlur. Þetta er önnur einkasýning Sigríðar, sem er á áttræðisaldri. Á sýningu Sigríðar í 12 Tónum í fyrra seldust allar myndir henn­ ar upp á innan við tíu mínútum og fengu færri en vildu. Það má því búast við að heitt verði í kolunum á föstudaginn því Sigríður á sér marga og sanna aðdáendur. Lífshlaupið Lífsferill Sigríðar er um margt sérstakur: Eins og hún segir sjálf: „Rætur mínar liggja til tveggja landa. Faðir minn var Dani, móðir mín Þjóðverji. Ég fæddist í Kaup­ mannahöfn 25. febrúar 1930 og ólst upp þar. Það var mikil músík í kringum okkur. Faðir minn og bróðir spiluðu á fiðlu en móðir mín og við systurnar tvær lærð­ um á píanó. Það gamla hljóðfæri er nú á heimili systursonar míns. Mamma söng oft við hússtörfin og við systurnar sungum oft við upp­ þvottinn á kvöldin og skemmtum okkur prýðilega. Ég hugsa að ég hafi erft sönggleðina frá mömmu. Það var sungið í skólanum, í kirkj­ unni og í K.F.U.K., og svo var það útvarpið sem veitti okkur ríku­ lega af fallegri tónlist. Sem barn átti ég litla leirflautu og munn­ hörpur hef ég átt margar, á reynd­ ar eina núna. Ég reyndi að spila á gítar en náði ekki tökum á því. 17 ára gömul keypti ég harmónikku, sem ég hafði með þegar ég fór til Íslands 1949, en ég varð að hætta við að spila á hana vegna bakveiki. 1960 var mér gefið gamalt stig­ ið orgel, sem ég notaði um ára­ bil. Síðan keypti ég mér rafmagns­ orgel.“ Brasilíuför „1989 fór ég til Brasilíu og þar keypti ég mitt fyrsta, og síðar annað hljómborð. Þau skildi ég eftir þegar ég fór heim til Ís­ lands 1997. Eitt af því fyrsta sem ég keypti hér var nýtt hljómborð, sem er nú bara galdratæki, sem gefur manni möguleika á að spila á öll möguleg hljóðfæri sem hjartað girnist. 2004 keypti ég það hljóm­ borð sem ég á núna. Ég get ekki hugsað mér hvernig lífið væri án tónlistar! Klippimyndir hef ég gert alla ævi eða frá því ég gat haldið á skærum, en þær myndir sem ég sýni nú hef ég unnið að síðastlið­ ið ár.“ Mikilvirkur tónlistarmaður Sigríður hefur sent frá sér 58 geisladiska á undanförnum sjö árum, og hefur vakið verðskuld­ aða athygli hér heima og erlend­ is fyrir frumlega og einlæga tón­ list sína. Umfjöllun um hana hefur birst í fjölmiðlum í Danmörku, Þýskalandi, Portúgal, Finnlandi, Póllandi og Japan svo nokkur dæmi séu tekin. Þá er vinna við nýja íslenska heimildarmynd um Sigríði í full­ um gangi en umsjón hennar er í höndum Kristínar Bjarkar Kristj­ ánsdóttur (Kira Kira) og Orra Jónssonar í Slowblow. Sýningin stendur frá 6. júlí til 1. september. Allir eru velkomnir en á opnuninni frá 16­18 í dag verða á boðstólum kaffi og með því að ís­ lenskum sið. pbb@frettabladid.is „..frá því ég gat haldið á skærum“ MyndList Sigríður með verk sín en hún hefur sett saman klippimyndir frá því að hún var barn. FréttAblAðið /Hrönn Tónlistarkonan Kira Kira eða Kristín Björk Kristjánsdóttir heldur tónleika í kvöld af því til­ efni að hún hefur nú lokið upp­ tökum á nýju safni tónsmíða sem væntanlegar eru á mark­ að síðla árs eða í ársbyrjun 2008. Með henni á sviði gamla Iðnaðarmannahússins verða Sea­ bear og Hudson Wayne. Herleg­ heitin hefjast upp úr tíu að kvöldi og verður vonandi friður fyrir lendingum einkaþotna yfir Tjörn­ inni þessa kvöldstund. Kira er nýkomin úr sigl­ ingu: hún var að túra um vest­ urströnd Bandaríkjanna, spilaði í San Diego, LA, San Francisco, Portland og Seattle. Með henni í för voru Mice Parade og Tom Brusseu. Þaðan hoppaði hún yfir meginlandið og lenti í Vermont og giggaði þar með Charalambides. Áður en túrinn vestanhafs hófst hljóðritaði hún í Finnlandi efni á nýja plötu. Þar lögðu þarfa hönd á plóginn Samuli Kosminen, Ei­ ríkur Orri, Alex Somers, Hilmar Jensson og Pekka. Það er fáu lofað um prógrammið utan nýs efnis. Seabear mun leika efni af nýjum diski og Wayne fer með kyrrláta sveitasöngva. Miða­ sala er við innganginn. - pbb Kira Kira í kvöld í Iðnó tónList Kira Kira við æfingar í vikunni. F.v. Alex Somers (klukkuspil), Eiríkur Orri Ólafsson (trompet), Snorri Páll Jónsson (trommur), Kira Kira, Kristín björk Kristjáns­ dóttir (gítar) og Pétur Hallgrímsson (kjöltustálgítar). Ranghermt var í gær að Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari væri upphafsmaður Sumartónleika við Mývatn. Það er Margrét Bóasdótt­ ir hratt þeim af stað og hefur stýrt þeim í tuttugu ár. Laufey stendur fyrir tónleikahaldi þar um páska. Eru viðeigandi beðnar velvirðingar á þessum missögnum. ­ pbb Leiðrétting Þegar heldri konur vildu taka sér sunnudagstúr létu þær karlana keyra sig í Eden áður fyrr. nú er ný kynslóð kvenna sæknari á önnur mið. Og þó. Á laugardag ætla fjórar vaskar myndlistar­ konur að opna sýningu í Edens ranni. Þær eru Anna Hallin, Margrét Hlín Sveinsdóttir, Olga bergmann og Steinunn Guðríð­ ur Helgadóttir en þær voru allar við myndlistarnám á sama tíma í Gautaborg. Eden á sér djúpar rætur í þjóð­ arsálinni og tengist góðum minningum um framandi nátt­ úru og ís með dýfu. Í mörg ár hafa líka erlendir ferðamenn uppgötvað ýmislegt sem staður­ inn hefur upp á að bjóða á leið sinni um landið. Þar hafa löng­ um verið myndlistarsýningar, en listamenn verið af annarri kyn­ slóð en þær stöllur. Sýninguna kalla þær Álfavarp og segja hana tímabundna heim­ sókn ókunnra afla í þennan ald­ ingarð þjóðarinnar: „Þessi öfl rannsaka og gera tilraunir með mannlíf og náttúru staðarins.“ Verkin eru af ýmsu tagi: hljóð­ verk, myndverk í þrívídd og myndbandsverk. Áætlað var að sýningin yrði í Eden næstu þrjár helgar en forvitni um þessa samsetningu hins forna staðar í sínum túristastíl og hinna ungu framsæknu myndlistarkvenna kann að leiða til lengra sýningar­ halds. - pbb Álfar setjast að í Edens ranni Kl. 12.00 Tómas Guðni Eggertsson, organisti Grundarfjarðar og Stykkishólms, leikur á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju á há- degistónleikum kl. 12 í dag. Á efnisskrá Tómasar eru Prelúdía í g-moll eftir Dietrich Buxtehude, hinn frægi Kórall nr. 3 í a-moll eftir César Franck, Transports de joie d´une ame devant la glorie du Christ qui est la sienne úr L’Ascension III. sem Olivier Messiaen skrifaði 1933 fyrir hljómsveit en umritaði ári síðar fyrir orgel. MyndList Hluti af verkinu „SJö SAMtöl“ eftir önnu Hallin. ÞÓR HF | REYKJAVÍK : Ármúla 11 | Sími 568-1500 | AKUREYRI: Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor. is Nú er rétti tíminn til að kaupa SENTINEL garðtraktor Á BETRA VERÐI! 12,5 ha Briggs & Stratton mótor 102 cm sláttubreidd, hliðarfrákast 5 hraða skipting. 169.000,- 15,5 ha Briggs & Stratton mótor 102 cm sláttubreidd, hliðarfrákast vökvaskipting. 209.000,- 17 ha Briggs & Stratton mótor, 107 cm sláttubreidd, hliðarfrákast. vökvaskipting 239.000,- 12,5 ha Briggs & Stratton mótor 76 cm sláttubreidd, afturkast 5 hraða skipting, grassafnari. 199.000,- 18 ha Briggs & Stratton mótor 107 cm sláttubreidd, hliðarfrákast vökvaskipting. 279.000,- 18 ha garðtraktorinn er með stýri á öllum hjólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.